Viðskipti innlent

Hækkar mat á bankakerfinu

viðskiptabankarnir S&P telur lánaáhættu enn vera mikla í íslenska bankakerfinu, ekki síst vegna erfiðrar skuldastöðu heimila og fyrirtækja.
viðskiptabankarnir S&P telur lánaáhættu enn vera mikla í íslenska bankakerfinu, ekki síst vegna erfiðrar skuldastöðu heimila og fyrirtækja.
Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor’s (S&P) hefur hækkað mat sitt á stöðugleika íslenska bankakerfisins. Íslenska bankakerfið fær nú einkunnina 7 en var áður með einkunnina 8.

S&P veitir bankakerfum ríkja svokallaða BICRA-einkunn á skalanum 1 til 10 þar sem 1 er besta mögulega einkunn og 10 sú versta. Að baki einkunnunum liggur mat á kerfislegri áhættu bankakerfa og innri áhættu innan fjármálageira. Meðal annarra ríkja með sömu einkunn og Ísland má nefna Búlgaríu, Írland, Litháen og Rússland.

Í tilkynningu S&P er fjallað um stöðu bankakerfisins. Meðal þess sem þar kemur fram er að fyrirtækið telur nokkra áhættu vera fólgna í því hve lítil reynsla sé komin á stofnana- og reglugerðarumhverfi bankakerfisins sem hafi verið breytt talsvert á síðustu misserum.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×