Börn verða að læra að fara með peninga 10. september 2011 07:00 Stór hluti Íslendinga er illa að sér í fjármálalæsi, að sögn sérfræðingsins Adele Atkinson. Fréttablaðið/Vilhelm „Fólk sem tekur lán til að greiða upp eldri lán er ekki með stjórn á fjármálum sínum. Þetta virðist algengt hér á landi,“ segir dr. Adele Atkinson, sérfræðingur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Hún leggur áherslu á að foreldrar fræði börn sín um notkun peninga. Ekki eigi að hræða börnin, svo sem með fjárhagsvanda foreldra. Börnin eigi að læra að hlutir kosti sitt og að stundum verði að leggja fyrir til að eiga fyrir þeim. Atkinson hélt í gær erindi á ráðstefnu Stofnunar um fjármálalæsi um rannsókn sem hún var að ljúka um efnið og var gerð í tólf löndum. Þar kemur fram að Íslendingar vita yfirleitt ekki nema helminginn af því sem fólk á að vita um fjármál og að um fjörutíu prósent landsmanna taka lán til að greiða upp gamlar skuldir. Atkinson segir í samtali við Fréttablaðið nokkra þætti skýra ástæðu þess að sumir eru betri í fjármálalæsi en aðrir. Menntun skýri það að hluta. Margt bendir þó til að þetta eigi ekki við um tekjuhópa; þvert á móti virðist fólk með öruggar og góðar tekjur fylgjast síður með fjármálum sínum en tekjulágir. „Tekjulágir nota yfirleitt reiðufé fremur en greiðslukort. Ef þeir fá laun greidd inn á reikning í banka þá tekur fólkið hann út og flokkar eftir útgjaldaliðum. Þetta er einfalt og gott ráð enda fær fólk við það yfirsýn yfir fjármálin. Þeir sem eru með öruggar og traustar tekjur þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að mánaðarlaunin dugi ekki fyrir framfærslu,“ segir Atkinson. - jab Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
„Fólk sem tekur lán til að greiða upp eldri lán er ekki með stjórn á fjármálum sínum. Þetta virðist algengt hér á landi,“ segir dr. Adele Atkinson, sérfræðingur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Hún leggur áherslu á að foreldrar fræði börn sín um notkun peninga. Ekki eigi að hræða börnin, svo sem með fjárhagsvanda foreldra. Börnin eigi að læra að hlutir kosti sitt og að stundum verði að leggja fyrir til að eiga fyrir þeim. Atkinson hélt í gær erindi á ráðstefnu Stofnunar um fjármálalæsi um rannsókn sem hún var að ljúka um efnið og var gerð í tólf löndum. Þar kemur fram að Íslendingar vita yfirleitt ekki nema helminginn af því sem fólk á að vita um fjármál og að um fjörutíu prósent landsmanna taka lán til að greiða upp gamlar skuldir. Atkinson segir í samtali við Fréttablaðið nokkra þætti skýra ástæðu þess að sumir eru betri í fjármálalæsi en aðrir. Menntun skýri það að hluta. Margt bendir þó til að þetta eigi ekki við um tekjuhópa; þvert á móti virðist fólk með öruggar og góðar tekjur fylgjast síður með fjármálum sínum en tekjulágir. „Tekjulágir nota yfirleitt reiðufé fremur en greiðslukort. Ef þeir fá laun greidd inn á reikning í banka þá tekur fólkið hann út og flokkar eftir útgjaldaliðum. Þetta er einfalt og gott ráð enda fær fólk við það yfirsýn yfir fjármálin. Þeir sem eru með öruggar og traustar tekjur þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að mánaðarlaunin dugi ekki fyrir framfærslu,“ segir Atkinson. - jab
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira