Erlent

Sprengja reyndist gjöf frá forseta

forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra var ekki á skrifstofu sinni þegar þurfti að rýma hana í gær. nordicphotos/afp
forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra var ekki á skrifstofu sinni þegar þurfti að rýma hana í gær. nordicphotos/afp
Stjórnarbyggingar í Stokkhólmi voru rýmdar um tíma í gærmorgun vegna sprengjuhættu. Tveir pakkar fundust sem talið var að gætu innihaldið sprengjur.

Á svæðinu sem var rýmt eru meðal annars skrifstofur Fredriks Reinfeldt forsætisráðherra og Beatrice Ask dómsmálaráðherra. Ask var á staðnum en Reinfeldt ekki. Stórt svæði var innsiglað á meðan á rannsókninni stóð.

Sprengjusérfræðingar voru kallaðir til og voru pakkarnir fjarlægðir með hjálp fjarstýrðs vélmennis. Þeir voru svo fluttir burt og rannsakaðir. Engin sprengjuhótun hafði borist og strax voru taldar litlar líkur á að innihald pakkanna væri hættulegt. Mikið eftirlit er hins vegar með byggingunum, ekki síst vegna sprengjunnar í Ósló í sumar.

Í ljós kom svo að ekki var um sprengjur að ræða. Fréttamiðlar í Svíþjóð greindu frá því í gær að pakkarnir væru hluti af gjöfum frá forseta Úrúgvæs, Jose Mujica, sem er í opinberri heimsókn í Svíþjóð um þessar mundir. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×