Nýbygging Landspítalans og Háskóla Íslands - af hverju? Sigurður Guðmundsson skrifar 7. september 2011 12:00 Bygging nýs húss yfir sameiginlega starfsemi Landspítalans og Háskóla Íslands á sér langan aðdraganda. Umræða hófst fyrir alvöru fyrir tæpum 15 árum í aðdraganda sameiningar sjúkrahúsanna í Reykjavík sem varð um mitt ár 2000. Um 2-3 árum síðar var hinni nýju spítalabyggingu valinn staður á Grænuborgartúni, á lóð Landspítalans við Hringbraut. Nálægð við háskólann vó þar mjög þungt. Meginrök fyrir sameiningu spítalanna á sínum tíma, að minnsta kosti í huga starfsmanna, voru efling starfsemi spítalans, að bæta þjónustu hans við sjúklinga og að styðja hann og styrkja sem vísindastofnun og kennslustofnun. Með öðrum orðum var tilgangurinn sá að efla spítalann sem háskólasjúkrahús. Nákvæmlega sömu rök hníga að byggingu nýs húss yfir sameiginlega starfsemi hans og háskólans. Þau snúa ekki að því að blanda saman sementi, möl, sandi og vatni og búa til steypu heldur að gera stofnunum kleift að blanda saman starfsemi sinni enn frekar, styrkja samstarf og samvinnu til að efla þjónustu, rannsóknir og kennslu. Sameiningu spítalanna er ekki lokið, og lýkur ekki fyrr en starfsemin er öll komin undir sama þak. Landspítalinn starfar nú á 17 stöðum í um 100 húsum, og sex heilbrigðisdeildir háskólans starfa á 13 stöðum, allt frá Hofsvallagötu að Eirbergi á Landspítalalóð. Um er að ræða stærstu vinnustaði landsins. Á Landspítala vinna um 5.000 manns, og við Háskóla Íslands eru nú um 14.000 stúdentar og um 1.000 fastráðnir kennarar og starfsmenn. Þar af starfa við Heilbrigðisvísindasvið skólans um 2.500 manns, þar með taldir stúdentar. Samstarf Landspítala og Háskóla ÍslandsSamstarf þessara stofnana á sér langa sögu og byggir á sameiginlegum hagsmunum stofnananna beggja, hagsmunum þeirra sem þær eiga að þjóna og í reynd samfélagsins alls. Samstarfið hefur verið mjög gjöfult. Stofnanirnar geta í raun ekki án hvor annarrar verið. Það hefur á margan hátt verið burðarás þróunar heilbrigðisþjónustu hérlendis á liðinni öld. Það hefur leitt til mjög öflugrar menntunar heilbrigðisstarfsfólks, sem stenst kollegum sínum í nálægum löndum fyllilega snúning og gott betur. Slíkt er ekki sjálfsagt, hvorki hjá stórum þjóðum né smáum. Að þessu þarf að hlúa. Árangur á sviði rannsókna í heilbrigðisvísindum er í fremstu röð þegar horft er til nálægra landa. Sú staðreynd er að mínu mati mun merkilegri en silfurverðlaun í handbolta, með djúpstæðri virðingu fyrir boltanum. Kominn er tími til að íslensk þjóð geri sér grein fyrir þessu. Þetta er ekki síst merkilegt fyrir þá sök að aðföng og fjármögnun til háskólans og þessa vísindastarfs er miklum mun minna en í háskólum nágrannalanda. Þessi árangur er hvorki sjálfsagður né eilífur, heldur mjög brothættur, og að honum þarf að hlúa. Síðast en ekki síst hefur rannsóknasamstarf stofnananna leitt til vaxandi nýsköpunar og stofnunar sprotafyrirtækja. Við erum einungis í burðarliðnum hér, og á næstu árum og áratugum má vænta af þessum vettvangi mikillar eflingar íslensk atvinnulífs, ef ekkert bjátar á. Af hverju þurfum við nýtt hús?Heilbrigðisþjónustan og þekkingin sem hún byggir á er sífellt að breytast og þróast og kröfur til hennar vaxa. Nýjar faggreinar verða til, aðrar hverfa. Margar sérgreinar munu blandast hver inn í aðra, sameinast. Markmið þjónustunnar verður ætíð að beinast að sjúklingum, ekki þörfum þeirra sem þar vinna. Við þurfum því að skilja mikilvægi þess að lækka múra milli fag- og sérgreina. Þess vegna þarf fólk að koma saman, vinna saman að rannsóknum, kennslu og þjónustu. Þannig fer þekkingin fram á við, stundum hægt og stundum í stórum stökkum. Síauknar kröfur eru gerðar til menntunar. Ekki eru kröfurnar minni og framþróunin þegar horft er til rannsókna, bæði þeirra sem snúa að vísindum og þjónustu við sjúklinga. Tækjabúnaður er dýr, og því mikið hagræði að samnýtingu. Hún fæst ekki ef starfsemin er áfram dreifð um allar grundir. Tími einyrkjans í heilbrigðisþjónustu er liðinn, henni er nú sinnt af teymum, samstarf og samvinna eru lykilorð. Búa þarf svo um hnútana að samstarfið verði sjálfsagt frá fyrsta ári í skóla, þannig að mikilvægi þessa samstarfs verði mönnum strax ljóst. Skilyrði þess er að koma fólki saman undir eitt þak. Jafnframt blasir við að alþjóðleg samkeppni í mennta- og vísindamálum fer mjög vaxandi, og samkeppni um starfsfólk er þegar orðin mönnum ljós hér. Þessu verður að mæta. Ekki er viðunandi að standa í stað og láta sem ekkert sé. Það jafngildir hnignun og afturför. Ávinningur fyrir Háskóla ÍslandsMargoft hefur verið bent á ávinning nýbyggingar fyrir starfsemi spítalans. En hver er ávinningur háskólans? Mikilvægt er að koma kennslu fyrir á einum stað. Með því styrkjast möguleikar á samkennslu og samþáttun kennslu í grunnnámi áður en hið eiginlega klíníska nám hefst. Nefndir hafa verið kostir þess að nemendur átti sig strax á því að fleiri stéttir en þeirra eigin sinna sjúklingum. Fagstéttir læra snemma að starfa saman. Mikill styrkur, faglegur og fjárhagslegur, felst í því að koma starfsemi og stoðþjónustu allra deilda og námsbrauta heilbrigðisvísindasviðs á einn stað. Samnýting rannsóknastofa, tækjabúnaðar og starfsfólks býður ekki aðeins upp á fjárhagslega hagræðingu heldur einnig mikil fagleg tækifæri. Nálægð bóklegs náms og grunnrannsókna við klínískt nám og rannsóknir er mjög til þess fallin að efla starfsþjálfun nema og gera þá enn hæfari til að sinna og mæta þeim miklu breytingum sem verða munu í faglegu umhverfi þeirra á næstu árum og áratugum. Að lokum skiptir meginmáli í þessari umræðu að sá hópur landsmanna sem helst hlýtur ávinning af því að samræma starfsemi spítalans og háskólans eru sjúklingar þessa lands. Á þeim er því miður enginn hörgull og verður ekki. Meginmarkmið nýbyggingarinnar er að efla þekkingu, menntun og síðast en ekki síst þjónustu við sjúklinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Bygging nýs húss yfir sameiginlega starfsemi Landspítalans og Háskóla Íslands á sér langan aðdraganda. Umræða hófst fyrir alvöru fyrir tæpum 15 árum í aðdraganda sameiningar sjúkrahúsanna í Reykjavík sem varð um mitt ár 2000. Um 2-3 árum síðar var hinni nýju spítalabyggingu valinn staður á Grænuborgartúni, á lóð Landspítalans við Hringbraut. Nálægð við háskólann vó þar mjög þungt. Meginrök fyrir sameiningu spítalanna á sínum tíma, að minnsta kosti í huga starfsmanna, voru efling starfsemi spítalans, að bæta þjónustu hans við sjúklinga og að styðja hann og styrkja sem vísindastofnun og kennslustofnun. Með öðrum orðum var tilgangurinn sá að efla spítalann sem háskólasjúkrahús. Nákvæmlega sömu rök hníga að byggingu nýs húss yfir sameiginlega starfsemi hans og háskólans. Þau snúa ekki að því að blanda saman sementi, möl, sandi og vatni og búa til steypu heldur að gera stofnunum kleift að blanda saman starfsemi sinni enn frekar, styrkja samstarf og samvinnu til að efla þjónustu, rannsóknir og kennslu. Sameiningu spítalanna er ekki lokið, og lýkur ekki fyrr en starfsemin er öll komin undir sama þak. Landspítalinn starfar nú á 17 stöðum í um 100 húsum, og sex heilbrigðisdeildir háskólans starfa á 13 stöðum, allt frá Hofsvallagötu að Eirbergi á Landspítalalóð. Um er að ræða stærstu vinnustaði landsins. Á Landspítala vinna um 5.000 manns, og við Háskóla Íslands eru nú um 14.000 stúdentar og um 1.000 fastráðnir kennarar og starfsmenn. Þar af starfa við Heilbrigðisvísindasvið skólans um 2.500 manns, þar með taldir stúdentar. Samstarf Landspítala og Háskóla ÍslandsSamstarf þessara stofnana á sér langa sögu og byggir á sameiginlegum hagsmunum stofnananna beggja, hagsmunum þeirra sem þær eiga að þjóna og í reynd samfélagsins alls. Samstarfið hefur verið mjög gjöfult. Stofnanirnar geta í raun ekki án hvor annarrar verið. Það hefur á margan hátt verið burðarás þróunar heilbrigðisþjónustu hérlendis á liðinni öld. Það hefur leitt til mjög öflugrar menntunar heilbrigðisstarfsfólks, sem stenst kollegum sínum í nálægum löndum fyllilega snúning og gott betur. Slíkt er ekki sjálfsagt, hvorki hjá stórum þjóðum né smáum. Að þessu þarf að hlúa. Árangur á sviði rannsókna í heilbrigðisvísindum er í fremstu röð þegar horft er til nálægra landa. Sú staðreynd er að mínu mati mun merkilegri en silfurverðlaun í handbolta, með djúpstæðri virðingu fyrir boltanum. Kominn er tími til að íslensk þjóð geri sér grein fyrir þessu. Þetta er ekki síst merkilegt fyrir þá sök að aðföng og fjármögnun til háskólans og þessa vísindastarfs er miklum mun minna en í háskólum nágrannalanda. Þessi árangur er hvorki sjálfsagður né eilífur, heldur mjög brothættur, og að honum þarf að hlúa. Síðast en ekki síst hefur rannsóknasamstarf stofnananna leitt til vaxandi nýsköpunar og stofnunar sprotafyrirtækja. Við erum einungis í burðarliðnum hér, og á næstu árum og áratugum má vænta af þessum vettvangi mikillar eflingar íslensk atvinnulífs, ef ekkert bjátar á. Af hverju þurfum við nýtt hús?Heilbrigðisþjónustan og þekkingin sem hún byggir á er sífellt að breytast og þróast og kröfur til hennar vaxa. Nýjar faggreinar verða til, aðrar hverfa. Margar sérgreinar munu blandast hver inn í aðra, sameinast. Markmið þjónustunnar verður ætíð að beinast að sjúklingum, ekki þörfum þeirra sem þar vinna. Við þurfum því að skilja mikilvægi þess að lækka múra milli fag- og sérgreina. Þess vegna þarf fólk að koma saman, vinna saman að rannsóknum, kennslu og þjónustu. Þannig fer þekkingin fram á við, stundum hægt og stundum í stórum stökkum. Síauknar kröfur eru gerðar til menntunar. Ekki eru kröfurnar minni og framþróunin þegar horft er til rannsókna, bæði þeirra sem snúa að vísindum og þjónustu við sjúklinga. Tækjabúnaður er dýr, og því mikið hagræði að samnýtingu. Hún fæst ekki ef starfsemin er áfram dreifð um allar grundir. Tími einyrkjans í heilbrigðisþjónustu er liðinn, henni er nú sinnt af teymum, samstarf og samvinna eru lykilorð. Búa þarf svo um hnútana að samstarfið verði sjálfsagt frá fyrsta ári í skóla, þannig að mikilvægi þessa samstarfs verði mönnum strax ljóst. Skilyrði þess er að koma fólki saman undir eitt þak. Jafnframt blasir við að alþjóðleg samkeppni í mennta- og vísindamálum fer mjög vaxandi, og samkeppni um starfsfólk er þegar orðin mönnum ljós hér. Þessu verður að mæta. Ekki er viðunandi að standa í stað og láta sem ekkert sé. Það jafngildir hnignun og afturför. Ávinningur fyrir Háskóla ÍslandsMargoft hefur verið bent á ávinning nýbyggingar fyrir starfsemi spítalans. En hver er ávinningur háskólans? Mikilvægt er að koma kennslu fyrir á einum stað. Með því styrkjast möguleikar á samkennslu og samþáttun kennslu í grunnnámi áður en hið eiginlega klíníska nám hefst. Nefndir hafa verið kostir þess að nemendur átti sig strax á því að fleiri stéttir en þeirra eigin sinna sjúklingum. Fagstéttir læra snemma að starfa saman. Mikill styrkur, faglegur og fjárhagslegur, felst í því að koma starfsemi og stoðþjónustu allra deilda og námsbrauta heilbrigðisvísindasviðs á einn stað. Samnýting rannsóknastofa, tækjabúnaðar og starfsfólks býður ekki aðeins upp á fjárhagslega hagræðingu heldur einnig mikil fagleg tækifæri. Nálægð bóklegs náms og grunnrannsókna við klínískt nám og rannsóknir er mjög til þess fallin að efla starfsþjálfun nema og gera þá enn hæfari til að sinna og mæta þeim miklu breytingum sem verða munu í faglegu umhverfi þeirra á næstu árum og áratugum. Að lokum skiptir meginmáli í þessari umræðu að sá hópur landsmanna sem helst hlýtur ávinning af því að samræma starfsemi spítalans og háskólans eru sjúklingar þessa lands. Á þeim er því miður enginn hörgull og verður ekki. Meginmarkmið nýbyggingarinnar er að efla þekkingu, menntun og síðast en ekki síst þjónustu við sjúklinga.
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar