Forseti án aðhalds og ábyrgðar? Skúli Magnússon skrifar 15. nóvember 2011 06:00 Með júnístjórnarskránni árið 1849 var einveldi afnumið í Danmörku en konungur hélt þó verulegum valdheimildum, m.a. sem æðsti handhafi framkvæmdarvalds. Þrátt fyrir afnám einveldis skyldi konungur og áfram vera friðhelgur og ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum. Sú regla var hins vegar lögfest að konungi væri ætíð nauðsyn á atbeina ráðherra til þess að nýta valdheimildir sínar. Þótt ráðherrar bæru ekki pólitíska ábyrgð gagnvart þinginu (og konungur gæti því skipað þá án tillits til stuðnings eða hlutleysis þingsins) fyrr en mun síðar var þannig tryggt að einhver bæri alltaf lagalega ábyrgð gagnvart þinginu við meðferð framkvæmdarvalds. Þessi lagalega ábyrgð kom bæði fram í því að þingið gat kallað ráðherra fyrir til svara eða höfðað gegn þeim dómsmál vegna embættisfærslu þeirra. Við lýðveldisstofnun árið 1944 tók forseti að mestu við stjórnskipulegu hlutverki konungs. Forsetinn var þó frábrugðinn konungi að því leyti að hann var kjörinn í beinum kosningum og naut því lýðræðislegs umboðs ásamt því að bera pólitíska ábyrgð gagnvart þjóðinni. Í annan stað var forseta fengin sérstök heimild til að synja lögum staðfestingar og skjóta þeim til þjóðaratkvæðis, sbr. 26. gr. stjórnarskrárinnar. Líkt og konungur skyldi forseti hins vegar vera ábyrgðarlaus og þurfa á atbeina ráðherra að halda til hvers kyns stjórnarathafna, sbr. 19. gr. stjórnarskrárinnar. Í tillögum stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár er horfið frá því fyrirkomulagi að ákvarðanir séu teknar með sameiginlegri undirritun forseta og ráðherra, þar sem sá fyrrnefndi er ábyrgðarlaus en sá síðarnefndi beri lagalega (og einnig pólitíska) ábyrgð gagnvart þinginu. Þeim ákvörðunum sem forseta er ætlað að taka er fækkað með það fyrir augum að þær (fáu) ákvarðanir sem forseti hafi með höndum, taki hann persónulega og án atbeina ráðherra. Þetta er þó raunar ekki alls staðar skýrt, sbr. t.d. 63. og 85. gr. tillagnanna. Eftir stendur hins vegar að forseta er ætlað tiltekið hlutverk sem handhafa framkvæmdarvalds, ekki síst við skipun æðstu embættismanna. Í tillögum stjórnlagaráðs er hvorki að finna ákvæði um ábyrgð né ábyrgðarleysi forseta sem framkvæmdarvaldshafa. Óljóst er t.d. hvort og hvernig unnt yrði að höfða einkamál gegn forseta vegna embættisathafna. Hvað sem því líður virðist hæpið að um einhvers konar lagalega ábyrgð forseta gagnvart Alþingi yrði að ræða. Ef þetta er rétt yrðu athafnir forseta flokkur framkvæmdarvaldsathafna sem enginn, hvorki ráðherra né forseti, ber lagalega ábyrgð á gagnvart þinginu. Þegar um er að ræða þátttöku forseta í lagasetningu (sbr. núgildandi málskotsheimild hans til þjóðarinnar) er e.t.v. rökrétt að ábyrgð forseta á ákvörðunum, sem eru í eðli sínu pólitískar, sé eingöngu pólitísk og komi fram í forsetakosningum. Öðru máli gegnir hins vegar um framkvæmdarvaldsathafnir sem grundvallast eiga á lögum og stjórnast af lögbundnum sjónarmiðum, líkt og á ótvírætt við um skipun embættismanna. Því má svo bæta við að Stjórnlagaráð skilgreinir allar athafnir forseta sem framkvæmdarvaldsathafnir andstætt fyrri stjórnarskrá (sjá 2. gr. tillagna). Hefði því mátt ætla af þessu að ábyrgð forseta Íslands yrði betur skilgreind en áður var, ekki síst með hliðsjón af því að lýðveldið á framvegis að hafa „þingræðisstjórn“, sbr. 1. gr. tillagna. Vart er ætlunin að stofna til embættis sem ber enga lagalega ábyrgð og nýtur einskis aðhalds frá öðrum stofnunum ríkisins, þ.e. þingi og dómstólum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Með júnístjórnarskránni árið 1849 var einveldi afnumið í Danmörku en konungur hélt þó verulegum valdheimildum, m.a. sem æðsti handhafi framkvæmdarvalds. Þrátt fyrir afnám einveldis skyldi konungur og áfram vera friðhelgur og ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum. Sú regla var hins vegar lögfest að konungi væri ætíð nauðsyn á atbeina ráðherra til þess að nýta valdheimildir sínar. Þótt ráðherrar bæru ekki pólitíska ábyrgð gagnvart þinginu (og konungur gæti því skipað þá án tillits til stuðnings eða hlutleysis þingsins) fyrr en mun síðar var þannig tryggt að einhver bæri alltaf lagalega ábyrgð gagnvart þinginu við meðferð framkvæmdarvalds. Þessi lagalega ábyrgð kom bæði fram í því að þingið gat kallað ráðherra fyrir til svara eða höfðað gegn þeim dómsmál vegna embættisfærslu þeirra. Við lýðveldisstofnun árið 1944 tók forseti að mestu við stjórnskipulegu hlutverki konungs. Forsetinn var þó frábrugðinn konungi að því leyti að hann var kjörinn í beinum kosningum og naut því lýðræðislegs umboðs ásamt því að bera pólitíska ábyrgð gagnvart þjóðinni. Í annan stað var forseta fengin sérstök heimild til að synja lögum staðfestingar og skjóta þeim til þjóðaratkvæðis, sbr. 26. gr. stjórnarskrárinnar. Líkt og konungur skyldi forseti hins vegar vera ábyrgðarlaus og þurfa á atbeina ráðherra að halda til hvers kyns stjórnarathafna, sbr. 19. gr. stjórnarskrárinnar. Í tillögum stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár er horfið frá því fyrirkomulagi að ákvarðanir séu teknar með sameiginlegri undirritun forseta og ráðherra, þar sem sá fyrrnefndi er ábyrgðarlaus en sá síðarnefndi beri lagalega (og einnig pólitíska) ábyrgð gagnvart þinginu. Þeim ákvörðunum sem forseta er ætlað að taka er fækkað með það fyrir augum að þær (fáu) ákvarðanir sem forseti hafi með höndum, taki hann persónulega og án atbeina ráðherra. Þetta er þó raunar ekki alls staðar skýrt, sbr. t.d. 63. og 85. gr. tillagnanna. Eftir stendur hins vegar að forseta er ætlað tiltekið hlutverk sem handhafa framkvæmdarvalds, ekki síst við skipun æðstu embættismanna. Í tillögum stjórnlagaráðs er hvorki að finna ákvæði um ábyrgð né ábyrgðarleysi forseta sem framkvæmdarvaldshafa. Óljóst er t.d. hvort og hvernig unnt yrði að höfða einkamál gegn forseta vegna embættisathafna. Hvað sem því líður virðist hæpið að um einhvers konar lagalega ábyrgð forseta gagnvart Alþingi yrði að ræða. Ef þetta er rétt yrðu athafnir forseta flokkur framkvæmdarvaldsathafna sem enginn, hvorki ráðherra né forseti, ber lagalega ábyrgð á gagnvart þinginu. Þegar um er að ræða þátttöku forseta í lagasetningu (sbr. núgildandi málskotsheimild hans til þjóðarinnar) er e.t.v. rökrétt að ábyrgð forseta á ákvörðunum, sem eru í eðli sínu pólitískar, sé eingöngu pólitísk og komi fram í forsetakosningum. Öðru máli gegnir hins vegar um framkvæmdarvaldsathafnir sem grundvallast eiga á lögum og stjórnast af lögbundnum sjónarmiðum, líkt og á ótvírætt við um skipun embættismanna. Því má svo bæta við að Stjórnlagaráð skilgreinir allar athafnir forseta sem framkvæmdarvaldsathafnir andstætt fyrri stjórnarskrá (sjá 2. gr. tillagna). Hefði því mátt ætla af þessu að ábyrgð forseta Íslands yrði betur skilgreind en áður var, ekki síst með hliðsjón af því að lýðveldið á framvegis að hafa „þingræðisstjórn“, sbr. 1. gr. tillagna. Vart er ætlunin að stofna til embættis sem ber enga lagalega ábyrgð og nýtur einskis aðhalds frá öðrum stofnunum ríkisins, þ.e. þingi og dómstólum?
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun