Þöggun í sauðfjárrækt Margrét Guðmundsdóttir skrifar 2. ágúst 2011 06:00 Mikil umræða hefur verið undanfarna daga vegna nýútkominnar viðmiðunarverðskrár Landssamtaka sauðfjárbænda á verði lamba- og kindakjöts til bænda fyrir árið 2011. Eins og oft áður er hér eingöngu tekinn einn angi af mun stærra máli. Löggjöf varðandi sauðfjárbúskap er úrelt og tekur ekki mið af nútíma búsetu til sveita. Í dag er fjölbreyttur rekstur í dreifbýli og má þar nefna auk sauðfjár- og kúabúa, minkabú, alifuglarækt, garðyrkju, svínarækt, dúntekju, skógrækt, landgræðslu, ferðaþjónustu, menningarstarfsemi, skotveiði, laxveiði, virkjanir o.fl. Lagaumhverfið hefur hins vegar ekki tekið nauðsynlegum breytingum í samræmi við þessa þróun og njóta mismunandi starfsgreinar ekki jafnræðis. Eignarréttur fótum troðinnÍ hinum vestræna heimi er lausafjárganga búfjár almennt bönnuð. Hér á landi er rekstur sauðfjárbúa hins vegar farinn að valda annarri starfsemi til sveita verulegum kostnaðarauka, þar sem eignarrétturinn er fótum troðinn við lausagöngu búfjár. Þetta á sérstaklega við um landgræðslu og skógarbændur sem þurfa að þola að margir sauðfjárbændur nota jarðir þeirra undir eigin atvinnustarfsemi. Slíkt er ekkert annað en rányrkja. Girðingarkostnaður við einn kílómetra er um 1,5 m.kr. og lendir kostnaðurinn á þeim sem vilja verjast ágangi sauðfjár. Hér ber að árétta að hluti sauðfjárbænda hefur aðlagað sig breyttum búháttum og tekur tillit til nágranna sinna en það á ekki við um þá alla. Stór hluti kostnaðar við framleiðslu á lambakjöti leggst því á aðra en sauðfjárbændur og er aldrei tekinn inn í útreikninginn á framleiðslukostnaði. FjallskilEigendum jarða er skylt að smala fé á haustin án tillits til þess hvort þeir eigi sauðfé eða ekki. Sveitarstjórnir ákveða fjallskilareglur fyrir sveitarfélagið og upplýsa eigendur jarða um þá vinnu sem þeir verða að inna að hendi við haustsmölun. Þeim sem smala ekki, er gert að greiða fyrir smölun á eigin jörðum samkvæmt taxta sem ákveðinn er af sveitarfélaginu. Þetta er ekkert annað en þegnskylduvinna fyrir alls óskylda atvinnustarfsemi. Í erindi til Stjórnlagaráðs 2. maí sl. lýsir Guðfinna Guðnadóttir, bóndi að Steindórsstöðum í Reykholtsdal, þessum veruleika mjög vel þegar hún spyr hvort eðlilegt sé að sveitarstjórn geti skikkað bændur til að greiða niður kostnað landlítilla sauðfjárbænda við óheimila nýtingu heimalanda annarra bænda og landeigenda? Guðfinna tekur fram að það er aðeins lítill minnihluti sauðfjárbænda, sem hefur ekki nóg land fyrir fé sitt og spyr: Er það ekki einsdæmi, að hluti þegnanna sé skuldbundinn til að greiða niður kostnað af atvinnurekstri annarra með þessum hætti? Rányrkja á kostnað landgræðslu og skógræktarÞað er ótækt að sauðfjárbændur geti í skjóli laga nýtt eignir annarra fyrir eigin atvinnustarfsemi og á kostnað þeirra sem t.d. stunda aðrar búgreinar eins og landgræðslu og skógrækt. Það er siðlaust og brot á jafnræðisreglunni að ein atvinnustarfsemi geti með þessum hætti þvingað rekstrarkostnað sinn á aðrar atvinnugreinar. Hér má nefna að Landgræðslufélag Skógarstrandar þarf að leggja út í um 30 m. kr. girðingarkostnað til að verjast sauðfé af nærliggjandi jörðum og sveitarfélagi eftir að byggðaráð Dalabyggðar, eftir ítrekaðar umræður, hafnaði ósk félagsins um lausagöngubann á svæðinu. Starfsleyfi í sauðfjárbúskapÍ sauðfjárrækt er notast við gæðastýringarkerfi sem Matvælastofnun (MAST) hefur eftirlit með. Samkvæmt því fá sauðfjárbændur viðbótarstyrk frá ríkinu ef þeir eru með sjálfbæran landbúnað, þ.e. ganga ekki á viðkvæman gróður landsins. Það er hins vegar ekkert eftirlit með hvar þeir beita fénu þannig að bændur sem reka fé sitt yfir á jarðir annarra í þeirra óþökk fá styrki skv. gæðastýringakerfinu. MAST skráir aðeins þau beitarlönd sem sauðfjárbændur gefa upp en, telur það ekki vera í sínum verkahring að fylgjast með hvar beit á sér stað. Þessa vitleysu væri einfalt að koma í veg fyrir með því að koma á starfsleyfi sem nær til aðbúnaðar sauðfjárins, fóðrunar á veturna og eftirliti með því hvar fénu er beitt á sumrin því það rennur sína slóð. Samkvæmt síðasta atriðinu væri starfsleyfið m.a. skilyrt þannig að sauðfjárbændur þyrftu að beita fénu á samþykkt girt svæði og þá þannig að það valdi ekki búsifjum hjá öðrum. Nú er unnið að frumvarpi til nýrra laga um dýravelferð. Hér er gott tækifæri til að koma starfsumhverfi sauðfjárbúskapar í ásættanlegt horf fyrir alla hagsmunaaðila en frumvarpið kveður m.a. á um skilyrði fyrir starfsleyfi og eftirlit með því að þeim skilyrðum sé fullnægt. Það væri í hæsta máta óeðlilegt ef þetta nýja frumvarp fæli ekki í sér bann við rányrkju í formi lausafjárgöngu. Ennfremur hljóta skattgreiðendur að gera þá kröfu að almennilegt eftirlit sé með styrkjum ríkisins varðandi sjálfbæran landbúnað sbr. gæðastýringarkerfi MAST. Skógrækt mikilvægari en áður var taliðMig langar til að ljúka máli mínu hér með því að nefna að samkvæmt nýjustu rannsóknum er skógrækt sem atvinnugrein mun þýðingarmeiri en áður var talið í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Þetta kemur fram í grein á visir.is hinn 19. júlí sl. þar sem vitnað er í rannsóknir ástralska vísindamannsins Josep Canadell við CSIRO- rannsóknarstofnunina í Canberra. Canadell segir rannsóknina sýna fram á gríðarlega jákvæð áhrif skóga á loftslagsþróun. Skógurinn virki í raun eins og svampur í að sjúga upp koltvísýring og hann sé enn mikilvægari en áður var talið í baráttunni við að takmarka loftlagsbreytingar. Þetta þýði að verndun skóga og endurheimt skóglendis muni gegna mun stærra hlutverki og hafa meira vægi í alþjóðlegum viðskiptum með losunarkvóta. Verðmætið hlaupi á mörg hundruð milljörðum króna á evrópskum markaði fyrir losunarkvóta. Er ekki mál að við Íslendingar hættum að flytja út yfir 100.000 tonn af gróðri, m.a. af gróðursnauðum heiðum í formi lambakjöts og græðum landið að nýju með skógum og öflum mun hærri tekna á vistvænni hátt? Mörgum störfum bænda má auðveldlega breyta úr matvælaframleiðslu í viðarframleiðslu skóga án kostnaðarauka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið undanfarna daga vegna nýútkominnar viðmiðunarverðskrár Landssamtaka sauðfjárbænda á verði lamba- og kindakjöts til bænda fyrir árið 2011. Eins og oft áður er hér eingöngu tekinn einn angi af mun stærra máli. Löggjöf varðandi sauðfjárbúskap er úrelt og tekur ekki mið af nútíma búsetu til sveita. Í dag er fjölbreyttur rekstur í dreifbýli og má þar nefna auk sauðfjár- og kúabúa, minkabú, alifuglarækt, garðyrkju, svínarækt, dúntekju, skógrækt, landgræðslu, ferðaþjónustu, menningarstarfsemi, skotveiði, laxveiði, virkjanir o.fl. Lagaumhverfið hefur hins vegar ekki tekið nauðsynlegum breytingum í samræmi við þessa þróun og njóta mismunandi starfsgreinar ekki jafnræðis. Eignarréttur fótum troðinnÍ hinum vestræna heimi er lausafjárganga búfjár almennt bönnuð. Hér á landi er rekstur sauðfjárbúa hins vegar farinn að valda annarri starfsemi til sveita verulegum kostnaðarauka, þar sem eignarrétturinn er fótum troðinn við lausagöngu búfjár. Þetta á sérstaklega við um landgræðslu og skógarbændur sem þurfa að þola að margir sauðfjárbændur nota jarðir þeirra undir eigin atvinnustarfsemi. Slíkt er ekkert annað en rányrkja. Girðingarkostnaður við einn kílómetra er um 1,5 m.kr. og lendir kostnaðurinn á þeim sem vilja verjast ágangi sauðfjár. Hér ber að árétta að hluti sauðfjárbænda hefur aðlagað sig breyttum búháttum og tekur tillit til nágranna sinna en það á ekki við um þá alla. Stór hluti kostnaðar við framleiðslu á lambakjöti leggst því á aðra en sauðfjárbændur og er aldrei tekinn inn í útreikninginn á framleiðslukostnaði. FjallskilEigendum jarða er skylt að smala fé á haustin án tillits til þess hvort þeir eigi sauðfé eða ekki. Sveitarstjórnir ákveða fjallskilareglur fyrir sveitarfélagið og upplýsa eigendur jarða um þá vinnu sem þeir verða að inna að hendi við haustsmölun. Þeim sem smala ekki, er gert að greiða fyrir smölun á eigin jörðum samkvæmt taxta sem ákveðinn er af sveitarfélaginu. Þetta er ekkert annað en þegnskylduvinna fyrir alls óskylda atvinnustarfsemi. Í erindi til Stjórnlagaráðs 2. maí sl. lýsir Guðfinna Guðnadóttir, bóndi að Steindórsstöðum í Reykholtsdal, þessum veruleika mjög vel þegar hún spyr hvort eðlilegt sé að sveitarstjórn geti skikkað bændur til að greiða niður kostnað landlítilla sauðfjárbænda við óheimila nýtingu heimalanda annarra bænda og landeigenda? Guðfinna tekur fram að það er aðeins lítill minnihluti sauðfjárbænda, sem hefur ekki nóg land fyrir fé sitt og spyr: Er það ekki einsdæmi, að hluti þegnanna sé skuldbundinn til að greiða niður kostnað af atvinnurekstri annarra með þessum hætti? Rányrkja á kostnað landgræðslu og skógræktarÞað er ótækt að sauðfjárbændur geti í skjóli laga nýtt eignir annarra fyrir eigin atvinnustarfsemi og á kostnað þeirra sem t.d. stunda aðrar búgreinar eins og landgræðslu og skógrækt. Það er siðlaust og brot á jafnræðisreglunni að ein atvinnustarfsemi geti með þessum hætti þvingað rekstrarkostnað sinn á aðrar atvinnugreinar. Hér má nefna að Landgræðslufélag Skógarstrandar þarf að leggja út í um 30 m. kr. girðingarkostnað til að verjast sauðfé af nærliggjandi jörðum og sveitarfélagi eftir að byggðaráð Dalabyggðar, eftir ítrekaðar umræður, hafnaði ósk félagsins um lausagöngubann á svæðinu. Starfsleyfi í sauðfjárbúskapÍ sauðfjárrækt er notast við gæðastýringarkerfi sem Matvælastofnun (MAST) hefur eftirlit með. Samkvæmt því fá sauðfjárbændur viðbótarstyrk frá ríkinu ef þeir eru með sjálfbæran landbúnað, þ.e. ganga ekki á viðkvæman gróður landsins. Það er hins vegar ekkert eftirlit með hvar þeir beita fénu þannig að bændur sem reka fé sitt yfir á jarðir annarra í þeirra óþökk fá styrki skv. gæðastýringakerfinu. MAST skráir aðeins þau beitarlönd sem sauðfjárbændur gefa upp en, telur það ekki vera í sínum verkahring að fylgjast með hvar beit á sér stað. Þessa vitleysu væri einfalt að koma í veg fyrir með því að koma á starfsleyfi sem nær til aðbúnaðar sauðfjárins, fóðrunar á veturna og eftirliti með því hvar fénu er beitt á sumrin því það rennur sína slóð. Samkvæmt síðasta atriðinu væri starfsleyfið m.a. skilyrt þannig að sauðfjárbændur þyrftu að beita fénu á samþykkt girt svæði og þá þannig að það valdi ekki búsifjum hjá öðrum. Nú er unnið að frumvarpi til nýrra laga um dýravelferð. Hér er gott tækifæri til að koma starfsumhverfi sauðfjárbúskapar í ásættanlegt horf fyrir alla hagsmunaaðila en frumvarpið kveður m.a. á um skilyrði fyrir starfsleyfi og eftirlit með því að þeim skilyrðum sé fullnægt. Það væri í hæsta máta óeðlilegt ef þetta nýja frumvarp fæli ekki í sér bann við rányrkju í formi lausafjárgöngu. Ennfremur hljóta skattgreiðendur að gera þá kröfu að almennilegt eftirlit sé með styrkjum ríkisins varðandi sjálfbæran landbúnað sbr. gæðastýringarkerfi MAST. Skógrækt mikilvægari en áður var taliðMig langar til að ljúka máli mínu hér með því að nefna að samkvæmt nýjustu rannsóknum er skógrækt sem atvinnugrein mun þýðingarmeiri en áður var talið í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Þetta kemur fram í grein á visir.is hinn 19. júlí sl. þar sem vitnað er í rannsóknir ástralska vísindamannsins Josep Canadell við CSIRO- rannsóknarstofnunina í Canberra. Canadell segir rannsóknina sýna fram á gríðarlega jákvæð áhrif skóga á loftslagsþróun. Skógurinn virki í raun eins og svampur í að sjúga upp koltvísýring og hann sé enn mikilvægari en áður var talið í baráttunni við að takmarka loftlagsbreytingar. Þetta þýði að verndun skóga og endurheimt skóglendis muni gegna mun stærra hlutverki og hafa meira vægi í alþjóðlegum viðskiptum með losunarkvóta. Verðmætið hlaupi á mörg hundruð milljörðum króna á evrópskum markaði fyrir losunarkvóta. Er ekki mál að við Íslendingar hættum að flytja út yfir 100.000 tonn af gróðri, m.a. af gróðursnauðum heiðum í formi lambakjöts og græðum landið að nýju með skógum og öflum mun hærri tekna á vistvænni hátt? Mörgum störfum bænda má auðveldlega breyta úr matvælaframleiðslu í viðarframleiðslu skóga án kostnaðarauka.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun