Tónlist

Kynna tónlistina í vinsælum útvarpsþætti

Þær Steinunn, Klara og Alma gefa út mixteip á heimasíðu sinni, thecharliesofficial.com, á föstudaginn og kynna tónlistina í vinsælum útvarpsþætti og á tónleikum sama dag.
Þær Steinunn, Klara og Alma gefa út mixteip á heimasíðu sinni, thecharliesofficial.com, á föstudaginn og kynna tónlistina í vinsælum útvarpsþætti og á tónleikum sama dag. Mynd/Gréta Karen Grétarsdóttir
„Við erum rosalega spenntar fyrir þessu," segir Alma, sem ásamt þeim Klöru og Steinunni myndar stúlknasveitina The Charlies.

Á föstudaginn kemur út svokallað mixteip frá sveitinni sem aðdáendur geta hlaðið niður af netinu og fara stúlkurnar í mikla kynningarherferð vegna þessa í Los Angeles.

„Við byrjum daginn á að fara í upptöku fyrir þáttinn Weekend Mixtape á útvarpsstöðinni 102.7KiisFM en það er mjög eftirsóknarvert fyrir nýja listamenn að komast í þáttinn," segir Alma en útvarpsstöðin er ein sú vinsælasta í Los Angeles og er Ryan Seacrest meðal annars með útvarpsþáttinn sinn á þeirri stöð.

„Listamenn á uppleið hafa stigið sín fyrstu skref í þættinum eins og Kreayshawn, Dev, Nick Cannon og vinsæla YouTube-parið Karmin. Við erum því alsælar með að komast að í þættinum."

Hægt verður að horfa á þáttinn á netinu frá og með 18. nóvember hér á síðu KiisFM.

Um kvöldið verður svo allsherjar útgáfupartí á skemmtistaðnum Colony þar sem The Charlies koma fram ásamt hópi dansara en á staðnum er sundlaug sem hefur verið breytt í svið fyrir sveitina.

„Þetta er rosalega flottur staður og við hlökkum til að koma þar fram. Áður en við syngjum verður tískusýning á vegum Kitson-fatakeðjunnar sem er haldin í þágu þeirra sem hafa veikst af heilakrabbameini og vekja athygli á málstaðnum." -áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.