Icelandair hefur nú ákveðið að fljúga á milli Akureyrar og Keflavíkur í tengslum við millilandaflug sitt. Flogið verður fjórum sinnum í viku, frá byrjun júní til loka september árið 2012.
Í tilkynningu frá Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi segir að þessari ákvörðun sé fagnað og gera megi ráð fyrir að auk þess sem ferðamönnum fjölgi þá lengist dvalartími þeirra á Norðurlandi. Þá er flugið talið bæta möguleika Norðlendinga á beinum samgöngum við útlönd. - sv
