Grétar Rafn: Mæti ekki með hálfum huga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. ágúst 2011 08:00 Grétar Rafn Steinsson lék síðast með Íslandi gegn Portúgal í október á síðasta ári. Hér gengur hann af velli eftir 3-1 tap Íslands. Mynd/Anton Grétar Rafn Steinsson, fastamaður í enska úrvalsdeildarliðinu Bolton og lykilmaður íslenska landsliðsins undanfarin ár, hefur ekkert spilað með landsliðinu á þessu ári. Enn fremur var tilkynnt á dögunum að hann myndi heldur ekkert spila með liðinu meira á þessu ári vegna persónulegra vandamála. Ísland mætir Ungverjalandi í æfingaleik ytra á morgun en Grétar Rafn spilaði síðast með íslenska landsliðinu gegn Portúgal í undankeppni EM 2012. Sá leikur fór fram í október í fyrra. Grétar Rafn segir í samtali við Fréttablaðið að þetta sé gert með sorg í hjarta en sé því miður nauðsynlegt. „Undanfarið ár hef ég verið í baráttu utan fótboltavallarins og því miður hef ég af þeim sökum ekki getað gefið hundrað prósent af mér til landsliðsins. Ég varð að vera hreinskilinn og viðurkenna það gagnvart sjálfum mér, þjálfaranum og ekki síst liðinu sjálfu,“ segir Grétar Rafn sem kaus að greina ekki frekar frá hvers eðlis sín vandamál væru. „Ég er knattspyrnumaður – lífið er ekki alltaf dans á rósum. Það þarf stundum að sjá til þess að allt utan fótboltavallarins sé í lagi til að ég geti stundað mína vinnu af fullum krafti. Það er mikið álag sem fylgir mínu starfi og í augnablikinu treysti ég mér ekki til að gefa landsliðinu allt mitt. Ég verð að gera það í minni vinnu en ég get ekki mætt í landsleiki með hálfum huga. Frekar sleppi ég því.“ Hann segir að það sé meira sem komi til, til að mynda barátta við hnémeiðsli sem hann hafi verið að glíma við undanfarin tvö ár. „En fyrst og fremst snýst þetta um að ég er að spila í mjög erfiðri deild og ég þarf að vera 100 prósent til að standa mig,“ segir hann. Hann segist vera stoltur af því að fá að klæðast íslenska landsliðsbúningnum. Ákvörðun hans tengist ekki landsliðinu, þó svo að árangur þess hafi látið á sér standa undanfarin ár. „Ég hef ekkert á móti landsliðsþjálfaranum eða neinu slíku. Ég hef áður sagt að ég vilji meiri árangur og að það sé hægt að gera betur. En það er ekki ástæðan fyrir því að ég gef ekki kost á mér nú,“ segir Grétar. Hann ætlar þó að gefa aftur kost á sér í landsliðið eftir áramót. „Það eru spennandi tímar fram undan í landsliðinu og ég vil taka þátt í því. En í augnablikinu þarf ég einfaldlega að einbeta mér að því að klára þau atriði sem ég þarf að klára áður en lengra er haldið. Það er gert með mikilli sorg í hjarta en þegar ég er búinn að því, þá kem ég til baka.“ Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira
Grétar Rafn Steinsson, fastamaður í enska úrvalsdeildarliðinu Bolton og lykilmaður íslenska landsliðsins undanfarin ár, hefur ekkert spilað með landsliðinu á þessu ári. Enn fremur var tilkynnt á dögunum að hann myndi heldur ekkert spila með liðinu meira á þessu ári vegna persónulegra vandamála. Ísland mætir Ungverjalandi í æfingaleik ytra á morgun en Grétar Rafn spilaði síðast með íslenska landsliðinu gegn Portúgal í undankeppni EM 2012. Sá leikur fór fram í október í fyrra. Grétar Rafn segir í samtali við Fréttablaðið að þetta sé gert með sorg í hjarta en sé því miður nauðsynlegt. „Undanfarið ár hef ég verið í baráttu utan fótboltavallarins og því miður hef ég af þeim sökum ekki getað gefið hundrað prósent af mér til landsliðsins. Ég varð að vera hreinskilinn og viðurkenna það gagnvart sjálfum mér, þjálfaranum og ekki síst liðinu sjálfu,“ segir Grétar Rafn sem kaus að greina ekki frekar frá hvers eðlis sín vandamál væru. „Ég er knattspyrnumaður – lífið er ekki alltaf dans á rósum. Það þarf stundum að sjá til þess að allt utan fótboltavallarins sé í lagi til að ég geti stundað mína vinnu af fullum krafti. Það er mikið álag sem fylgir mínu starfi og í augnablikinu treysti ég mér ekki til að gefa landsliðinu allt mitt. Ég verð að gera það í minni vinnu en ég get ekki mætt í landsleiki með hálfum huga. Frekar sleppi ég því.“ Hann segir að það sé meira sem komi til, til að mynda barátta við hnémeiðsli sem hann hafi verið að glíma við undanfarin tvö ár. „En fyrst og fremst snýst þetta um að ég er að spila í mjög erfiðri deild og ég þarf að vera 100 prósent til að standa mig,“ segir hann. Hann segist vera stoltur af því að fá að klæðast íslenska landsliðsbúningnum. Ákvörðun hans tengist ekki landsliðinu, þó svo að árangur þess hafi látið á sér standa undanfarin ár. „Ég hef ekkert á móti landsliðsþjálfaranum eða neinu slíku. Ég hef áður sagt að ég vilji meiri árangur og að það sé hægt að gera betur. En það er ekki ástæðan fyrir því að ég gef ekki kost á mér nú,“ segir Grétar. Hann ætlar þó að gefa aftur kost á sér í landsliðið eftir áramót. „Það eru spennandi tímar fram undan í landsliðinu og ég vil taka þátt í því. En í augnablikinu þarf ég einfaldlega að einbeta mér að því að klára þau atriði sem ég þarf að klára áður en lengra er haldið. Það er gert með mikilli sorg í hjarta en þegar ég er búinn að því, þá kem ég til baka.“
Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira