Engin pressa Atli Fannar Bjarkason skrifar 24. nóvember 2011 09:30 Dikta fékk aðstöðu í grunnskóla í heimabæ sínum Garðabæ í sumar þar sem nýja platan varð til. Mynd/Stefán Hljómsveitin Dikta hefur verið til í meira en áratug, en varð gríðarlega vinsæl fyrir tveimur árum. Þá sendi hún frá sér plötuna Get It Together og í kjölfarið byrjuðu lög á borð við Thank You og Just Getting Started að óma á flestum útvarpsstöðvum, pöbbum, félagsheimilum, leikskólum og elliheimilum landsins. Nú hefur hljómsveitin snúið aftur með nýja plötu í farteskinu. Platan Trust Me er sú fjórða í röðinni frá hljómsveitinni og fylgir eftir hinni gríðarlega vinsælu Get It Together sem náði nýlega platínusölu á Íslandi. Platan kom hljómsveitinni rækilega á kortið. Allt í einu var Dikta orðin vinsælasta hljómsveit landsins og ein af fáum hljómsveitum sem fylla skemmtistaðinn Nasa eins og að drekka vatn. Það hlýtur því að hafa verið erfitt að fylgja eftir plötunni sem innihélt ofurslagara á borð við Thank You, eða hvað? „Nei, ég get ekki sagt það," segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu. „Við reyndum aldrei að fylgja hinni eftir, spáðum ekkert í því. Okkur langaði að gera nýja plötu og vildum ekki láta fjögur ár líða á milli platna, eins og síðast. Við ákváðum því að kýla á plötu í sumar. Þetta ferli var líka allt öðruvísi en venjulega. Allt öðruvísi. Við sömdum alla plötuna í sumar og vorum alla daga að glamra á hljóðfæri." Dikta fékk aðstöðu í grunnskóla í heimabæ sínum Garðabæ í sumar þar sem nýja platan varð til. Í staðinn fyrir að eyða kvöldum og helgum í gerð plötunnar tóku strákarnir í Diktu sér frí frá hinum hefðbundnu störfum og réðu sig í vinnu hjá hljómsveitinni. „Við vorum í dagvinnu sem starfandi tónlistarmenn. Við náðum að borga okkur lágmarkslaun í þrjá mánuði. Þannig gátum við verið án hefðbundinnar dagvinnu, allir fjórir, í fyrsta skipti í sögu hljómsveitarinnar," segir Haukur. Þið eruð náttúrulega svo ráðsettir menn og lausir við allt rugl. Sátuð þið á digrum hljómsveitarsjóði sem gerði þetta mögulegt? „Við vorum komnir með smá sjóð, en hann var ekki digur og tæmdist við þetta. Við gátum allavega gert þetta, það var fínt. Svo gátum við hitt börn og konur um helgar." Haukur segir þessa vinnuaðferð hafa minnkað pressuna við gerð nýju plötunnar. „Við höfðum meira frelsi. Gátum borgað okkur laun og unnið meira í þessu. Það var því minni pressa en venjulega," segir Haukur en játar þó að hljómsveitin hafi ekki náð að klára plötuna á þessum þremur mánuðum. „Við fórum á túr til Þýskalands í september og áttum alveg slatta eftir," segir hann. „Við tókum með okkur upptökudót á túrinn og tókum upp í rútunni og á hótelherbergjum. Það endaði fullt af því á plötunni." Nýja platan er hefðbundin Diktuplata í þeim skilningi að hún inniheldur mikið rokk og mikið popp. Sumir segja að platan sé rólegri en síðasta plata og Haukur er undrandi á því. „Það kemur mér á óvart að fólk segi að þessi plata sé rólegri en sú síðasta. Það eru róleg lög á plötunni en það voru líka róleg lög á síðustu og þarsíðustu," segir hann.Dikta í hefðbundnum Garðabæjarsundfatnaði.Mynd/StefánStundum þegar listamenn slá í gegn skjóta upp kollinum draugar fortíðar sem vilja hagnast á vinsældunum. Haukur segir enga slíka elta Diktu. „Það liggur við að það sé meira í hina áttina. Að blöð eins og Grapevine hati okkur meira," segir hann léttur. „Það eru líka alltaf einhverjir sem eru á móti öllu sem er vinsælt. Það var fullt af fólki sem fílaði Coldplay eftir fyrstu plötuna, en svo urðu þeir vinsælir og þá er þetta lélegasta band sem hefur nokkru sinni stigið á jörðina." En þeir urðu lélegir. „Ég er ekki sammála því. Þeir hafa gert fullt af góðum lögum eftir að þeir urðu vinsælir. Finnst mér. Þó að ég hlusti ekki mikið á þá. En það er fólk sem hatar þá af ástríðu vegna þess að þeir eru vinsælir." Sneru aðdáendur fyrstu tveggja platnanna Diktu við ykkur baki eftir að þið urðuð vinsælir? „Nei, ég segi það nú ekki. Ef það gerðist þá tókum við ekki eftir því. Það er alltaf fullt á tónleikum hjá okkur en það getur vel verið að það hafi gerst, ég hef ekki hugmynd um það. Platan hafði miklu meira jákvætt í för með sér en neikvætt. Ég hef ekki undan neinu að kvarta, þetta er búinn að vera mjög skemmtilegur tími eftir að hún kom út." Fá íslensk lög hafa notið jafn mikilla vinsælda og Thank You með Diktu, sem kom út á plötunni Get It Together. Haukur Heiðar sá ekki fyrir að lagið yrði hittari og bjóst ekki einu sinni við að það færi í útvarp. „Þegar við vorum að ræða hvaða lög færu í útvarp bjóst ég alls ekki við að það færi. Svo var það bara stærsta lag í útvarpi síðustu 300 árin," segir hann. Orð að sönnu en það er varla til sú útvarpsstöð á Íslandi sem hefur ekki nánast ofspilað lagið. Harmageddon Tónlist Mest lesið „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Siggi Hakkari sakar Wikileaks um hroka Harmageddon Er fólk sem hnerrar með látum að gera það viljandi? Harmageddon Sparperuruglið í Vigdísi Hauks Harmageddon Grísalappalísa syngur Megas Harmageddon Glott tímarit - Bull er framtíðin Harmageddon Chicane heillaðist af Vigri í frakklandi Harmageddon „Sá sem er kristinn hefur allar ástæður í veröldinni til að hlakka til“ Harmageddon Maðurinn sem framleiðir sitt eigið áfengi innvortis Harmageddon Þorgerður Katrín segir Íslendinga verða að hætta tala niður listir og menningu Harmageddon
Hljómsveitin Dikta hefur verið til í meira en áratug, en varð gríðarlega vinsæl fyrir tveimur árum. Þá sendi hún frá sér plötuna Get It Together og í kjölfarið byrjuðu lög á borð við Thank You og Just Getting Started að óma á flestum útvarpsstöðvum, pöbbum, félagsheimilum, leikskólum og elliheimilum landsins. Nú hefur hljómsveitin snúið aftur með nýja plötu í farteskinu. Platan Trust Me er sú fjórða í röðinni frá hljómsveitinni og fylgir eftir hinni gríðarlega vinsælu Get It Together sem náði nýlega platínusölu á Íslandi. Platan kom hljómsveitinni rækilega á kortið. Allt í einu var Dikta orðin vinsælasta hljómsveit landsins og ein af fáum hljómsveitum sem fylla skemmtistaðinn Nasa eins og að drekka vatn. Það hlýtur því að hafa verið erfitt að fylgja eftir plötunni sem innihélt ofurslagara á borð við Thank You, eða hvað? „Nei, ég get ekki sagt það," segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu. „Við reyndum aldrei að fylgja hinni eftir, spáðum ekkert í því. Okkur langaði að gera nýja plötu og vildum ekki láta fjögur ár líða á milli platna, eins og síðast. Við ákváðum því að kýla á plötu í sumar. Þetta ferli var líka allt öðruvísi en venjulega. Allt öðruvísi. Við sömdum alla plötuna í sumar og vorum alla daga að glamra á hljóðfæri." Dikta fékk aðstöðu í grunnskóla í heimabæ sínum Garðabæ í sumar þar sem nýja platan varð til. Í staðinn fyrir að eyða kvöldum og helgum í gerð plötunnar tóku strákarnir í Diktu sér frí frá hinum hefðbundnu störfum og réðu sig í vinnu hjá hljómsveitinni. „Við vorum í dagvinnu sem starfandi tónlistarmenn. Við náðum að borga okkur lágmarkslaun í þrjá mánuði. Þannig gátum við verið án hefðbundinnar dagvinnu, allir fjórir, í fyrsta skipti í sögu hljómsveitarinnar," segir Haukur. Þið eruð náttúrulega svo ráðsettir menn og lausir við allt rugl. Sátuð þið á digrum hljómsveitarsjóði sem gerði þetta mögulegt? „Við vorum komnir með smá sjóð, en hann var ekki digur og tæmdist við þetta. Við gátum allavega gert þetta, það var fínt. Svo gátum við hitt börn og konur um helgar." Haukur segir þessa vinnuaðferð hafa minnkað pressuna við gerð nýju plötunnar. „Við höfðum meira frelsi. Gátum borgað okkur laun og unnið meira í þessu. Það var því minni pressa en venjulega," segir Haukur en játar þó að hljómsveitin hafi ekki náð að klára plötuna á þessum þremur mánuðum. „Við fórum á túr til Þýskalands í september og áttum alveg slatta eftir," segir hann. „Við tókum með okkur upptökudót á túrinn og tókum upp í rútunni og á hótelherbergjum. Það endaði fullt af því á plötunni." Nýja platan er hefðbundin Diktuplata í þeim skilningi að hún inniheldur mikið rokk og mikið popp. Sumir segja að platan sé rólegri en síðasta plata og Haukur er undrandi á því. „Það kemur mér á óvart að fólk segi að þessi plata sé rólegri en sú síðasta. Það eru róleg lög á plötunni en það voru líka róleg lög á síðustu og þarsíðustu," segir hann.Dikta í hefðbundnum Garðabæjarsundfatnaði.Mynd/StefánStundum þegar listamenn slá í gegn skjóta upp kollinum draugar fortíðar sem vilja hagnast á vinsældunum. Haukur segir enga slíka elta Diktu. „Það liggur við að það sé meira í hina áttina. Að blöð eins og Grapevine hati okkur meira," segir hann léttur. „Það eru líka alltaf einhverjir sem eru á móti öllu sem er vinsælt. Það var fullt af fólki sem fílaði Coldplay eftir fyrstu plötuna, en svo urðu þeir vinsælir og þá er þetta lélegasta band sem hefur nokkru sinni stigið á jörðina." En þeir urðu lélegir. „Ég er ekki sammála því. Þeir hafa gert fullt af góðum lögum eftir að þeir urðu vinsælir. Finnst mér. Þó að ég hlusti ekki mikið á þá. En það er fólk sem hatar þá af ástríðu vegna þess að þeir eru vinsælir." Sneru aðdáendur fyrstu tveggja platnanna Diktu við ykkur baki eftir að þið urðuð vinsælir? „Nei, ég segi það nú ekki. Ef það gerðist þá tókum við ekki eftir því. Það er alltaf fullt á tónleikum hjá okkur en það getur vel verið að það hafi gerst, ég hef ekki hugmynd um það. Platan hafði miklu meira jákvætt í för með sér en neikvætt. Ég hef ekki undan neinu að kvarta, þetta er búinn að vera mjög skemmtilegur tími eftir að hún kom út." Fá íslensk lög hafa notið jafn mikilla vinsælda og Thank You með Diktu, sem kom út á plötunni Get It Together. Haukur Heiðar sá ekki fyrir að lagið yrði hittari og bjóst ekki einu sinni við að það færi í útvarp. „Þegar við vorum að ræða hvaða lög færu í útvarp bjóst ég alls ekki við að það færi. Svo var það bara stærsta lag í útvarpi síðustu 300 árin," segir hann. Orð að sönnu en það er varla til sú útvarpsstöð á Íslandi sem hefur ekki nánast ofspilað lagið.
Harmageddon Tónlist Mest lesið „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Siggi Hakkari sakar Wikileaks um hroka Harmageddon Er fólk sem hnerrar með látum að gera það viljandi? Harmageddon Sparperuruglið í Vigdísi Hauks Harmageddon Grísalappalísa syngur Megas Harmageddon Glott tímarit - Bull er framtíðin Harmageddon Chicane heillaðist af Vigri í frakklandi Harmageddon „Sá sem er kristinn hefur allar ástæður í veröldinni til að hlakka til“ Harmageddon Maðurinn sem framleiðir sitt eigið áfengi innvortis Harmageddon Þorgerður Katrín segir Íslendinga verða að hætta tala niður listir og menningu Harmageddon