Birting á nafni Önnu sætir harðri gagnrýni 11. október 2011 04:15 Ekki lengur eftirlýstur Bandaríkir alríkislögreglumenn þegar fjölmiðlum var skýrt frá handtöku Bulgers í júní.nordicphotos/AFP Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James „Whitey“ Bulger. „Þeir geta ekki tryggt hundrað prósent að hún geti verið örugg áfram,“ var haft eftir Michael Sullivan, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í öðru dagblaði frá Boston, nefnilega Boston Herald: „Þetta var óþörf birting og óþörf áreitni,“ sagði Sullivan. Nokkuð var fjallað um málið í bandarískum fjölmiðlum í gær þar sem blaðamenn á Boston Globe voru gagnrýndir fyrir að birta nafn Önnu opinberlega. Bandaríska alríkislögreglan FBI greiddi Önnu jafnvirði 230 milljóna króna fyrir upplýsingarnar, sem leiddu til handtöku Bulgers og vinkonu hans í júní. Anna bjó um hríð í sama húsi og Bulger í Kaliforníu og bar kennsl á hann á mynd sem birt var á sjónvarpsstöðinni CNN. Sullivan segir þessa birtingu geta orðið til þess að fólk hiki við að veita lögreglunni upplýsingar um eftirlýsta glæpamenn, ef ekki sé hægt að treysta því að trúnaður haldi. Michael Kendall, fyrrverandi alríkissaksóknari, segir blaðið hugsanlega hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að birta nafn Önnu – „en það þýðir ekki að það eigi að gera það“. Bulger var glæpaforingi í Boston og er sakaður um nítján morð. Hann er nú kominn yfir áttrætt og hafði áratugum saman verið í felum í íbúð sinni í Kaliforníu ásamt vinkonu sinni, Catherine Craig, sem er sextug. Flestir fjölmiðlar vestra hafa þó tekið upp þráðinn frá Boston Globe og birt nafn Önnu, jafnvel þótt einhver hætta sé á því að félagar Bulgers leiti hana uppi. Hann var hins vegar orðinn einangraður og vinafár. Blaðamenn Boston Globe skýra frá samtölum við nágranna Bulgers, sem segja hann hafa haft hægt um sig og talað við fáa. Hann hafi hins vegar virst vera ósköp venjulegt gamalmenni og kom mörgum á óvart að hann hefði verið harðsvíraður glæpamaður. gudsteinn@frettabladid.is Bandaríkin Fréttir James Whitey Bulger Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James „Whitey“ Bulger. „Þeir geta ekki tryggt hundrað prósent að hún geti verið örugg áfram,“ var haft eftir Michael Sullivan, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í öðru dagblaði frá Boston, nefnilega Boston Herald: „Þetta var óþörf birting og óþörf áreitni,“ sagði Sullivan. Nokkuð var fjallað um málið í bandarískum fjölmiðlum í gær þar sem blaðamenn á Boston Globe voru gagnrýndir fyrir að birta nafn Önnu opinberlega. Bandaríska alríkislögreglan FBI greiddi Önnu jafnvirði 230 milljóna króna fyrir upplýsingarnar, sem leiddu til handtöku Bulgers og vinkonu hans í júní. Anna bjó um hríð í sama húsi og Bulger í Kaliforníu og bar kennsl á hann á mynd sem birt var á sjónvarpsstöðinni CNN. Sullivan segir þessa birtingu geta orðið til þess að fólk hiki við að veita lögreglunni upplýsingar um eftirlýsta glæpamenn, ef ekki sé hægt að treysta því að trúnaður haldi. Michael Kendall, fyrrverandi alríkissaksóknari, segir blaðið hugsanlega hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að birta nafn Önnu – „en það þýðir ekki að það eigi að gera það“. Bulger var glæpaforingi í Boston og er sakaður um nítján morð. Hann er nú kominn yfir áttrætt og hafði áratugum saman verið í felum í íbúð sinni í Kaliforníu ásamt vinkonu sinni, Catherine Craig, sem er sextug. Flestir fjölmiðlar vestra hafa þó tekið upp þráðinn frá Boston Globe og birt nafn Önnu, jafnvel þótt einhver hætta sé á því að félagar Bulgers leiti hana uppi. Hann var hins vegar orðinn einangraður og vinafár. Blaðamenn Boston Globe skýra frá samtölum við nágranna Bulgers, sem segja hann hafa haft hægt um sig og talað við fáa. Hann hafi hins vegar virst vera ósköp venjulegt gamalmenni og kom mörgum á óvart að hann hefði verið harðsvíraður glæpamaður. gudsteinn@frettabladid.is
Bandaríkin Fréttir James Whitey Bulger Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira