Viljum við enn vera í skotgröfum? 28. september 2011 06:00 Það vakti undrun mína á Alþingi hinn 16. september að Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn því að skipuð yrði nefnd þingmanna til að vinna að þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Ekki var alveg auðvelt að skilja röksemdirnar fyrir því. Helst var að skilja að annars vegar væri heimurinn flóknari en hann hefði verið og hins vegar væru aðildin að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin hornsteinar að öryggis- og varnarmálastefnu Íslands. Sú sem þetta skrifar er hjartanlega sammála þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að þessu leyti – leiðirnar skilja þegar kemur að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Einmitt vegna þess að heimurinn hefur breyst er rétt að freista þess að ná samstöðu um hvernig þjóðaröryggi verði best tryggt í framtíðinni. Öryggi landsins er ekki lengur aðeins ógnað af hugsanlegum hernaðarátökum heldur einnig mengun, netárásum og tölvuglæpum, alþjóðlegri glæpastarfsemi og hryðjuverkum. Sú staðreynd að þessi málefni heyra ekki öll undir utanríkisráðuneytið breytir því ekki að horfast þarf í augu við þau og takast á við þau. Það er sannast segja léleg afsökun þess stjórnmálaflokks sem hafði forystu í utanríkismálum fram á síðustu ár að vilja ekki takast á við verkefnið vegna verkaskiptingar í stjórnarráðinu. Þingmenn eiga að horfa framhjá tækniatriðum af þessu tagi þegar þeir takast á við viðamikil verkefni eins og mótun þjóðaröryggisstefnu. Framsögumanni Sjálfstæðisflokksins um málið á Alþingi finnst of lítið gert úr hernaðarvá á norðurslóðum. Auðvitað er nauðsynlegt að halda vöku sinni að því leyti. Sú vakt má hins vegar ekki verða til þess að við skoðum ekki hlutina í hinu stóra samhengi og lítum til allra þeirra þátta sem nú á tímum geta ógnað öryggi okkar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvarta gjarnan undan skorti á samráði. Það skýtur því skökku við, þykir mér, að greiða atkvæði gegn því að samráð verði á milli stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á Alþingi um þjóðaröryggisstefnu landsins. En kannski vilja sjálfstæðismenn endurlífga þann skotgrafahernað sem ríkti í utanríkismálum á dögum kalda stríðsins. Við hin höfðum vonað að hægt væri að varða veginn fram á við í þessum efnum þó að ekki verði allir sammála um alla hluti. Sannarlega vona ég að sjálfstæðismenn taki þátt í samráðinu þó að þeir telji það óþarft. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að skotgrafahernaður sé enn á óskalista einhverra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það vakti undrun mína á Alþingi hinn 16. september að Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn því að skipuð yrði nefnd þingmanna til að vinna að þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Ekki var alveg auðvelt að skilja röksemdirnar fyrir því. Helst var að skilja að annars vegar væri heimurinn flóknari en hann hefði verið og hins vegar væru aðildin að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin hornsteinar að öryggis- og varnarmálastefnu Íslands. Sú sem þetta skrifar er hjartanlega sammála þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að þessu leyti – leiðirnar skilja þegar kemur að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Einmitt vegna þess að heimurinn hefur breyst er rétt að freista þess að ná samstöðu um hvernig þjóðaröryggi verði best tryggt í framtíðinni. Öryggi landsins er ekki lengur aðeins ógnað af hugsanlegum hernaðarátökum heldur einnig mengun, netárásum og tölvuglæpum, alþjóðlegri glæpastarfsemi og hryðjuverkum. Sú staðreynd að þessi málefni heyra ekki öll undir utanríkisráðuneytið breytir því ekki að horfast þarf í augu við þau og takast á við þau. Það er sannast segja léleg afsökun þess stjórnmálaflokks sem hafði forystu í utanríkismálum fram á síðustu ár að vilja ekki takast á við verkefnið vegna verkaskiptingar í stjórnarráðinu. Þingmenn eiga að horfa framhjá tækniatriðum af þessu tagi þegar þeir takast á við viðamikil verkefni eins og mótun þjóðaröryggisstefnu. Framsögumanni Sjálfstæðisflokksins um málið á Alþingi finnst of lítið gert úr hernaðarvá á norðurslóðum. Auðvitað er nauðsynlegt að halda vöku sinni að því leyti. Sú vakt má hins vegar ekki verða til þess að við skoðum ekki hlutina í hinu stóra samhengi og lítum til allra þeirra þátta sem nú á tímum geta ógnað öryggi okkar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvarta gjarnan undan skorti á samráði. Það skýtur því skökku við, þykir mér, að greiða atkvæði gegn því að samráð verði á milli stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á Alþingi um þjóðaröryggisstefnu landsins. En kannski vilja sjálfstæðismenn endurlífga þann skotgrafahernað sem ríkti í utanríkismálum á dögum kalda stríðsins. Við hin höfðum vonað að hægt væri að varða veginn fram á við í þessum efnum þó að ekki verði allir sammála um alla hluti. Sannarlega vona ég að sjálfstæðismenn taki þátt í samráðinu þó að þeir telji það óþarft. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að skotgrafahernaður sé enn á óskalista einhverra.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun