Viðskipti innlent

Telja endurreisnina hafa verið ódýra

Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar AGS, á blaðamannafundi.Fréttablaðið/vilhelm
Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar AGS, á blaðamannafundi.Fréttablaðið/vilhelm
Stjórnvöld geta með góðri samvisku fullyrt að aðlögun ríkisfjármála hafi gengið samkvæmt efnahagsáætlun þeirra og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Þetta er mat Greiningar Íslandsbanka á endurreisnaráætlun AGS og íslenskra stjórnvalda. Áætluninni lauk í síðustu viku. Ísland er hið fyrsta þeirra landa sem leituðu á náðist sjóðsins í kjölfar fjármálakreppunnar haustið 2008 til að ljúka áætluninni.

Greining Íslandsbanka bendir á að markmið stjórnvalda og AGS hafi í stórum dráttum náðst og gott betur. Áætlað sé að halli á ríkisfjármálum verði 3,0 prósent í stað 7,3 prósenta og endurreisn fjármálakerfisins sé langt komin. Þar af sé búið að endurskipuleggja sparisjóðakerfið þótt enn liggi ekki fyrir áætlun um framtíðarskipan þess.

Íslandsbanki bendir á að endurreisn bankanna hafi verið mun ódýrari en upphaflega hafi verið áætlað, auk þess sem einskiptisliðir á borð við hagnað af Avens-skuldabréfaviðskiptunum í fyrra hafi komið til. Ekki munu þó öll kurl enn komin til grafar enda má vænta að Icesave-málið fari fyrir dómstóla á haustdögum, að sögn greiningar Íslandsbanka.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×