Vopnuð rán fáheyrð hér á landi Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 22. október 2011 21:00 Lífsýni úr ræningjanum í Happdrætti Háskóla Íslands fundust, en á meðan engar upplýsingar eru til um ræningjann gagnast þau lítið. Skipulögð vopnuð rán eru ekki algeng á Íslandi. Raunar er talað um að fyrsta vopnaða ránið hafi verið framið hér á landi árið 1984. Þórunn Elísabet Bogadóttir rifjaði upp nokkur eftirminnileg rán sem framin hafa verið undanfarna áratugi.Ránið í Búnaðarbanka enn óupplýst Hvenær? 18. desember 1995 Hversu margir? Þrír ræningjar Hvaða vopn? Haglabyssa og hnífar Um hálfellefu að morgni 18. desember 1995 réðust þrír menn inn í útibú Búnaðarbankans við Vesturgötu 54 og hrópuðu „vopnað rán" á viðstadda. Þeir voru allir klæddir í bláa vinnugalla og voru með lambhúshettur til að hylja andlit sín. Einn þeirra var vopnaður haglabyssu sem hann ógnaði fólki með á meðan hinir tveir stukku inn fyrir afgreiðsluborð, brutu upp kassa hjá fjórum gjaldkerum og hirtu hátt á aðra milljón króna. Þeir höfðu komið á stolnum bíl með stolnum númeraplötum á, en þann bíl skildu þeir eftir í gangi fyrir utan bankann og hlupu í burtu frá ránsstaðnum. Þeir voru sagðir hafa hlaupið niður að höfn, en þar hvarf slóð þeirra. Síðar fannst annar stolinn bíll með stolnum númeraplötum og var talið að mennirnir hefðu flúið lengra frá ránsstaðnum í honum. Þetta var talið merki um að ránið hefði verið vel skipulagt, og stóð í Tímanum daginn eftir ránið að það hefði verið bíræfið og borið harðari og skipulagðari blæ yfir sér en fyrri tilraunir til bankaráns hér á landi. Ránið í Búnaðarbankanum við Vesturgötu hefur aldrei verið upplýst. Ári eftir ránið lágu menn, sem höfðu orðið uppvísir að miklum tryggingasvikum, undir grun um að hafa einnig framið ránið, en þeir voru sýknaðir af ákærum um það.Myrtu mann fyrir innan við 200 þúsundHvenær? 25. apríl 1990 Hversu margir? Tveir ræningjar/morðingjar Hvaða vopn? Melspíra Þegar ránmorð var framið á bensínstöð við Stóragerði hinn 25. apríl 1990 voru landsmenn slegnir óhug. Manni hafði verið misþyrmt hryllilega og peningum stolið, innan við tvö hundruð þúsundum. Ekki bætti úr skák að morðinginn eða morðingjarnir fundust ekki strax og engar vísbendingar voru um hverjir hefðu verið að verki. Snemma morguns hafði hinn myrti mætt til vinnu á undan öðrum og tekið öryggiskerfi úr sambandi, eins og hann gerði yfirleitt. Þetta vissu ræningjarnir, sem höfðu mætt á undan honum að bensínstöðinni. Þeir gáfu sig fram við hann og sögðu að bíll þeirra hefði bilað í nágrenninu. Starfsmaðurinn bauð þeim því inn. Það sem svo gerðist er ekki á hreinu, en ljóst er að ráðist var á hinn myrta með grimmilegum hætti. Morðingjarnir notuðu melspíru við verknaðinn, en slíkt tæki var notað til að splæsa saman víra á fiskiskipum. Við yfirheyrslur bar þeim ekki saman um hvað átti sér stað inni á bensínstöðinni, og þeir sökuðu hvor annan um alvarlegustu árásirnar. Eftir að mennirnir tveir höfðu drepið starfsmanninn stálu þeir bíl hans og komust þannig undan. Bíllinn fannst svo við Vesturgötu samdægurs. Það tók hins vegar lengri tíma að finna morðingjana. Fljótlega beindist rannsóknin að fólki sem hafði unnið á bensínstöðinni og þekkti til staðhátta. Einnig beindist rannsóknin að eiturlyfjaneytendum. Þá féll undir grun maður sem hafði unnið á bensínstöðvum og hafði þekkt hinn látna, sem hafði raunar reynst honum mjög vel. Maðurinn var nú sjómaður og hafði neytt æ meira áfengis og fíkniefna. Í ljós kom að hann bjó ásamt konu sinni og öðru pari í miðbænum. Hinn maðurinn átti yfir höfði sér dóm fyrir innflutning á LSD. Öll fjögur voru handtekin og eftir nokkurra daga neitanir viðurkenndu mennirnir verknaðinn. Þeir höfðu sagt konum sínum frá málinu og öll höfðu þau notað ránsfenginn dagana eftir morðið. Konurnar voru dæmdar fyrir að hylma yfir og þiggja gjafir sem voru keyptar fyrir ránsfenginn, og mennirnir hlutu sextán og sautján ára fangelsi.Náðust á leið úr landinu Hvenær? 17. febrúar 1984 Hversu margir? Einn Hvaða vopn? Haglabyssa Þegar tveir starfsmenn ÁTVR voru rændir í febrúar 1984 vakti það gríðarlega athygli og talað var um fyrsta vopnaða ránið. Slíkt rán mun þá ekki hafa verið framið frá því á nítjándu öld. Starfsmennirnir voru að fara með afrakstur föstudagsins í næturhólf í Landsbankanum á Laugavegi 77 og höfðu lagt bíl sínum og voru á leið út þegar ræninginn birtist og skaut á bílinn svo að dekk sprakk. Öðru skoti var þá skotið úr haglabyssunni og uppgjörinu, 1,8 milljónum króna, var sleppt. Ræninginn náði peningunum og flúði á brott á stolnum leigubíl. Fyrr um kvöldið hafði hann látið leigubílstjóra fara með sig í Nauthólsvík þar sem hann ógnaði bílstjóranum með byssunni og neyddi hann út úr bílnum. Byssunni hafði hann stolið úr versluninni Vesturröst nóttina fyrir ránið. Ræninginn var þó ekki alveg einn, því hann hafði fengið kunningja sinn til að bíða sín í Brautarholti eftir ránið og koma sér í burtu. Skömmu eftir ránið greindi ræninginn svo föður sínum frá málinu og síðar öðrum fjölskyldumeðlimum. Hann hafði ætlað að létta undir með foreldrum sínum og bauð þeim meginhluta ránsfengsins. Fjölskyldan vildi ekki segja til hans og faðirinn ætlaði að koma syni sínum til Bandaríkjanna. Lögreglan hafði þá fylgst með manninum í nokkurn tíma sökum ábendinga um að hann hefði ári fyrr spurt fyrrverandi starfsmann ÁTVR mjög ítarlega um peningaflutninga. Lögreglan handtók feðgana í Leifsstöð 24. febrúar og svo aðstoðarmanninn. Allir þrír fengu dóma fyrir aðild sína og vitneskju um ránið.Fyrrverandi upplýsti Hvenær? 27. febrúar 1995 Hversu margir? Þrír ræningjar Hvaða vopn? Slökkvitæki Skeljungsránið svokallaða var framið á mánudagsmorgni hinn 27. febrúar 1995. Tvær ungar konur voru á leið með helgaruppgjör af bensínstöðvum Skeljungs í Íslandsbanka í Lækjargötu. Um leið og þær stigu út úr merktum bíl komu tveir grímuklæddir menn út úr hvítum Saab-bíl, réðust að þeim og börðu aðra þeirra í höfuðið með litlu slökkvitæki. Því næst tóku þeir uppgjörstösku sem í voru rúmar fimm milljónir króna í peningum og ávísunum, og settust aftur upp í bílinn sem þriðji grímuklæddi maðurinn ók. Bíllinn, sem var stolinn og með stolnum númeraplötum, fannst nokkru síðar í innkeyrslu við Ásvallagötu. Þar lá einnig tóm peningataska. Síðar um daginn fundust fleiri uppgjörspokar ásamt fatnaði í fjöru í Hvalfirði. Reynt hafði verið að kveikja í þessu. Ljóst var frá upphafi að ránið hafði verið þaulskipulagt. Lögreglu gekk lengi illa að komast til botns í málinu. Maður var handtekinn nokkrum dögum eftir ránið en reyndist ekki hafa komið nálægt því. Það var ekki fyrr en í ágúst 2002 sem rannsóknin tók kipp. Þá hafði fyrrum kona eins ræningjans samband við lögreglu og sagði frá því að maðurinn hefði játað aðild að málinu fyrir henni. Eftir að hún hafði séð þátt um Skeljungsránið í þáttaröðinni Sönn íslensk sakamál sagðist hún ekki hafa getað haft vitneskjuna á samviskunni lengur. Maðurinn var yfirheyrður og játaði sinn hlut í málinu árið 2003. Hann fór yfir atburðarásina og gaf úr sér lífsýni sem kom í ljós að passaði við sýni sem fundust á mununum í fjörunni í Hvalfirði. Seinna dró hann játninguna til baka, en hvorki héraðsdómur né Hæstiréttur tók það trúanlegt. Annar grunaður maður var yfirheyrður en ekki tókst að sanna neitt á hann. Þriðji maðurinn sem grunaður var hafði látist áður en til yfirheyrslna hjá lögreglu kom. Aðeins lítill hluti ránsfengsins hefur verið endurheimtur.Happdrættisræninginn sem aldrei fannstHvenær? 30. janúar 2006 Hversu margir? Einn Hvaða vopn? Skotvopn Ungur maður réðst með látum inn í höfuðstöðvar Happdrættis Háskóla Íslands í janúarlok 2006. Hann virtist vita nákvæmlega hvað hann var að gera, ógnaði starfsfólki með skotvopni, gekk að peningaskúffunni og braut hana upp. Hann náði 95 þúsund krónum úr skúffunni og komst undan á hlaupum. Starfsmaður elti hann úr Tjarnargötunni, inn Suðurgötu og upp Túngötu. Maðurinn hljóp síðan niður Grjótagötu, þar sem blár kuldagalli sem hann hafði klæðst fannst. Seinna sama dag var maður um tvítugt handtekinn vegna málsins, en honum var sleppt eftir yfirheyrslu. Lífsýni náðust úr manninum sem framdi ránið, en þau gögnuðust lögreglu lítið þar sem ekki voru til upplýsingar um ræningjann. Fréttablaðið veit ekki til þess að eini maðurinn sem rænt hefur Happdrætti Háskóla Íslands hafi nokkurn tímann fundist.Dæmdur eftir DNA í nælonsokkiHvenær? 9. janúar 2004 Hversu margir? Tveir Hvaða vopn? Rörbútar Tveir menn ruddust með miklum látum og ógnandi hegðun inn í útibú SPRON við Hátún rétt fyrir hádegi föstudaginn 9. janúar 2004. Mennirnir voru með nælonsokka á höfði til að þekkjast ekki og voru einnig með hanska. Þeir voru með rörbúta sem þeir börðu í innanstokksmuni og hótuðu viðskiptavinum og gjaldkerum með. Gjaldkerum var hótað lífláti létu þeir ekki peninga af hendi. Mennirnir fengu 610 þúsund krónur upp úr krafsinu áður en annar hjólaði burt og hinn hljóp. Þeir voru á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang þrátt fyrir að það hafi verið aðeins nokkrum mínútum eftir að ráðist var inn. Átta manns höfðu verið handteknir eftir helgina vegna málsins og höfðu aldrei fleiri verið handteknir vegna bankaráns hér á landi. Tveir menn voru handteknir skömmu eftir ránið og úrskurðaðir í gæsluvarðhald en sex voru handteknir í gleðskap á sunnudagsmorgun. Gleðskapsfólkinu var þó sleppt eftir yfirheyrslur. Hinum mönnunum tveimur var svo sleppt nokkrum dögum síðar. Í nokkurn tíma var enginn grunaður um ránið. Hins vegar höfðu munir úr ráninu fundist, meðal annars nælonsokkur, húfa og hanskar. Lífsýni fundust í mununum og reyndust passa við 42 ára gamlan mann. Maðurinn var handtekinn ásamt félaga sínum en þeim var svo sleppt þar sem ekki þótti nauðsynlegt að óska gæsluvarðhalds. Aðeins var hægt að sanna aðild þess 42 ára að málinu, og hann sagði aldrei til félaga síns. Maðurinn var því einn dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir ránið, en hann þagði bæði um ránsfenginn og ránsfélagann. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Sjá meira
Skipulögð vopnuð rán eru ekki algeng á Íslandi. Raunar er talað um að fyrsta vopnaða ránið hafi verið framið hér á landi árið 1984. Þórunn Elísabet Bogadóttir rifjaði upp nokkur eftirminnileg rán sem framin hafa verið undanfarna áratugi.Ránið í Búnaðarbanka enn óupplýst Hvenær? 18. desember 1995 Hversu margir? Þrír ræningjar Hvaða vopn? Haglabyssa og hnífar Um hálfellefu að morgni 18. desember 1995 réðust þrír menn inn í útibú Búnaðarbankans við Vesturgötu 54 og hrópuðu „vopnað rán" á viðstadda. Þeir voru allir klæddir í bláa vinnugalla og voru með lambhúshettur til að hylja andlit sín. Einn þeirra var vopnaður haglabyssu sem hann ógnaði fólki með á meðan hinir tveir stukku inn fyrir afgreiðsluborð, brutu upp kassa hjá fjórum gjaldkerum og hirtu hátt á aðra milljón króna. Þeir höfðu komið á stolnum bíl með stolnum númeraplötum á, en þann bíl skildu þeir eftir í gangi fyrir utan bankann og hlupu í burtu frá ránsstaðnum. Þeir voru sagðir hafa hlaupið niður að höfn, en þar hvarf slóð þeirra. Síðar fannst annar stolinn bíll með stolnum númeraplötum og var talið að mennirnir hefðu flúið lengra frá ránsstaðnum í honum. Þetta var talið merki um að ránið hefði verið vel skipulagt, og stóð í Tímanum daginn eftir ránið að það hefði verið bíræfið og borið harðari og skipulagðari blæ yfir sér en fyrri tilraunir til bankaráns hér á landi. Ránið í Búnaðarbankanum við Vesturgötu hefur aldrei verið upplýst. Ári eftir ránið lágu menn, sem höfðu orðið uppvísir að miklum tryggingasvikum, undir grun um að hafa einnig framið ránið, en þeir voru sýknaðir af ákærum um það.Myrtu mann fyrir innan við 200 þúsundHvenær? 25. apríl 1990 Hversu margir? Tveir ræningjar/morðingjar Hvaða vopn? Melspíra Þegar ránmorð var framið á bensínstöð við Stóragerði hinn 25. apríl 1990 voru landsmenn slegnir óhug. Manni hafði verið misþyrmt hryllilega og peningum stolið, innan við tvö hundruð þúsundum. Ekki bætti úr skák að morðinginn eða morðingjarnir fundust ekki strax og engar vísbendingar voru um hverjir hefðu verið að verki. Snemma morguns hafði hinn myrti mætt til vinnu á undan öðrum og tekið öryggiskerfi úr sambandi, eins og hann gerði yfirleitt. Þetta vissu ræningjarnir, sem höfðu mætt á undan honum að bensínstöðinni. Þeir gáfu sig fram við hann og sögðu að bíll þeirra hefði bilað í nágrenninu. Starfsmaðurinn bauð þeim því inn. Það sem svo gerðist er ekki á hreinu, en ljóst er að ráðist var á hinn myrta með grimmilegum hætti. Morðingjarnir notuðu melspíru við verknaðinn, en slíkt tæki var notað til að splæsa saman víra á fiskiskipum. Við yfirheyrslur bar þeim ekki saman um hvað átti sér stað inni á bensínstöðinni, og þeir sökuðu hvor annan um alvarlegustu árásirnar. Eftir að mennirnir tveir höfðu drepið starfsmanninn stálu þeir bíl hans og komust þannig undan. Bíllinn fannst svo við Vesturgötu samdægurs. Það tók hins vegar lengri tíma að finna morðingjana. Fljótlega beindist rannsóknin að fólki sem hafði unnið á bensínstöðinni og þekkti til staðhátta. Einnig beindist rannsóknin að eiturlyfjaneytendum. Þá féll undir grun maður sem hafði unnið á bensínstöðvum og hafði þekkt hinn látna, sem hafði raunar reynst honum mjög vel. Maðurinn var nú sjómaður og hafði neytt æ meira áfengis og fíkniefna. Í ljós kom að hann bjó ásamt konu sinni og öðru pari í miðbænum. Hinn maðurinn átti yfir höfði sér dóm fyrir innflutning á LSD. Öll fjögur voru handtekin og eftir nokkurra daga neitanir viðurkenndu mennirnir verknaðinn. Þeir höfðu sagt konum sínum frá málinu og öll höfðu þau notað ránsfenginn dagana eftir morðið. Konurnar voru dæmdar fyrir að hylma yfir og þiggja gjafir sem voru keyptar fyrir ránsfenginn, og mennirnir hlutu sextán og sautján ára fangelsi.Náðust á leið úr landinu Hvenær? 17. febrúar 1984 Hversu margir? Einn Hvaða vopn? Haglabyssa Þegar tveir starfsmenn ÁTVR voru rændir í febrúar 1984 vakti það gríðarlega athygli og talað var um fyrsta vopnaða ránið. Slíkt rán mun þá ekki hafa verið framið frá því á nítjándu öld. Starfsmennirnir voru að fara með afrakstur föstudagsins í næturhólf í Landsbankanum á Laugavegi 77 og höfðu lagt bíl sínum og voru á leið út þegar ræninginn birtist og skaut á bílinn svo að dekk sprakk. Öðru skoti var þá skotið úr haglabyssunni og uppgjörinu, 1,8 milljónum króna, var sleppt. Ræninginn náði peningunum og flúði á brott á stolnum leigubíl. Fyrr um kvöldið hafði hann látið leigubílstjóra fara með sig í Nauthólsvík þar sem hann ógnaði bílstjóranum með byssunni og neyddi hann út úr bílnum. Byssunni hafði hann stolið úr versluninni Vesturröst nóttina fyrir ránið. Ræninginn var þó ekki alveg einn, því hann hafði fengið kunningja sinn til að bíða sín í Brautarholti eftir ránið og koma sér í burtu. Skömmu eftir ránið greindi ræninginn svo föður sínum frá málinu og síðar öðrum fjölskyldumeðlimum. Hann hafði ætlað að létta undir með foreldrum sínum og bauð þeim meginhluta ránsfengsins. Fjölskyldan vildi ekki segja til hans og faðirinn ætlaði að koma syni sínum til Bandaríkjanna. Lögreglan hafði þá fylgst með manninum í nokkurn tíma sökum ábendinga um að hann hefði ári fyrr spurt fyrrverandi starfsmann ÁTVR mjög ítarlega um peningaflutninga. Lögreglan handtók feðgana í Leifsstöð 24. febrúar og svo aðstoðarmanninn. Allir þrír fengu dóma fyrir aðild sína og vitneskju um ránið.Fyrrverandi upplýsti Hvenær? 27. febrúar 1995 Hversu margir? Þrír ræningjar Hvaða vopn? Slökkvitæki Skeljungsránið svokallaða var framið á mánudagsmorgni hinn 27. febrúar 1995. Tvær ungar konur voru á leið með helgaruppgjör af bensínstöðvum Skeljungs í Íslandsbanka í Lækjargötu. Um leið og þær stigu út úr merktum bíl komu tveir grímuklæddir menn út úr hvítum Saab-bíl, réðust að þeim og börðu aðra þeirra í höfuðið með litlu slökkvitæki. Því næst tóku þeir uppgjörstösku sem í voru rúmar fimm milljónir króna í peningum og ávísunum, og settust aftur upp í bílinn sem þriðji grímuklæddi maðurinn ók. Bíllinn, sem var stolinn og með stolnum númeraplötum, fannst nokkru síðar í innkeyrslu við Ásvallagötu. Þar lá einnig tóm peningataska. Síðar um daginn fundust fleiri uppgjörspokar ásamt fatnaði í fjöru í Hvalfirði. Reynt hafði verið að kveikja í þessu. Ljóst var frá upphafi að ránið hafði verið þaulskipulagt. Lögreglu gekk lengi illa að komast til botns í málinu. Maður var handtekinn nokkrum dögum eftir ránið en reyndist ekki hafa komið nálægt því. Það var ekki fyrr en í ágúst 2002 sem rannsóknin tók kipp. Þá hafði fyrrum kona eins ræningjans samband við lögreglu og sagði frá því að maðurinn hefði játað aðild að málinu fyrir henni. Eftir að hún hafði séð þátt um Skeljungsránið í þáttaröðinni Sönn íslensk sakamál sagðist hún ekki hafa getað haft vitneskjuna á samviskunni lengur. Maðurinn var yfirheyrður og játaði sinn hlut í málinu árið 2003. Hann fór yfir atburðarásina og gaf úr sér lífsýni sem kom í ljós að passaði við sýni sem fundust á mununum í fjörunni í Hvalfirði. Seinna dró hann játninguna til baka, en hvorki héraðsdómur né Hæstiréttur tók það trúanlegt. Annar grunaður maður var yfirheyrður en ekki tókst að sanna neitt á hann. Þriðji maðurinn sem grunaður var hafði látist áður en til yfirheyrslna hjá lögreglu kom. Aðeins lítill hluti ránsfengsins hefur verið endurheimtur.Happdrættisræninginn sem aldrei fannstHvenær? 30. janúar 2006 Hversu margir? Einn Hvaða vopn? Skotvopn Ungur maður réðst með látum inn í höfuðstöðvar Happdrættis Háskóla Íslands í janúarlok 2006. Hann virtist vita nákvæmlega hvað hann var að gera, ógnaði starfsfólki með skotvopni, gekk að peningaskúffunni og braut hana upp. Hann náði 95 þúsund krónum úr skúffunni og komst undan á hlaupum. Starfsmaður elti hann úr Tjarnargötunni, inn Suðurgötu og upp Túngötu. Maðurinn hljóp síðan niður Grjótagötu, þar sem blár kuldagalli sem hann hafði klæðst fannst. Seinna sama dag var maður um tvítugt handtekinn vegna málsins, en honum var sleppt eftir yfirheyrslu. Lífsýni náðust úr manninum sem framdi ránið, en þau gögnuðust lögreglu lítið þar sem ekki voru til upplýsingar um ræningjann. Fréttablaðið veit ekki til þess að eini maðurinn sem rænt hefur Happdrætti Háskóla Íslands hafi nokkurn tímann fundist.Dæmdur eftir DNA í nælonsokkiHvenær? 9. janúar 2004 Hversu margir? Tveir Hvaða vopn? Rörbútar Tveir menn ruddust með miklum látum og ógnandi hegðun inn í útibú SPRON við Hátún rétt fyrir hádegi föstudaginn 9. janúar 2004. Mennirnir voru með nælonsokka á höfði til að þekkjast ekki og voru einnig með hanska. Þeir voru með rörbúta sem þeir börðu í innanstokksmuni og hótuðu viðskiptavinum og gjaldkerum með. Gjaldkerum var hótað lífláti létu þeir ekki peninga af hendi. Mennirnir fengu 610 þúsund krónur upp úr krafsinu áður en annar hjólaði burt og hinn hljóp. Þeir voru á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang þrátt fyrir að það hafi verið aðeins nokkrum mínútum eftir að ráðist var inn. Átta manns höfðu verið handteknir eftir helgina vegna málsins og höfðu aldrei fleiri verið handteknir vegna bankaráns hér á landi. Tveir menn voru handteknir skömmu eftir ránið og úrskurðaðir í gæsluvarðhald en sex voru handteknir í gleðskap á sunnudagsmorgun. Gleðskapsfólkinu var þó sleppt eftir yfirheyrslur. Hinum mönnunum tveimur var svo sleppt nokkrum dögum síðar. Í nokkurn tíma var enginn grunaður um ránið. Hins vegar höfðu munir úr ráninu fundist, meðal annars nælonsokkur, húfa og hanskar. Lífsýni fundust í mununum og reyndust passa við 42 ára gamlan mann. Maðurinn var handtekinn ásamt félaga sínum en þeim var svo sleppt þar sem ekki þótti nauðsynlegt að óska gæsluvarðhalds. Aðeins var hægt að sanna aðild þess 42 ára að málinu, og hann sagði aldrei til félaga síns. Maðurinn var því einn dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir ránið, en hann þagði bæði um ránsfenginn og ránsfélagann.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Sjá meira