Innlent

Fyrstu blokkirnar friðaðar

Blokkirnar við hringbraut Í annari blokkinni er Björnsbakarí meðal annars til húsa.Fréttablaðið/vilhelm
Blokkirnar við hringbraut Í annari blokkinni er Björnsbakarí meðal annars til húsa.Fréttablaðið/vilhelm
Mennta og menningarmálaráðherra hefur friðað fjölbýlishús við Hringbraut 35 til 41 og 43 til 49 í Reykjavík að tillögu Húsafriðunarnefndar.

Húsin voru teiknuð af Einari Sveinssyni og Ágústi Pálssyni á árin 1942 til 1944 og teljast fyrstu íbúðarblokkir í Reykjavík, að því er segir í frétt Húsafriðunarnefndar. Með þeim kom fram nýtt byggingarlag, með lágreistu valmaþaki og steyptum þakrennum. Meðal annars vegna þess telur Húsafriðunarnefnd húsin vera tímamótaverk og mjög mikilvæg í byggingarlistasögu Íslands. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×