Sænski herinn telur öryggi áfátt á Íslandi 14. október 2011 06:00 Heræfing á Keflavíkurflugvelli Brotthvarf Bandaríkjahers hefur skilið öryggismál á Íslandi eftir í nokkurri óvissu, að mati sænska hersins.fréttablaðið/GVA Kreppurnar á Íslandi eru þrjár: efnahagskreppa, stjórnmálakreppa og varnarmálakreppa. Stjórnmálakreppan torveldar lausnir, bæði á efnahagskreppunni og varnarmálakreppunni. Þetta fullyrðir rannsóknarstofnun sænska hersins, FOI, í nýrri skýrslu um ástand öryggismála á Íslandi. Í skýrslunni er farið vítt yfir sviðið, stöðu efnahagsmála lýst og helstu átakalínur stjórnmálanna kannaðar. Varnarmálakreppan er sögð hafa komið í kjölfar einhliða brotthvarfs bandaríska hersins frá Íslandi árið 2006, sem sagt er hafa leitt af sér biturleika meðal þáverandi ráðamanna íslenskra öryggismála en fögnuð meðal þeirra sem telja Ísland ekki þurfa neinar hervarnir. Ferðir erlendra herskipa og rússneskra herþota vekja, að mati skýrsluhöfunda, upp spurningar um það hvort núverandi stefna Íslands í öryggismálum sé í takt við þróun öryggismála í okkar heimshluta. „Meðan NATO-ríkin efla fjölþjóðasamstarf um heræfingar í þessum heimshluta, þá sjást engin merki þess að endurskoðun verði gerð á stöðu Íslands sem hins „óvopnaða aðildarríkis NATO“,“ segir í skýrslunni. „Pólitísk sundrung, ósamkomulag og vantraust er ráðandi milli ráðamanna og almennings á Íslandi,“ skrifa höfundarnir og taka fram að íslensk stjórnmál séu frábrugðin því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum, að því leyti að minni áhersla er lögð á að ná samstöðu um þau mál, sem deilt er um. „Þetta hefur áhrif á það hvernig tekið er á kreppum og gerir mönnum erfiðara að finna víðtækar úrlausnir til lengri tíma.“ Kreppurnar hafa þannig gagnkvæm áhrif hver á aðra og á meðan verða heimspólitískar breytingar á mikilvægi norðurskautsins, sem ekki er tekist á við af þeim krafti sem þurfa þyrfti. Lokaorð skýrslu sænska hersins um Ísland eru eftirfarandi: „Ef Íslandi tekst að komast upp úr kreppunum og þróast smám saman yfir í eitthvað nýtt með stöðugleika til lengri tíma – til þess eru góðar grunnforsendur – þá væri mikið unnið bæði fyrir Íslendinga sjálfa og fyrir umheiminn. Ef ekki, þá eiga menn á hættu að enda eins og Guðbjartur Jónsson, aðalpersónan í skáldsögu Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki: „Annarra manna brauð er það versta eitur sem frjáls og sjálfstæður maður getur étið.“ Þrjóskuleg barátta Guðbjarts fyrir algjöru sjálfstæði og frelsi endaði í fátækt og harmleik.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Kreppurnar á Íslandi eru þrjár: efnahagskreppa, stjórnmálakreppa og varnarmálakreppa. Stjórnmálakreppan torveldar lausnir, bæði á efnahagskreppunni og varnarmálakreppunni. Þetta fullyrðir rannsóknarstofnun sænska hersins, FOI, í nýrri skýrslu um ástand öryggismála á Íslandi. Í skýrslunni er farið vítt yfir sviðið, stöðu efnahagsmála lýst og helstu átakalínur stjórnmálanna kannaðar. Varnarmálakreppan er sögð hafa komið í kjölfar einhliða brotthvarfs bandaríska hersins frá Íslandi árið 2006, sem sagt er hafa leitt af sér biturleika meðal þáverandi ráðamanna íslenskra öryggismála en fögnuð meðal þeirra sem telja Ísland ekki þurfa neinar hervarnir. Ferðir erlendra herskipa og rússneskra herþota vekja, að mati skýrsluhöfunda, upp spurningar um það hvort núverandi stefna Íslands í öryggismálum sé í takt við þróun öryggismála í okkar heimshluta. „Meðan NATO-ríkin efla fjölþjóðasamstarf um heræfingar í þessum heimshluta, þá sjást engin merki þess að endurskoðun verði gerð á stöðu Íslands sem hins „óvopnaða aðildarríkis NATO“,“ segir í skýrslunni. „Pólitísk sundrung, ósamkomulag og vantraust er ráðandi milli ráðamanna og almennings á Íslandi,“ skrifa höfundarnir og taka fram að íslensk stjórnmál séu frábrugðin því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum, að því leyti að minni áhersla er lögð á að ná samstöðu um þau mál, sem deilt er um. „Þetta hefur áhrif á það hvernig tekið er á kreppum og gerir mönnum erfiðara að finna víðtækar úrlausnir til lengri tíma.“ Kreppurnar hafa þannig gagnkvæm áhrif hver á aðra og á meðan verða heimspólitískar breytingar á mikilvægi norðurskautsins, sem ekki er tekist á við af þeim krafti sem þurfa þyrfti. Lokaorð skýrslu sænska hersins um Ísland eru eftirfarandi: „Ef Íslandi tekst að komast upp úr kreppunum og þróast smám saman yfir í eitthvað nýtt með stöðugleika til lengri tíma – til þess eru góðar grunnforsendur – þá væri mikið unnið bæði fyrir Íslendinga sjálfa og fyrir umheiminn. Ef ekki, þá eiga menn á hættu að enda eins og Guðbjartur Jónsson, aðalpersónan í skáldsögu Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki: „Annarra manna brauð er það versta eitur sem frjáls og sjálfstæður maður getur étið.“ Þrjóskuleg barátta Guðbjarts fyrir algjöru sjálfstæði og frelsi endaði í fátækt og harmleik.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira