Hvítbók um náttúruvernd Svandís Svavarsdóttir skrifar 15. september 2011 06:00 Um nokkurt skeið hefur þótt ástæða til að styrkja stöðu náttúruverndar með endurskoðun náttúruverndarlaga. Á dögunum birti nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga hvítbók, þar sem gerð er heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi. Að auki eru gerðar tillögur að breytingum á lagaumhverfi og stjórnsýslu náttúruverndarmála. Rauði þráðurinn er að styrkja náttúruverndarsjónarmið og færa þau framar og ofar í keðju ákvarðanatöku, frekar en að litið sé til þeirra seint og um síðir. Þetta er krafa sjálfbærrar þróunar – að ná jafnvægi á milli hinna samfélagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu þátta. Hvítbókin er nýjung í vinnubrögðum við undirbúning löggjafar hérlendis, en í samræmi við vinnubrögð sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Í nærri tvö ár hafa höfundar bókarinnar unnið heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar hér á landi, m.a. með hliðsjón af þeim skuldbindingum sem Íslendingar hafa undirgengist með staðfestingu ýmissa alþjóðasamninga. Auk þess er horft til lagaumhverfis nágrannaþjóða okkar á þessu sviði. Með því að horfa heildstætt yfir málaflokkinn er vonast til að endurskoðun náttúruverndarlaga verði þannig úr garði gerð að náttúruvernd verði hafin til vegs og virðingar og staða hennar styrkt til muna. Í hvítbókinni er leidd saman þekking á ólíkum sviðum til þess að fá sem skýrastan grundvöll nýrrar löggjafar. Á næstu vikum verður hvítbókin kynnt, auk þess sem hún verður meginefni umhverfisþings sem haldið verður á Selfossi 14. október. Að umhverfisþingi loknu verður kallað eftir athugasemdum frá almenningi, hagsmunasamtökum og öllum þeim sem láta sig náttúruvernd varða. Með þessu fást því sem næst tæmandi upplýsingar um grundvöll breytinganna og góð yfirsýn yfir ólík sjónarmið áður en hafist er handa við skrif á frumvarpi. Ég er stolt af því að með náttúruvernd séum við að ryðja brautir í nýjum vinnubrögðum. Þegar lagður er grunnur að lagaumhverfi náttúru og umhverfis, þá hljótum við að gera kröfu um heildarsýn og að ákvarðanatökuferlið sé lýðræðislegt. Hvítbók um náttúruvernd sýnir hverju fagleg og vönduð vinnubrögð geta skilað, hvernig stjórnmálin geta aukið gagnsæi og stuðlað að skýrari grundvelli ákvarðana. Þetta eru vinnubrögð sem við hljótum að vilja sjá miklu víðar í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Um nokkurt skeið hefur þótt ástæða til að styrkja stöðu náttúruverndar með endurskoðun náttúruverndarlaga. Á dögunum birti nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga hvítbók, þar sem gerð er heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi. Að auki eru gerðar tillögur að breytingum á lagaumhverfi og stjórnsýslu náttúruverndarmála. Rauði þráðurinn er að styrkja náttúruverndarsjónarmið og færa þau framar og ofar í keðju ákvarðanatöku, frekar en að litið sé til þeirra seint og um síðir. Þetta er krafa sjálfbærrar þróunar – að ná jafnvægi á milli hinna samfélagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu þátta. Hvítbókin er nýjung í vinnubrögðum við undirbúning löggjafar hérlendis, en í samræmi við vinnubrögð sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Í nærri tvö ár hafa höfundar bókarinnar unnið heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar hér á landi, m.a. með hliðsjón af þeim skuldbindingum sem Íslendingar hafa undirgengist með staðfestingu ýmissa alþjóðasamninga. Auk þess er horft til lagaumhverfis nágrannaþjóða okkar á þessu sviði. Með því að horfa heildstætt yfir málaflokkinn er vonast til að endurskoðun náttúruverndarlaga verði þannig úr garði gerð að náttúruvernd verði hafin til vegs og virðingar og staða hennar styrkt til muna. Í hvítbókinni er leidd saman þekking á ólíkum sviðum til þess að fá sem skýrastan grundvöll nýrrar löggjafar. Á næstu vikum verður hvítbókin kynnt, auk þess sem hún verður meginefni umhverfisþings sem haldið verður á Selfossi 14. október. Að umhverfisþingi loknu verður kallað eftir athugasemdum frá almenningi, hagsmunasamtökum og öllum þeim sem láta sig náttúruvernd varða. Með þessu fást því sem næst tæmandi upplýsingar um grundvöll breytinganna og góð yfirsýn yfir ólík sjónarmið áður en hafist er handa við skrif á frumvarpi. Ég er stolt af því að með náttúruvernd séum við að ryðja brautir í nýjum vinnubrögðum. Þegar lagður er grunnur að lagaumhverfi náttúru og umhverfis, þá hljótum við að gera kröfu um heildarsýn og að ákvarðanatökuferlið sé lýðræðislegt. Hvítbók um náttúruvernd sýnir hverju fagleg og vönduð vinnubrögð geta skilað, hvernig stjórnmálin geta aukið gagnsæi og stuðlað að skýrari grundvelli ákvarðana. Þetta eru vinnubrögð sem við hljótum að vilja sjá miklu víðar í framtíðinni.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun