Ásættanlegur farvegur í samstarfi skóla og kirkju Bjarni Karlsson skrifar 6. október 2011 06:00 Nú hefur borgarráð ályktað í hinu langdregna og sérstaka máli er varðar samskipti reykvískra skóla við trú- og lífsskoðanafélög. Það góða er að niðurstaðan felur í sér samráðsferli sem skuli fara fram. Þar með er viðurkennt að það þurfi að ræða þessi mál betur á breiðum faglegum og félagslegum grundvelli. Eins ber að fagna því að nú eru reglurnar settar af borgarráði sjálfu en ekki af mannréttindaráði, og málefninu vísað til Skóla- og frístundasviðs þar sem það á betur heima, um leið og mannréttindaráð hefur sínu mikilvæga eftirlitshlutverki að gegna. Reglurnar sem nú hafa verið samþykktar bera ekki með sér þóttann og andúðina sem upphaflegur texti mannréttindaráðs fól í sér og margt hefur verið fært til betri vegar. Reiknað er með prestum sem fagmönnum í hópi annarra fagmanna í tengslum við sorgarúrvinnslu. Gert er ráð fyrir því að sóknarkirkjur standi áfram við hlið annarra félaga sem bjóða börnum hollar tómstundir í skólahverfinu er kemur að kynningarmálum. Ekki er lagt bann við ferðum fermingarbarna með kirkjum sínum og fleira gott mætti nefna. Auk þess er áfram í textanum sú klára afstaða sem enginn deilir um að skólinn sé ekki vettvangur trúboðs og að allir sem hann heimsækja geri það á forsendum skólans. Þrennt þarf að ræða í samráðsferlinu aðminni hyggju: Viljum við samnýta skólahúsnæði úti í hverfunum með íþróttafélögum, skátum og tónskólum en hafna samvinnu við sóknarkirkjur á því sviði eins og gert er ráð fyrir í nýju reglunum? Viljum við hafna þeirri menningargjöf sem Gídeonmenn hafa fært 10 ára börnum í meira en 60 ár með því að afhenda Nýja testamenntið eða eigum við að finna tilboði þeirra hæfilegan farveg á forsendum skólans? Viljum við banna börnum þátttöku í helgisiðum og athöfnum er þau heimsækja sóknarkirkjuna í hverfinu sínu? Hvernig líður okkur með það að banna barni að signa sig eða segja Faðirvorið sem því hefur verið kennt? Í þessu öllu þarf að gæta hófs og það er hlutverk okkar sem samfélags. Með afgreiðslu málsins hefur borgarráð sýnt ábyrgð sem lýðkjörið yfirvald og vísað þessu umdeilda máli í ásættanlegan farveg þar sem upplýst og vönduð umræða getur átt sér stað. Markmið okkar er að umfaðma fjölbreytileika mannlífsins í einingu. Lausnin mun finnast í röklegu samtali, faglegu samráði og gagnkvæmri háttvísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur borgarráð ályktað í hinu langdregna og sérstaka máli er varðar samskipti reykvískra skóla við trú- og lífsskoðanafélög. Það góða er að niðurstaðan felur í sér samráðsferli sem skuli fara fram. Þar með er viðurkennt að það þurfi að ræða þessi mál betur á breiðum faglegum og félagslegum grundvelli. Eins ber að fagna því að nú eru reglurnar settar af borgarráði sjálfu en ekki af mannréttindaráði, og málefninu vísað til Skóla- og frístundasviðs þar sem það á betur heima, um leið og mannréttindaráð hefur sínu mikilvæga eftirlitshlutverki að gegna. Reglurnar sem nú hafa verið samþykktar bera ekki með sér þóttann og andúðina sem upphaflegur texti mannréttindaráðs fól í sér og margt hefur verið fært til betri vegar. Reiknað er með prestum sem fagmönnum í hópi annarra fagmanna í tengslum við sorgarúrvinnslu. Gert er ráð fyrir því að sóknarkirkjur standi áfram við hlið annarra félaga sem bjóða börnum hollar tómstundir í skólahverfinu er kemur að kynningarmálum. Ekki er lagt bann við ferðum fermingarbarna með kirkjum sínum og fleira gott mætti nefna. Auk þess er áfram í textanum sú klára afstaða sem enginn deilir um að skólinn sé ekki vettvangur trúboðs og að allir sem hann heimsækja geri það á forsendum skólans. Þrennt þarf að ræða í samráðsferlinu aðminni hyggju: Viljum við samnýta skólahúsnæði úti í hverfunum með íþróttafélögum, skátum og tónskólum en hafna samvinnu við sóknarkirkjur á því sviði eins og gert er ráð fyrir í nýju reglunum? Viljum við hafna þeirri menningargjöf sem Gídeonmenn hafa fært 10 ára börnum í meira en 60 ár með því að afhenda Nýja testamenntið eða eigum við að finna tilboði þeirra hæfilegan farveg á forsendum skólans? Viljum við banna börnum þátttöku í helgisiðum og athöfnum er þau heimsækja sóknarkirkjuna í hverfinu sínu? Hvernig líður okkur með það að banna barni að signa sig eða segja Faðirvorið sem því hefur verið kennt? Í þessu öllu þarf að gæta hófs og það er hlutverk okkar sem samfélags. Með afgreiðslu málsins hefur borgarráð sýnt ábyrgð sem lýðkjörið yfirvald og vísað þessu umdeilda máli í ásættanlegan farveg þar sem upplýst og vönduð umræða getur átt sér stað. Markmið okkar er að umfaðma fjölbreytileika mannlífsins í einingu. Lausnin mun finnast í röklegu samtali, faglegu samráði og gagnkvæmri háttvísi.
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar