Innlent

Nemendur misvel undirbúnir eftir skólum

Nemendur sögðust vera misvel búnir fyrir nám í háskóla eftir því hvaða framhaldsskólum þeir komu úr, samkvæmt könnun sem Háskóli Íslands og Stúdentaráð unnu í fyrra og var fjallað um í Fréttablaðinu.

Nemendur sem komu úr Menntaskólanum á Akureyri voru ánægðastir með undirbúninginn. Næstir voru nemendur Menntaskólans í Reykjavík, þá nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð, Frumgreinadeildar Keilis og Verzlunarskóla Íslands. Óánægðastir voru nemendur Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum, Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Fjölbrautaskólans í Garðabæ, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Iðnskólans í Reykjavík.

Misjafnt var hversu margir nemendur úr hverjum skóla svöruðu könnuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×