Barnvæn vinnustofa 1. desember 2011 14:00 Vinnustofan í Ólátagarði er hugsuð fyrir foreldra sem geta komið og föndrað með börnum sínum ýmsar hálfkláraðar föndurpakkningar. Einnig er hægt að taka vörurnar með sér heim. „Já, þetta er nýtt form á verslunarrekstri, að bjóða upp á opna vinnustofu fyrir foreldra og börn," segir Vala Magnúsdóttir, sem ásamt eiginmanni sínum kom barnaversluninni Ólátagarði á koppinn. Vala hefur alla tíð unnið við það að hanna föndurpakkningar, allt frá unglingsaldri. Foreldrar hennar stofnuðu Völustein á sínum tíma og Vala kom þar að verslunarrekstri og var aðalhönnuður tímaritsins Fimir fingur. Vala lærði keramik og skúlptúr í Danmörku og stundaði nám á hönnunarbraut við Iðnskólann í Hafnarfirði. „Við erum bæði með barna- og barnatengda vöru, svo sem frá Danmörku, Frakklandi og Þýskalandi. Einnig erum við með vörur eftir íslenska hönnuði." Nýjungin felst í vörum sem Vala framleiðir og hannar og eru hálfkláraðar sem og föndurpakkningum úr hennar smiðju en þessar vörur eru hugsaðar fyrir foreldra til að skapa, til dæmis með börnum sínum, svokölluð Ólátagarðshönnun. „Þetta eru alls kyns föndurpakkningar sem við höfum framleitt en mig langaði til að bjóða góða aðstöðu fyrir foreldra og gefa þeim tækifæri til að skapa sín eigin barnaherbergi og í vörulínunni er bæði hægt að kaupa hálfunna og tilbúna vöru. Nú fyrir jólin erum við svo með alls kyns jólaföndurpakkningar," segir Vala.Vala hefur miklu reynslu af alls konar föndurvöru og handverki og starfaði við hlið foreldra sinna frá unga aldri en þau stofnuðu Völustein.Bæði er hægt að vinna vörurnar á vinnustofunni eða taka þær með sér heim. „Vinnustofan er líka hugsuð fyrir mæður í fæðingarorlofi sem langar kannski að útbúa barnaherbergið. Við erum til dæmis með skiptiaðstöðu og barnastóla. Þá er vinnustofan líka hugsuð fyrir barnaafmæli og saumaklúbba og hægt að bóka hana utan hefðbundins opnunartíma." juliam@frettabladid.is Lífið Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
„Já, þetta er nýtt form á verslunarrekstri, að bjóða upp á opna vinnustofu fyrir foreldra og börn," segir Vala Magnúsdóttir, sem ásamt eiginmanni sínum kom barnaversluninni Ólátagarði á koppinn. Vala hefur alla tíð unnið við það að hanna föndurpakkningar, allt frá unglingsaldri. Foreldrar hennar stofnuðu Völustein á sínum tíma og Vala kom þar að verslunarrekstri og var aðalhönnuður tímaritsins Fimir fingur. Vala lærði keramik og skúlptúr í Danmörku og stundaði nám á hönnunarbraut við Iðnskólann í Hafnarfirði. „Við erum bæði með barna- og barnatengda vöru, svo sem frá Danmörku, Frakklandi og Þýskalandi. Einnig erum við með vörur eftir íslenska hönnuði." Nýjungin felst í vörum sem Vala framleiðir og hannar og eru hálfkláraðar sem og föndurpakkningum úr hennar smiðju en þessar vörur eru hugsaðar fyrir foreldra til að skapa, til dæmis með börnum sínum, svokölluð Ólátagarðshönnun. „Þetta eru alls kyns föndurpakkningar sem við höfum framleitt en mig langaði til að bjóða góða aðstöðu fyrir foreldra og gefa þeim tækifæri til að skapa sín eigin barnaherbergi og í vörulínunni er bæði hægt að kaupa hálfunna og tilbúna vöru. Nú fyrir jólin erum við svo með alls kyns jólaföndurpakkningar," segir Vala.Vala hefur miklu reynslu af alls konar föndurvöru og handverki og starfaði við hlið foreldra sinna frá unga aldri en þau stofnuðu Völustein.Bæði er hægt að vinna vörurnar á vinnustofunni eða taka þær með sér heim. „Vinnustofan er líka hugsuð fyrir mæður í fæðingarorlofi sem langar kannski að útbúa barnaherbergið. Við erum til dæmis með skiptiaðstöðu og barnastóla. Þá er vinnustofan líka hugsuð fyrir barnaafmæli og saumaklúbba og hægt að bóka hana utan hefðbundins opnunartíma." juliam@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira