Bíða DNA-rannsóknar á hnúajárni 8. nóvember 2011 06:00 Hnúajárn Maðurinn er talinn hafa notað hnúajárn til að berja á fyrrverandi kennara sínum. Þau eru nú í DNA-rannsókn. Rannsókn á máli manns sem réðst á fyrrverandi kennara sinn í Grindavík í júlí er á lokastigi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Einungis er beðið eftir niðurstöðum DNA-rannsóknar á lífsýnum sem fundust á hnúajárni sem maðurinn er talinn hafa beitt við árásina. Aðdragandi árásarinnar var æði sérstakur. Kennarinn fyrrverandi, sem nú er um sextugt, tjáði sig um fjöldamorð Norðmannsins Anders Breivik á Facebook-síðu sinni. Gamall nemandi hans úr grunnskóla, nú á fertugsaldri, lagði orð í belg, lýsti sig hlynntan aðgerðum Breiviks og kvaðst vera bæði rasisti og nasisti. Deilur mannanna stigmögnuðust þar til sá síðarnefndi hótaði þeim eldri og fjölskyldu hans lífláti. Að kvöldi sama dags bankaði rasistinn upp á hjá fyrrverandi kennara sínum og gekk í skrokk á honum. Hann veitti honum höfuðáverka, sem þó voru ekki alvarlegri en svo að boð lögreglu um að kalla til sjúkrabíl var afþakkað og leitaði maðurinn sér sjálfur aðhlynningar á sjúkrahúsi daginn eftir. Að sögn Jóhannesar Jenssonar er málið þó rannsakað sem sérstaklega hættuleg líkamsárás, enda talið að vopni hafi verið beitt við atlöguna.- sh Grindavík Lögreglumál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Sjá meira
Rannsókn á máli manns sem réðst á fyrrverandi kennara sinn í Grindavík í júlí er á lokastigi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Einungis er beðið eftir niðurstöðum DNA-rannsóknar á lífsýnum sem fundust á hnúajárni sem maðurinn er talinn hafa beitt við árásina. Aðdragandi árásarinnar var æði sérstakur. Kennarinn fyrrverandi, sem nú er um sextugt, tjáði sig um fjöldamorð Norðmannsins Anders Breivik á Facebook-síðu sinni. Gamall nemandi hans úr grunnskóla, nú á fertugsaldri, lagði orð í belg, lýsti sig hlynntan aðgerðum Breiviks og kvaðst vera bæði rasisti og nasisti. Deilur mannanna stigmögnuðust þar til sá síðarnefndi hótaði þeim eldri og fjölskyldu hans lífláti. Að kvöldi sama dags bankaði rasistinn upp á hjá fyrrverandi kennara sínum og gekk í skrokk á honum. Hann veitti honum höfuðáverka, sem þó voru ekki alvarlegri en svo að boð lögreglu um að kalla til sjúkrabíl var afþakkað og leitaði maðurinn sér sjálfur aðhlynningar á sjúkrahúsi daginn eftir. Að sögn Jóhannesar Jenssonar er málið þó rannsakað sem sérstaklega hættuleg líkamsárás, enda talið að vopni hafi verið beitt við atlöguna.- sh
Grindavík Lögreglumál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent