Eygló og óvinurinn Ingimundur Gíslason skrifar 27. október 2011 06:00 Fimmtudaginn 20. október sl. birtist grein eftir Eygló Harðardóttur alþingismann undir heitinu „Plan B á verðtrygginguna“. Greinin ber ríkan keim af þeirri óljósu og þokukenndu notkun á orðum og hugtökum sem tröllríður allri umræðu á Íslandi. Eygló er tíðrætt um skuldara og fjármagnseigendur og rekur svo endahnútinn með áskorun að við (væntanlega við Íslendingar) hættum að koðna frammi fyrir óvininum. Hver er svo óvinurinn? Við lestur greinarinnar er erfitt að finna svar við þeirri spurningu. Er það húsbóndinn í neðra? Er verðtryggingin sem slík óvinurinn eða svo kallaðir fjármagnseigendur? Á meðal hugsanlegra fjármagnseigenda er gamla fólkið í landi okkar, gamla fólkið sem á innstæður í lífeyrissjóðum sem allir vilja hrifsa til sín. Innstæður sem það hefur safnað saman á langri ævi og tekist bærilega, þökk sé meðal annars verðtryggingunni. Án hennar hefði það aldrei tekist. Verðtryggingu var komið á vegna þess að Íslendingar búa við gjaldmiðil sem enginn treystir og enginn í framtíð mun taka mark á og allra síst nú eftir hrun. En við skulum endilega kalla þetta fólk fjármagnseigendur. Það hljómar svo vel þegar við mundum vígapennann. Án verðtryggingar mun enginn fá lán í íslenskum krónum nema með mjög háum vöxtum. Eða þá með skömmtun eins og tíðkaðist fyrr á árum. Þá var lán í banka gjöf í óðaverðbólgunni enda langar biðraðir á hverjum morgni til geta betlað nokkrar krónur. Viljum við svona ástand aftur? Viljum við láta klíkuskap eða flokksskírteini ráða því hverjir fái ókeypis lán? En svarið við fyrstu spurningunni hér fyrir ofan er þetta: Óvinurinn er handónýt íslensk króna. Er nú ekki kominn tími til að við hættum að stilla þegnum Íslands upp í meira og minna ímyndaða hópa og egna þeim síðan til átaka? Eða eigum við sem erum að komast eða erum komin á aldur að skunda niður á Austurvöll með skiltin hátt á lofti? Ellilífeyrisþegar Íslands sameinumst! Og myndum nýtt stjórnmálaafl? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Fimmtudaginn 20. október sl. birtist grein eftir Eygló Harðardóttur alþingismann undir heitinu „Plan B á verðtrygginguna“. Greinin ber ríkan keim af þeirri óljósu og þokukenndu notkun á orðum og hugtökum sem tröllríður allri umræðu á Íslandi. Eygló er tíðrætt um skuldara og fjármagnseigendur og rekur svo endahnútinn með áskorun að við (væntanlega við Íslendingar) hættum að koðna frammi fyrir óvininum. Hver er svo óvinurinn? Við lestur greinarinnar er erfitt að finna svar við þeirri spurningu. Er það húsbóndinn í neðra? Er verðtryggingin sem slík óvinurinn eða svo kallaðir fjármagnseigendur? Á meðal hugsanlegra fjármagnseigenda er gamla fólkið í landi okkar, gamla fólkið sem á innstæður í lífeyrissjóðum sem allir vilja hrifsa til sín. Innstæður sem það hefur safnað saman á langri ævi og tekist bærilega, þökk sé meðal annars verðtryggingunni. Án hennar hefði það aldrei tekist. Verðtryggingu var komið á vegna þess að Íslendingar búa við gjaldmiðil sem enginn treystir og enginn í framtíð mun taka mark á og allra síst nú eftir hrun. En við skulum endilega kalla þetta fólk fjármagnseigendur. Það hljómar svo vel þegar við mundum vígapennann. Án verðtryggingar mun enginn fá lán í íslenskum krónum nema með mjög háum vöxtum. Eða þá með skömmtun eins og tíðkaðist fyrr á árum. Þá var lán í banka gjöf í óðaverðbólgunni enda langar biðraðir á hverjum morgni til geta betlað nokkrar krónur. Viljum við svona ástand aftur? Viljum við láta klíkuskap eða flokksskírteini ráða því hverjir fái ókeypis lán? En svarið við fyrstu spurningunni hér fyrir ofan er þetta: Óvinurinn er handónýt íslensk króna. Er nú ekki kominn tími til að við hættum að stilla þegnum Íslands upp í meira og minna ímyndaða hópa og egna þeim síðan til átaka? Eða eigum við sem erum að komast eða erum komin á aldur að skunda niður á Austurvöll með skiltin hátt á lofti? Ellilífeyrisþegar Íslands sameinumst! Og myndum nýtt stjórnmálaafl?
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar