Skuldastaða Reykjanesbæjar Guðbrandur Einarsson skrifar 12. nóvember 2011 06:00 Að undanförnu hafa verið að birtast greinar um slæma skuldastöðu Reykjanesbæjar. Ný sveitarstjórnarlög sem samþykkt voru á síðasta þingi heimila ekki skuldsetningu sveitarfélaga umfram 150% af tekjum þeirra. Verður sveitarfélögum veittur frestur til þess að laga sig að þessum veruleika. Þetta mun gera nokkrum sveitarfélögum erfitt fyrir, þar sem skuldsetning þeirra er langt umfram þessi mörk og því mun vafalaust þurfa að grípa til sársaukafulls niðurskurðar til þess að laga sig að þessum skilyrðum.Staða ReykjanesbæjarReykjanesbær hefur oft verið nefndur í fyrirsögnum sem eitt þessara sveitarfélaga sem hvað verst eru stödd og hefur oft verið verið flokkaður með Álftanesi þegar kemur að umræðu um stöðu sveitarfélaga. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ hefur brugðist við þessu og haldið á lofti annarri hlið á málinu sem illa hefur komist til skila. Bæjarstjórinn hefur m.a bent á að til séu eignir sem munu innan ekki mjög langs tíma laga þessa skuldastöðu til muna.Raunveruleg staðaSkv. síðasta ársreikningi skuldar Reykjanesbær 395% af tekjum sínum þ.e 28.561.984.000.- (skuldir og skuldbindingar) / 7.229.424.000.- (tekjur A hluta) = 395%. Ef eignarhluti efnahagsreiknings er skoðaður koma í ljós eignir sem mun vera hægt að koma í verð á skömmum tíma. Helst ber að nefna skuldabréf vegna sölunnar á HS Orku sem bókað er á 5.891.000.000.- í ársreikningi. Það skuldabréf er væntanlega á gjalddaga 2013. Að auki má nefna inneign í Landsbanka (gamla Sparisjóðnum) kr. 2.489.000.000.- sem stofnuð var með útgáfu skuldabréfs á sínum tíma þegar reynt var að koma Sparisjóðnum til bjargar. Samtals eru þessar eignir að upphæð krónur 8.380.000.000.- og ef þessi upphæð verður öll nýtt til uppgreiðslu skulda verður staðan önnur, eða 28.561.984.000.- – 8.380.000.000.- eða rúmir tuttugu milljarðar sem væri þá u.þ.b 285% af tekjum. Sala á landi til ríkisins getur síðan lagað þessa stöðu enn frekar en slíkt mun vera á döfinni.Er þá allt í lagi?Staða Reykjanesbæjar gæti hugsanlega orðið sú að sveitarfélagið skuldaði 270% af tekjum sínum ef rétt verður að málum staðið og þeir fjármunir sem hægt verður að losa á næstu árum verða nýttir til uppgreiðslu skulda. Hvað þýðir það fyrir okkur? Raunverulegar skuldir okkar væru þá u.þ.b. tuttugu milljarðar og við þyftum þá að minnka þá skuld niður í um 11 milljarða. Það þýðir að spara þarf níu milljarða á komandi árum til þess að uppfylla skilyrði laganna. Það verður hlutverk sitjandi bæjarfulltrúa að finna leiðir til þess. Vonandi taka þeir þetta hlutverk sitt alvarlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa verið að birtast greinar um slæma skuldastöðu Reykjanesbæjar. Ný sveitarstjórnarlög sem samþykkt voru á síðasta þingi heimila ekki skuldsetningu sveitarfélaga umfram 150% af tekjum þeirra. Verður sveitarfélögum veittur frestur til þess að laga sig að þessum veruleika. Þetta mun gera nokkrum sveitarfélögum erfitt fyrir, þar sem skuldsetning þeirra er langt umfram þessi mörk og því mun vafalaust þurfa að grípa til sársaukafulls niðurskurðar til þess að laga sig að þessum skilyrðum.Staða ReykjanesbæjarReykjanesbær hefur oft verið nefndur í fyrirsögnum sem eitt þessara sveitarfélaga sem hvað verst eru stödd og hefur oft verið verið flokkaður með Álftanesi þegar kemur að umræðu um stöðu sveitarfélaga. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ hefur brugðist við þessu og haldið á lofti annarri hlið á málinu sem illa hefur komist til skila. Bæjarstjórinn hefur m.a bent á að til séu eignir sem munu innan ekki mjög langs tíma laga þessa skuldastöðu til muna.Raunveruleg staðaSkv. síðasta ársreikningi skuldar Reykjanesbær 395% af tekjum sínum þ.e 28.561.984.000.- (skuldir og skuldbindingar) / 7.229.424.000.- (tekjur A hluta) = 395%. Ef eignarhluti efnahagsreiknings er skoðaður koma í ljós eignir sem mun vera hægt að koma í verð á skömmum tíma. Helst ber að nefna skuldabréf vegna sölunnar á HS Orku sem bókað er á 5.891.000.000.- í ársreikningi. Það skuldabréf er væntanlega á gjalddaga 2013. Að auki má nefna inneign í Landsbanka (gamla Sparisjóðnum) kr. 2.489.000.000.- sem stofnuð var með útgáfu skuldabréfs á sínum tíma þegar reynt var að koma Sparisjóðnum til bjargar. Samtals eru þessar eignir að upphæð krónur 8.380.000.000.- og ef þessi upphæð verður öll nýtt til uppgreiðslu skulda verður staðan önnur, eða 28.561.984.000.- – 8.380.000.000.- eða rúmir tuttugu milljarðar sem væri þá u.þ.b 285% af tekjum. Sala á landi til ríkisins getur síðan lagað þessa stöðu enn frekar en slíkt mun vera á döfinni.Er þá allt í lagi?Staða Reykjanesbæjar gæti hugsanlega orðið sú að sveitarfélagið skuldaði 270% af tekjum sínum ef rétt verður að málum staðið og þeir fjármunir sem hægt verður að losa á næstu árum verða nýttir til uppgreiðslu skulda. Hvað þýðir það fyrir okkur? Raunverulegar skuldir okkar væru þá u.þ.b. tuttugu milljarðar og við þyftum þá að minnka þá skuld niður í um 11 milljarða. Það þýðir að spara þarf níu milljarða á komandi árum til þess að uppfylla skilyrði laganna. Það verður hlutverk sitjandi bæjarfulltrúa að finna leiðir til þess. Vonandi taka þeir þetta hlutverk sitt alvarlega.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar