Sænski herinn telur öryggi áfátt á Íslandi 14. október 2011 06:00 Heræfing á Keflavíkurflugvelli Brotthvarf Bandaríkjahers hefur skilið öryggismál á Íslandi eftir í nokkurri óvissu, að mati sænska hersins.fréttablaðið/GVA Kreppurnar á Íslandi eru þrjár: efnahagskreppa, stjórnmálakreppa og varnarmálakreppa. Stjórnmálakreppan torveldar lausnir, bæði á efnahagskreppunni og varnarmálakreppunni. Þetta fullyrðir rannsóknarstofnun sænska hersins, FOI, í nýrri skýrslu um ástand öryggismála á Íslandi. Í skýrslunni er farið vítt yfir sviðið, stöðu efnahagsmála lýst og helstu átakalínur stjórnmálanna kannaðar. Varnarmálakreppan er sögð hafa komið í kjölfar einhliða brotthvarfs bandaríska hersins frá Íslandi árið 2006, sem sagt er hafa leitt af sér biturleika meðal þáverandi ráðamanna íslenskra öryggismála en fögnuð meðal þeirra sem telja Ísland ekki þurfa neinar hervarnir. Ferðir erlendra herskipa og rússneskra herþota vekja, að mati skýrsluhöfunda, upp spurningar um það hvort núverandi stefna Íslands í öryggismálum sé í takt við þróun öryggismála í okkar heimshluta. „Meðan NATO-ríkin efla fjölþjóðasamstarf um heræfingar í þessum heimshluta, þá sjást engin merki þess að endurskoðun verði gerð á stöðu Íslands sem hins „óvopnaða aðildarríkis NATO“,“ segir í skýrslunni. „Pólitísk sundrung, ósamkomulag og vantraust er ráðandi milli ráðamanna og almennings á Íslandi,“ skrifa höfundarnir og taka fram að íslensk stjórnmál séu frábrugðin því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum, að því leyti að minni áhersla er lögð á að ná samstöðu um þau mál, sem deilt er um. „Þetta hefur áhrif á það hvernig tekið er á kreppum og gerir mönnum erfiðara að finna víðtækar úrlausnir til lengri tíma.“ Kreppurnar hafa þannig gagnkvæm áhrif hver á aðra og á meðan verða heimspólitískar breytingar á mikilvægi norðurskautsins, sem ekki er tekist á við af þeim krafti sem þurfa þyrfti. Lokaorð skýrslu sænska hersins um Ísland eru eftirfarandi: „Ef Íslandi tekst að komast upp úr kreppunum og þróast smám saman yfir í eitthvað nýtt með stöðugleika til lengri tíma – til þess eru góðar grunnforsendur – þá væri mikið unnið bæði fyrir Íslendinga sjálfa og fyrir umheiminn. Ef ekki, þá eiga menn á hættu að enda eins og Guðbjartur Jónsson, aðalpersónan í skáldsögu Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki: „Annarra manna brauð er það versta eitur sem frjáls og sjálfstæður maður getur étið.“ Þrjóskuleg barátta Guðbjarts fyrir algjöru sjálfstæði og frelsi endaði í fátækt og harmleik.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Kreppurnar á Íslandi eru þrjár: efnahagskreppa, stjórnmálakreppa og varnarmálakreppa. Stjórnmálakreppan torveldar lausnir, bæði á efnahagskreppunni og varnarmálakreppunni. Þetta fullyrðir rannsóknarstofnun sænska hersins, FOI, í nýrri skýrslu um ástand öryggismála á Íslandi. Í skýrslunni er farið vítt yfir sviðið, stöðu efnahagsmála lýst og helstu átakalínur stjórnmálanna kannaðar. Varnarmálakreppan er sögð hafa komið í kjölfar einhliða brotthvarfs bandaríska hersins frá Íslandi árið 2006, sem sagt er hafa leitt af sér biturleika meðal þáverandi ráðamanna íslenskra öryggismála en fögnuð meðal þeirra sem telja Ísland ekki þurfa neinar hervarnir. Ferðir erlendra herskipa og rússneskra herþota vekja, að mati skýrsluhöfunda, upp spurningar um það hvort núverandi stefna Íslands í öryggismálum sé í takt við þróun öryggismála í okkar heimshluta. „Meðan NATO-ríkin efla fjölþjóðasamstarf um heræfingar í þessum heimshluta, þá sjást engin merki þess að endurskoðun verði gerð á stöðu Íslands sem hins „óvopnaða aðildarríkis NATO“,“ segir í skýrslunni. „Pólitísk sundrung, ósamkomulag og vantraust er ráðandi milli ráðamanna og almennings á Íslandi,“ skrifa höfundarnir og taka fram að íslensk stjórnmál séu frábrugðin því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum, að því leyti að minni áhersla er lögð á að ná samstöðu um þau mál, sem deilt er um. „Þetta hefur áhrif á það hvernig tekið er á kreppum og gerir mönnum erfiðara að finna víðtækar úrlausnir til lengri tíma.“ Kreppurnar hafa þannig gagnkvæm áhrif hver á aðra og á meðan verða heimspólitískar breytingar á mikilvægi norðurskautsins, sem ekki er tekist á við af þeim krafti sem þurfa þyrfti. Lokaorð skýrslu sænska hersins um Ísland eru eftirfarandi: „Ef Íslandi tekst að komast upp úr kreppunum og þróast smám saman yfir í eitthvað nýtt með stöðugleika til lengri tíma – til þess eru góðar grunnforsendur – þá væri mikið unnið bæði fyrir Íslendinga sjálfa og fyrir umheiminn. Ef ekki, þá eiga menn á hættu að enda eins og Guðbjartur Jónsson, aðalpersónan í skáldsögu Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki: „Annarra manna brauð er það versta eitur sem frjáls og sjálfstæður maður getur étið.“ Þrjóskuleg barátta Guðbjarts fyrir algjöru sjálfstæði og frelsi endaði í fátækt og harmleik.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira