Viðskipti erlent

Skipað að hefja flugferðir á ný

Tugir þúsunda komust ekki leiðar sinnar.
nordicphotos/AFP
Tugir þúsunda komust ekki leiðar sinnar. nordicphotos/AFP
Óháður dómstóll í Ástralíu kvað í gær upp þann úrskurð að ástralska flugfélagið Qantas verði að hefja flug að nýju. Stjórn flugfélagsins ákvað á laugardag að hætta öllu flugi vegna deilna við verkalýðsfélög, sem höfðu ekki viljað semja við félagið eftir að starfsemin var skorin niður í sparnaðarskyni. Úrskurðurinn felur í sér að deiluaðilum er skipað að hefja viðræður, sem í sjálfu sér er sigur fyrir flugfélagið.Alls urðu 70 þúsund manns í 22 löndum fyrir óþægindum vegna flugstöðvunarinnar.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×