Hvað framleiðir Ísland? Heiðar Már Guðjónsson skrifar 10. nóvember 2011 07:00 Nú þegar seðlabankar heimsins keppast hver við annan um að prenta peninga, til að borga fyrir fjárlagahalla og björgun fjármálafyrirtækja, þá er hafið kapphlaup um að verðfella gjaldmiðla heimsins. Trú manna á gjaldmiðla fer því eðlilega þverrandi. Einn er sá flokkur sem þó stendur af sér þessa prentun en það eru hrávörur. Hrávörur eru af skornum skammti og verðgildi þeirra hefur farið hækkandi, og mun að öllum líkindum halda því áfram, svo lengi sem seðlabankar halda prentvélunum gangandi. Lönd með digra sjóði, svo sem Kína, hafa áttað sig á þessu og reyna því nú að kaupa hrávörur beint, eða aðgang að þeim, í stað þess að geyma fjármuni sína í myntum sem alltaf er verið að verðfella með peningaprentun. Það er nefnilega ekki hægt að prenta hrávörur. Sú staðreynd að stærsta sendiráðið á Íslandi er hið kínverska, þrátt fyrir að Ísland eigi nánast engin viðskipti við Kínverja, segir sína sögu um sóknina í hrávörur á norðurslóðum. Því hefur verið haldið fram að Ísland eigi að taka upp evru því mest af útflutningi Íslands sé í þeirri mynt. Ef við skoðum hins vegar hvernig útflutningur Íslands skiptist þá eru þar tvær stórar stoðir: orka, í formi áls, og svo fiskur. Hvort tveggja hrávörur sem munu hækka mjög í verði, hvað sem peningaprentun líður, því mannkyninu heldur áfram að fjölga mun hraðar en hrávöruframleiðslan eykst. Þeir álitsgjafar sem telja að það sé fráleitt að taka upp aðra mynt en evru, vegna þess að Ísland framleiðir ekki í þeim myntum, virðast vita harla lítið um útflutning landsins eða hrávörur. Sannleikurinn er sá að hrávörur heimsins eru opinberlega verðlagðar í dollar. Raunin er hins vegar sú að hrávörur hafa sitt eigið verð og bindast því ekki einni mynt eins og sést hefur síðustu ár þegar verð þeirra hefur hækkað í öllum myntum. Samkvæmt íslenskum hagtölum er álframleiðsla Íslands í evrum, einfaldlega vegna þess að álið er sent til umskipunar í Rotterdam! Ef við lítum svo til þriðju stoðar útflutnings, ferðamannaiðnaðar, þá er meirihluti tekna í öðrum myntum en evru. Það land sem líkist mest Íslandi hvað varðar útflutning er Kanada. Kanadamenn eiga næga orku, vatn og matvæli. Stærsta viðskiptaland Kanada eru Bandaríkin. Er þá firra fyrir Kanada að hafa sinn eigin gjaldmiðil, sem í dag er talinn sá traustasti í heimi, vegna þess að þeir versla mest í Bandaríkjadollar? Nei alls ekki, því Kanada má helst líkja við nágranna sinn fyrir rúmri öld síðan, þegar auðæfi Bandaríkjanna voru að mestu ósnortin og landið var að hefja gríðarlega uppbyggingu. Kanada er ung þjóð með framtíðina fyrir sér, líkt og Ísland. Kanada skuldar lítið, hefur traust fjármálakerfi og frábæran seðlabanka. Kanada og Ísland framleiða hrávörur, sem hafa alþjóðlegt verðgildi, en ekki bara í einni mynt. Íslendingar hafa sára reynslu af notkun myntar sem stöðugt rýrnar í verðgildi. Sú mynt sem flestir telja að haldi verðgildi sínu næstu áratugi er Kanadadollar. Og það sem meira er, Kanadamenn vilja gjarnan að við notum þeirra mynt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Nú þegar seðlabankar heimsins keppast hver við annan um að prenta peninga, til að borga fyrir fjárlagahalla og björgun fjármálafyrirtækja, þá er hafið kapphlaup um að verðfella gjaldmiðla heimsins. Trú manna á gjaldmiðla fer því eðlilega þverrandi. Einn er sá flokkur sem þó stendur af sér þessa prentun en það eru hrávörur. Hrávörur eru af skornum skammti og verðgildi þeirra hefur farið hækkandi, og mun að öllum líkindum halda því áfram, svo lengi sem seðlabankar halda prentvélunum gangandi. Lönd með digra sjóði, svo sem Kína, hafa áttað sig á þessu og reyna því nú að kaupa hrávörur beint, eða aðgang að þeim, í stað þess að geyma fjármuni sína í myntum sem alltaf er verið að verðfella með peningaprentun. Það er nefnilega ekki hægt að prenta hrávörur. Sú staðreynd að stærsta sendiráðið á Íslandi er hið kínverska, þrátt fyrir að Ísland eigi nánast engin viðskipti við Kínverja, segir sína sögu um sóknina í hrávörur á norðurslóðum. Því hefur verið haldið fram að Ísland eigi að taka upp evru því mest af útflutningi Íslands sé í þeirri mynt. Ef við skoðum hins vegar hvernig útflutningur Íslands skiptist þá eru þar tvær stórar stoðir: orka, í formi áls, og svo fiskur. Hvort tveggja hrávörur sem munu hækka mjög í verði, hvað sem peningaprentun líður, því mannkyninu heldur áfram að fjölga mun hraðar en hrávöruframleiðslan eykst. Þeir álitsgjafar sem telja að það sé fráleitt að taka upp aðra mynt en evru, vegna þess að Ísland framleiðir ekki í þeim myntum, virðast vita harla lítið um útflutning landsins eða hrávörur. Sannleikurinn er sá að hrávörur heimsins eru opinberlega verðlagðar í dollar. Raunin er hins vegar sú að hrávörur hafa sitt eigið verð og bindast því ekki einni mynt eins og sést hefur síðustu ár þegar verð þeirra hefur hækkað í öllum myntum. Samkvæmt íslenskum hagtölum er álframleiðsla Íslands í evrum, einfaldlega vegna þess að álið er sent til umskipunar í Rotterdam! Ef við lítum svo til þriðju stoðar útflutnings, ferðamannaiðnaðar, þá er meirihluti tekna í öðrum myntum en evru. Það land sem líkist mest Íslandi hvað varðar útflutning er Kanada. Kanadamenn eiga næga orku, vatn og matvæli. Stærsta viðskiptaland Kanada eru Bandaríkin. Er þá firra fyrir Kanada að hafa sinn eigin gjaldmiðil, sem í dag er talinn sá traustasti í heimi, vegna þess að þeir versla mest í Bandaríkjadollar? Nei alls ekki, því Kanada má helst líkja við nágranna sinn fyrir rúmri öld síðan, þegar auðæfi Bandaríkjanna voru að mestu ósnortin og landið var að hefja gríðarlega uppbyggingu. Kanada er ung þjóð með framtíðina fyrir sér, líkt og Ísland. Kanada skuldar lítið, hefur traust fjármálakerfi og frábæran seðlabanka. Kanada og Ísland framleiða hrávörur, sem hafa alþjóðlegt verðgildi, en ekki bara í einni mynt. Íslendingar hafa sára reynslu af notkun myntar sem stöðugt rýrnar í verðgildi. Sú mynt sem flestir telja að haldi verðgildi sínu næstu áratugi er Kanadadollar. Og það sem meira er, Kanadamenn vilja gjarnan að við notum þeirra mynt.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun