Rangfærslur um mannréttindi leiðréttar Bjarni Jónsson skrifar 23. ágúst 2011 06:00 Borgarfulltrúinn Júlíus Vífill Ingvarsson hefur verið ötull við að gagnrýna samþykkt Mannréttindaráðs Reykjavíkur (MRR) um „Skólastarf í Reykjavík og trúar- og lífsskoðunarfélög“ sem bíður afgreiðslu borgarráðs. Í umræðu í vetur komu fram ýmsar fullyrðingar sem eru rangar um innihald tillagnanna og markmið þeirra. Rangfærslurnar hafa síðan verið endurteknar þrátt fyrir tilraunir til að leiðrétta þær. Mig langar að gera enn eina tilraun til að leiðrétta nokkrar þeirra. Í grein Júlíusar hinn 20. ágúst í Fbl. vitnar hann í álit borgarlögmanns um starfssvið ráðsins: „Hins vegar verði ekki talið að innan þess eftirlitshlutverks falli almennt að mannréttindaráð setji einstökum sviðum og stofnunum Reykjavíkurborgar bindandi reglur um framkvæmd einstakra verkefna eða gera tillögur til borgarráðs þar um.“ Í 2. grein samþykkta ráðsins segir: „Mannréttindaráð skal móta stefnu, taka ákvarðanir og gera tillögur til borgarráðs hvað varðar verksvið þess.“ Samþykkt MRR bíður nú afgreiðslu borgarráðs og vinnur það því samkvæmt samþykktum þess. Engum af þeim sem standa að samþykktinni hefur nokkru sinni dottið í hug annað verklag. Engin andstæða er í áliti lögmannsins og samþykktum MRR þar sem þeim er fylgt. Það er eitt af meginhlutverkum MRR og skrifstofunnar að gæta þess að mannréttindi séu virt í starfsemi borgarinnar. Það væri því beinlínis rangt ef MRR hefði ekki sett fram þær samskiptareglur sem nú er verið að innleiða. Grunnur að þeirri vinnu var lagður með vinnu og skýrslu um skóla og trúmál sem birt var 2008. Eins og áður segir hefur umræðan um þetta mál oft á tíðum snúist um málefni sem ekki er getið í tillögunni. Ég ætla, að þegar fólk tekur fram lyklaborðið til að taka þátt í lýðræðislegri umræðu, að það lesi það sem það hyggst gagnrýna. Því hefur verið haldið fram að verið sé að vega að rótum kristni, að verið sé að breyta námsskrá og kennslu um kristni. Því er einnig haldið fram að verið sé að leggja niður þjóðsönginn og jólin og banna umræðu um vináttu, umhyggju og náungakærleik, að verið sé að útrýma kristinni menningu og ráðast á þjóðkirkjuna og steypa andlegri örbirgð yfir börn í Reykjavík! Meira að segja hefur því verið haldið fram að ekki megi ræða um útfarir í skólum vegna samþykktarinnar! Ekkert af ofangreindum fullyrðingum er að finna í samþykkt MRR. Í þeim er verið að setja ramma utan um samskipti skóla við trúar- og lífsskoðunarfélög. Í samþykktinni er kveðið á um að hlutverk skóla sé að fræða um ólík trúarbrögð og lífsskoðanir. Einnig er þess getið að skólastjórnendur geti boðið fulltrúum lífsskoðana í heimsókn til kynningar samkvæmt námsskrá. Einnig er þar að finna ákvæði sem ætlað er að koma í veg fyrir trúboð í skólum og á frístundaheimilum enda er það ekki hlutverk opinberra skóla að vera vettvangur slíks. Einn liður samþykktanna tekur á heimsóknum nemenda í helgistaði trúarhópa og skuli þær vera samkvæmt námsskrá og undir handleiðslu kennara. Í heimsóknum skal gætt að því að börnin séu ekki þátttakendur í helgisiðum eða athöfnum. Því er síðan beint til félaga við skipulagningu fermingarfræðslu og barnastarf skuli skólastarf ekki verða fyrir truflun. Einnig er þess getið að við áfall tengt skólum skuli aðstoðar leitað til fagaðila, s.s. sálfræðinga eða fulltrúa trúar- eða lífsskoðunarfélaga. Þetta er í stórum dráttum innihald samþykkta MRR. Ég vil því spyrja þá sem lesa þessa grein: Er eitthvað í upptalningu innihalds samþykktarinnar sem réttlætir þá gagnrýni sem ég hef minnst á hér að ofan? Það þarf alla vega mjög skökk gleraugu til að geta lesið slíkt úr samþykkt MRR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarfulltrúinn Júlíus Vífill Ingvarsson hefur verið ötull við að gagnrýna samþykkt Mannréttindaráðs Reykjavíkur (MRR) um „Skólastarf í Reykjavík og trúar- og lífsskoðunarfélög“ sem bíður afgreiðslu borgarráðs. Í umræðu í vetur komu fram ýmsar fullyrðingar sem eru rangar um innihald tillagnanna og markmið þeirra. Rangfærslurnar hafa síðan verið endurteknar þrátt fyrir tilraunir til að leiðrétta þær. Mig langar að gera enn eina tilraun til að leiðrétta nokkrar þeirra. Í grein Júlíusar hinn 20. ágúst í Fbl. vitnar hann í álit borgarlögmanns um starfssvið ráðsins: „Hins vegar verði ekki talið að innan þess eftirlitshlutverks falli almennt að mannréttindaráð setji einstökum sviðum og stofnunum Reykjavíkurborgar bindandi reglur um framkvæmd einstakra verkefna eða gera tillögur til borgarráðs þar um.“ Í 2. grein samþykkta ráðsins segir: „Mannréttindaráð skal móta stefnu, taka ákvarðanir og gera tillögur til borgarráðs hvað varðar verksvið þess.“ Samþykkt MRR bíður nú afgreiðslu borgarráðs og vinnur það því samkvæmt samþykktum þess. Engum af þeim sem standa að samþykktinni hefur nokkru sinni dottið í hug annað verklag. Engin andstæða er í áliti lögmannsins og samþykktum MRR þar sem þeim er fylgt. Það er eitt af meginhlutverkum MRR og skrifstofunnar að gæta þess að mannréttindi séu virt í starfsemi borgarinnar. Það væri því beinlínis rangt ef MRR hefði ekki sett fram þær samskiptareglur sem nú er verið að innleiða. Grunnur að þeirri vinnu var lagður með vinnu og skýrslu um skóla og trúmál sem birt var 2008. Eins og áður segir hefur umræðan um þetta mál oft á tíðum snúist um málefni sem ekki er getið í tillögunni. Ég ætla, að þegar fólk tekur fram lyklaborðið til að taka þátt í lýðræðislegri umræðu, að það lesi það sem það hyggst gagnrýna. Því hefur verið haldið fram að verið sé að vega að rótum kristni, að verið sé að breyta námsskrá og kennslu um kristni. Því er einnig haldið fram að verið sé að leggja niður þjóðsönginn og jólin og banna umræðu um vináttu, umhyggju og náungakærleik, að verið sé að útrýma kristinni menningu og ráðast á þjóðkirkjuna og steypa andlegri örbirgð yfir börn í Reykjavík! Meira að segja hefur því verið haldið fram að ekki megi ræða um útfarir í skólum vegna samþykktarinnar! Ekkert af ofangreindum fullyrðingum er að finna í samþykkt MRR. Í þeim er verið að setja ramma utan um samskipti skóla við trúar- og lífsskoðunarfélög. Í samþykktinni er kveðið á um að hlutverk skóla sé að fræða um ólík trúarbrögð og lífsskoðanir. Einnig er þess getið að skólastjórnendur geti boðið fulltrúum lífsskoðana í heimsókn til kynningar samkvæmt námsskrá. Einnig er þar að finna ákvæði sem ætlað er að koma í veg fyrir trúboð í skólum og á frístundaheimilum enda er það ekki hlutverk opinberra skóla að vera vettvangur slíks. Einn liður samþykktanna tekur á heimsóknum nemenda í helgistaði trúarhópa og skuli þær vera samkvæmt námsskrá og undir handleiðslu kennara. Í heimsóknum skal gætt að því að börnin séu ekki þátttakendur í helgisiðum eða athöfnum. Því er síðan beint til félaga við skipulagningu fermingarfræðslu og barnastarf skuli skólastarf ekki verða fyrir truflun. Einnig er þess getið að við áfall tengt skólum skuli aðstoðar leitað til fagaðila, s.s. sálfræðinga eða fulltrúa trúar- eða lífsskoðunarfélaga. Þetta er í stórum dráttum innihald samþykkta MRR. Ég vil því spyrja þá sem lesa þessa grein: Er eitthvað í upptalningu innihalds samþykktarinnar sem réttlætir þá gagnrýni sem ég hef minnst á hér að ofan? Það þarf alla vega mjög skökk gleraugu til að geta lesið slíkt úr samþykkt MRR.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar