Um fjárveitingar til rannsókna á mataræði og heilsu á Íslandi 12. október 2011 06:00 Rannsóknastofa í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala rannsakar næringu og heilsu viðkvæmra hópa í íslensku samfélagi. Verkefni stofunnar eru tvenns konar. Í fyrsta lagi er um að ræða rannsóknir sem eru nauðsynlegar í öryggisskyni. Þær gera það mögulegt að meta bæði hættu á næringarefnaskorti og hættu á ofgnótt og eitrunum vegna efna í mat og áhrif þessa í líkamanum. Í öðru lagi eru vísindarannsóknir sem auka þekkingu á tengslum næringar og heilsu á alþjóðavísu og nýtast í stærra samhengi víðs vegar um heim, einnig meðal þeirra þjóða þar sem aðstæður eru allt aðrar en hér á landi og matarskortur viðvarandi. Oft fara þessar rannsóknir saman og það sparar ógrynni fjár og tryggir gæði að vísindarannsóknir, sem eru styrktar af erlendum og innlendum rannsóknarsjóðum, hafa gefið nauðsynlegar upplýsingar til íslensks samfélags um öryggi matvæla og heilsu þeirra sem viðkvæmastir eru. Til viðkvæmra hópa teljast börn, barnshafandi konur, aldraðir og sjúkir. Sambærilegar rannsóknir á samspili næringar og heilsu þessara hópa eru ekki gerðar annars staðar hér á landi en á Rannsóknastofu í næringarfræði. Ekki eru neinar fastar fjárveitingar til þessa mikilvæga málefnis og byggja þær því fjárhagslega á elju háskólakennara og nemenda við umsóknir um rannsóknastyrki sem og á framlögum sjóða og fyrirtækja. Fjáröflunin er auðvitað tímafrek og framlög hvorki örugg né nægileg. Við þetta verður ekki búið lengur. Það er geysimikilvægt fyrir íslenskan almenning að rannsóknir á því hvað fólk borðar og áhrif þess á heilsuna séu gerðar á faglegan hátt og tryggðar með eðlilegum fjárveitingum. Margs konar rannsóknir á atvinnustarfsemi og iðnaði njóta fastra fjárveitinga hér á landi. Stöðugar breytingar í umhverfinu og í matvælaiðnaði valda því að of áhættusamt og tímafrekt er að byggja eingöngu á samkeppnis- og styrktarfé þegar framkvæma þarf nauðsynlegar rannsóknir af þessu tagi. Málefnið krefst aðferðafræði næringarfræðinnar og mikillar sérfræðiþekkingar sem þróast hefur innan Rannsóknastofu í næringarfræði. Kennarar og nemendur á stofunni hafa skrifað fjölda greina og birt í alþjóðlegum vísindatímaritum, en það telst vera gæðastimpill á aðferðafræði og marktækni verkefnanna. Samfélagslegt mikilvægi þeirra felst í því að meta mataræði með tilliti til næringarefna, annarra innihaldsefna matvæla, hollefna og eitur- eða aðskotaefna. Sem dæmi má nefna að þegar greindur var járnskortur í um 40% ungra barna og tengsl við minni þroska barnanna við upphaf skólagöngu, leiddi það til endurbættra almennra ráðlegginga um næringu ungra barna. Önnur dæmi eru til dæmis tengsl offitu og fæðuvals, of lítil inntaka D-vítamíns, og rannsóknir á mengunarefnum úr mat. Allt þetta hvetur síðan til betri ráðlegginga um mataræði og eftirlits með matvælum sem miða að bættri heilsu Íslendinga. Verkefni stofunnar hafa einnig snúist um umhverfi, hegðun og fleiri þætti sem tengjast mataræði. Nauðsynlegt er einnig að nefna rannsóknir á áhrifum einstakra matvæla og tilraunir með mjólk, fisk, lýsi, mysu, grænmeti og ávexti sem gera það kleift að meta á nákvæman hátt áhrif á heilsufarsþætti. Höfundur þessarar greinar vill vekja lesendur til umhugsunar um mikilvægi þess að tryggja öryggi neytenda matvæla, sérstaklega þeirra yngstu og viðkvæmustu. Fjöldi íslenskra rannsóknar- og þjónustustofnana, utan háskóla með kennslu- og rannsóknarskyldu, er rekinn fyrir fjárframlög frá ríkinu. Við spyrjum okkur of sjaldan að því hvort þessi framlög skattborgaranna skili almenningi nauðsynlegum upplýsingum, öryggi og lífsgæðum. Hvort verkefnavalið sé gott og hvort það skili því sem við viljum fyrir féð. Skattfé fer meðal annars til stuðningsrannsókna atvinnulífs sem tengist matvælaframleiðslu, bæði frumframleiðslu og iðnaði. Þessar línur eru skrifaðar að áeggjan þeirra sem telja reglulega ríkistryggða vöktun á tengslum næringar og heilsu ungra barna og annarra viðkvæmra hópa bráðnauðsynlegar. Það vill svo til að hér á landi hafa slíkar rannsóknir þróast á Rannsóknastofu í næringarfræði í skjóli Háskóla Íslands og Landspítala sem veita kennurum laun og stofunni aðstöðu. Rannsóknirnar hafa þó þróast án fastra fjárveitinga. Löndin í kringum okkur tryggja ekki bara rannsóknir á framleiðslu matvæla með fjárframlögum, heldur ekki síður rannsóknir á neyslu þeirra og áhrifum á heilsu fólks. Hérlendis er breytinga þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Rannsóknastofa í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala rannsakar næringu og heilsu viðkvæmra hópa í íslensku samfélagi. Verkefni stofunnar eru tvenns konar. Í fyrsta lagi er um að ræða rannsóknir sem eru nauðsynlegar í öryggisskyni. Þær gera það mögulegt að meta bæði hættu á næringarefnaskorti og hættu á ofgnótt og eitrunum vegna efna í mat og áhrif þessa í líkamanum. Í öðru lagi eru vísindarannsóknir sem auka þekkingu á tengslum næringar og heilsu á alþjóðavísu og nýtast í stærra samhengi víðs vegar um heim, einnig meðal þeirra þjóða þar sem aðstæður eru allt aðrar en hér á landi og matarskortur viðvarandi. Oft fara þessar rannsóknir saman og það sparar ógrynni fjár og tryggir gæði að vísindarannsóknir, sem eru styrktar af erlendum og innlendum rannsóknarsjóðum, hafa gefið nauðsynlegar upplýsingar til íslensks samfélags um öryggi matvæla og heilsu þeirra sem viðkvæmastir eru. Til viðkvæmra hópa teljast börn, barnshafandi konur, aldraðir og sjúkir. Sambærilegar rannsóknir á samspili næringar og heilsu þessara hópa eru ekki gerðar annars staðar hér á landi en á Rannsóknastofu í næringarfræði. Ekki eru neinar fastar fjárveitingar til þessa mikilvæga málefnis og byggja þær því fjárhagslega á elju háskólakennara og nemenda við umsóknir um rannsóknastyrki sem og á framlögum sjóða og fyrirtækja. Fjáröflunin er auðvitað tímafrek og framlög hvorki örugg né nægileg. Við þetta verður ekki búið lengur. Það er geysimikilvægt fyrir íslenskan almenning að rannsóknir á því hvað fólk borðar og áhrif þess á heilsuna séu gerðar á faglegan hátt og tryggðar með eðlilegum fjárveitingum. Margs konar rannsóknir á atvinnustarfsemi og iðnaði njóta fastra fjárveitinga hér á landi. Stöðugar breytingar í umhverfinu og í matvælaiðnaði valda því að of áhættusamt og tímafrekt er að byggja eingöngu á samkeppnis- og styrktarfé þegar framkvæma þarf nauðsynlegar rannsóknir af þessu tagi. Málefnið krefst aðferðafræði næringarfræðinnar og mikillar sérfræðiþekkingar sem þróast hefur innan Rannsóknastofu í næringarfræði. Kennarar og nemendur á stofunni hafa skrifað fjölda greina og birt í alþjóðlegum vísindatímaritum, en það telst vera gæðastimpill á aðferðafræði og marktækni verkefnanna. Samfélagslegt mikilvægi þeirra felst í því að meta mataræði með tilliti til næringarefna, annarra innihaldsefna matvæla, hollefna og eitur- eða aðskotaefna. Sem dæmi má nefna að þegar greindur var járnskortur í um 40% ungra barna og tengsl við minni þroska barnanna við upphaf skólagöngu, leiddi það til endurbættra almennra ráðlegginga um næringu ungra barna. Önnur dæmi eru til dæmis tengsl offitu og fæðuvals, of lítil inntaka D-vítamíns, og rannsóknir á mengunarefnum úr mat. Allt þetta hvetur síðan til betri ráðlegginga um mataræði og eftirlits með matvælum sem miða að bættri heilsu Íslendinga. Verkefni stofunnar hafa einnig snúist um umhverfi, hegðun og fleiri þætti sem tengjast mataræði. Nauðsynlegt er einnig að nefna rannsóknir á áhrifum einstakra matvæla og tilraunir með mjólk, fisk, lýsi, mysu, grænmeti og ávexti sem gera það kleift að meta á nákvæman hátt áhrif á heilsufarsþætti. Höfundur þessarar greinar vill vekja lesendur til umhugsunar um mikilvægi þess að tryggja öryggi neytenda matvæla, sérstaklega þeirra yngstu og viðkvæmustu. Fjöldi íslenskra rannsóknar- og þjónustustofnana, utan háskóla með kennslu- og rannsóknarskyldu, er rekinn fyrir fjárframlög frá ríkinu. Við spyrjum okkur of sjaldan að því hvort þessi framlög skattborgaranna skili almenningi nauðsynlegum upplýsingum, öryggi og lífsgæðum. Hvort verkefnavalið sé gott og hvort það skili því sem við viljum fyrir féð. Skattfé fer meðal annars til stuðningsrannsókna atvinnulífs sem tengist matvælaframleiðslu, bæði frumframleiðslu og iðnaði. Þessar línur eru skrifaðar að áeggjan þeirra sem telja reglulega ríkistryggða vöktun á tengslum næringar og heilsu ungra barna og annarra viðkvæmra hópa bráðnauðsynlegar. Það vill svo til að hér á landi hafa slíkar rannsóknir þróast á Rannsóknastofu í næringarfræði í skjóli Háskóla Íslands og Landspítala sem veita kennurum laun og stofunni aðstöðu. Rannsóknirnar hafa þó þróast án fastra fjárveitinga. Löndin í kringum okkur tryggja ekki bara rannsóknir á framleiðslu matvæla með fjárframlögum, heldur ekki síður rannsóknir á neyslu þeirra og áhrifum á heilsu fólks. Hérlendis er breytinga þörf.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar