Hvenær fóru trúmál að skipta sköpum í kosningum? Magnús sveinn Helgason skrifar 1. október 2011 03:00 Magnús sveinn Helgason Sagnfræðingurinn Magnús Sveinn Helgason, sem kennir bandarísk stjórnmál við Háskólann á Bifröst, segir ljóst að mál tengd kristinni trú og gildum séu mikilvæg í stjórnmálabaráttunni þar í landi. „Það hefur sýnt sig undanfarið að repúblikanar sem eru líklegir til að kjósa í prófkjörum hafa verið að færast til hægri og hófsömum hefur fækkað. Þessi grasrót er íhaldssöm í siðferðismálum og metur frambjóðendur út frá sinni eigin veraldarsýn. Vilji frambjóðendur komast í gegnum prófkjör þurfa þeir sem sagt að höfða afdráttarlaust til grasrótarinnar. Þarna er um nokkur lykilmál að ræða. Á tíunda áratugnum var það afstaða til fóstureyðinga en nú virðist sem nýjasta prófmálið sé þróunarkenningin gegn sköpunarkenningu Biblíunnar.“ Magnús segir að þessi trúarlegu siðferðismál hafi hafið innreið sína í stjórnmál vestanhafs fyrir alvöru með forsetaframboði demókratans Jimmys Carter árið 1976. Árin þar á undan hafi frjálslyndi aukist í samfélaginu með auknum réttindum kvenna, blökkumanna og annarra hópa sem höfðu áður verið undirokaðir, og kristna íhaldshreyfingin hafi orðið til sem viðbrögð við þeirri þróun. „Þar komu kristnir inn sem ákveðinn öflugur kjósendahópur í fyrsta sinn. Svo náði Ronald Reagan þessum hópi frá demókrötum og síðan þá hafa repúblikanar nokkurn veginn haldið þeim.“ Magnús segir áhrif strangtrúaðra hafa dvínað á níunda áratugnum og í upphafi þess tíunda en þá hafi þeir stimplað sig inn á ný. „Eftir það hafa þeir haft mjög sterka stöðu og mikið vægi í bandarískum stjórnmálum.“ Fréttir Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Sjá meira
Sagnfræðingurinn Magnús Sveinn Helgason, sem kennir bandarísk stjórnmál við Háskólann á Bifröst, segir ljóst að mál tengd kristinni trú og gildum séu mikilvæg í stjórnmálabaráttunni þar í landi. „Það hefur sýnt sig undanfarið að repúblikanar sem eru líklegir til að kjósa í prófkjörum hafa verið að færast til hægri og hófsömum hefur fækkað. Þessi grasrót er íhaldssöm í siðferðismálum og metur frambjóðendur út frá sinni eigin veraldarsýn. Vilji frambjóðendur komast í gegnum prófkjör þurfa þeir sem sagt að höfða afdráttarlaust til grasrótarinnar. Þarna er um nokkur lykilmál að ræða. Á tíunda áratugnum var það afstaða til fóstureyðinga en nú virðist sem nýjasta prófmálið sé þróunarkenningin gegn sköpunarkenningu Biblíunnar.“ Magnús segir að þessi trúarlegu siðferðismál hafi hafið innreið sína í stjórnmál vestanhafs fyrir alvöru með forsetaframboði demókratans Jimmys Carter árið 1976. Árin þar á undan hafi frjálslyndi aukist í samfélaginu með auknum réttindum kvenna, blökkumanna og annarra hópa sem höfðu áður verið undirokaðir, og kristna íhaldshreyfingin hafi orðið til sem viðbrögð við þeirri þróun. „Þar komu kristnir inn sem ákveðinn öflugur kjósendahópur í fyrsta sinn. Svo náði Ronald Reagan þessum hópi frá demókrötum og síðan þá hafa repúblikanar nokkurn veginn haldið þeim.“ Magnús segir áhrif strangtrúaðra hafa dvínað á níunda áratugnum og í upphafi þess tíunda en þá hafi þeir stimplað sig inn á ný. „Eftir það hafa þeir haft mjög sterka stöðu og mikið vægi í bandarískum stjórnmálum.“
Fréttir Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Sjá meira