Innlent

Mesta virknin líklega að baki

OR er gert skylt samkvæmt starfsleyfi að skila afgangsvökva aftur ofan í jörðina og auka þannig sjálfbærni auðlindarinnar.
OR er gert skylt samkvæmt starfsleyfi að skila afgangsvökva aftur ofan í jörðina og auka þannig sjálfbærni auðlindarinnar. fréttablaðið/gva
Orkustofnun, með liðsinni Veðurstofu Íslands, ÍSOR og Orkuveitu Reykjavíkur, er að leggja lokahönd á minnisblað vegna smáskjálftavirkni á Hengilsvæðinu. Skjálftarnir tengjast niðurdælingu á jarðhitavökva frá Hellisheiðarvirkjun. Úttektin er gerð að frumkvæði iðnaðarráðuneytisins en skjálftavirknin hefur valdið íbúum nærliggjandi byggða nokkrum áhyggjum.

Markmið úttektarinnar er að varpa ljósi á eðli skjálftahviðanna og leitast við að spá fyrir um hversu lengi þær geti varað. Leita á einnig svara við því hvort smáskjálftarnir dragi úr spennu í jarðlögum og komi þannig í veg fyrir stærri skjálfta. Þá á að afla upplýsinga um samsvarandi virkni erlendis.

Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun og OR má reikna með því að mesta virknin vegna niðurdælingarinnar á svæðinu sé að baki, reikna má með mestri virkni í upphafi. Búist var við jarðskjálftum þegar jarðhitavökvanum yrði dælt niður í jörðina að nýju.

- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×