Skreytir bæinn með jólavættum 25. nóvember 2011 21:00 Hafsteinn Júlíusson ætlar að sjá til þess að jólaupplifun borgarbúa verður með öðrum hætti í ár er hann varpar jólavættunum á húsveggi borgarinnar. Fréttablaðið/valli „Ég er búinn að vera á kafi í þessu verkefni síðan í ágúst og er því jólaundirbúningurinn ansi langur hjá mér í ár," segir Hafsteinn Júlíusson vöruhönnuður en hann ætlar að sjá til þess að miðborgin fær á sig nýjan blæ í desember. Hafsteinn hefur veg og vanda af verkefninu Jólavættir í miðborginni í samvinnu við Höfuðborgarstofu. Verkefnið gengur út á að kynna jólavættirnar, Grýlu, Leppalúða og gömlu jólasveinana, fyrir borgarbúum með því að varpa þeim á húsveggi víðs vegar um bæinn. Þegar Fréttablaðið náði tali af Hafsteini var hönnuðurinn á fullu að setja upp myndvarpa fyrir frumsýninguna á sunnudaginn. „Hugmyndin er að upphefja sagnahefðina og búa til skreytingar sem eru skemmtilegar fyrir börn jafnt sem fullorðna. Það var kominn tími á að breyta til í jólaskreytingum miðborgarinnar en það er einfaldleikinn sem skiptir máli. Hver man til dæmis ekki eftir jólasveinunum í Rammagerðinni sem ávallt hefur verið beðið eftir með mikilli eftirvæntingu? Mig langaði að búa til þannig stemmningu." Gunnar Karlsson teiknari gerði fígúrurnar en hann teiknaði til dæmis fyrir íslensku teiknimyndina Þór. „Allar persónurnar eru í þrívídd svo þær hreyfast líka. Til dæmis trónir Grýla yfir Bankastrætinu og minnir fólk á að fara hægt um gleðinnar dyr yfir hátíðirnar."Stúfur Það er Gunnar Karlsson sem teiknar jólavættirnar.Verkefnið er liður í átaki Höfuðborgarstofu til að laða ferðamenn til landsins yfir hátíðirnar. „Markmiðið er að búa til samtöl milli borgarbúa og ferðamanna um vættirnar og okkar jólahefðir." Nánari upplýsingar um verkefnið og Jólakortið 2011 er að finna á vef Höfuðborgarstofu. -áp Jólafréttir Mest lesið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Ég er búinn að vera á kafi í þessu verkefni síðan í ágúst og er því jólaundirbúningurinn ansi langur hjá mér í ár," segir Hafsteinn Júlíusson vöruhönnuður en hann ætlar að sjá til þess að miðborgin fær á sig nýjan blæ í desember. Hafsteinn hefur veg og vanda af verkefninu Jólavættir í miðborginni í samvinnu við Höfuðborgarstofu. Verkefnið gengur út á að kynna jólavættirnar, Grýlu, Leppalúða og gömlu jólasveinana, fyrir borgarbúum með því að varpa þeim á húsveggi víðs vegar um bæinn. Þegar Fréttablaðið náði tali af Hafsteini var hönnuðurinn á fullu að setja upp myndvarpa fyrir frumsýninguna á sunnudaginn. „Hugmyndin er að upphefja sagnahefðina og búa til skreytingar sem eru skemmtilegar fyrir börn jafnt sem fullorðna. Það var kominn tími á að breyta til í jólaskreytingum miðborgarinnar en það er einfaldleikinn sem skiptir máli. Hver man til dæmis ekki eftir jólasveinunum í Rammagerðinni sem ávallt hefur verið beðið eftir með mikilli eftirvæntingu? Mig langaði að búa til þannig stemmningu." Gunnar Karlsson teiknari gerði fígúrurnar en hann teiknaði til dæmis fyrir íslensku teiknimyndina Þór. „Allar persónurnar eru í þrívídd svo þær hreyfast líka. Til dæmis trónir Grýla yfir Bankastrætinu og minnir fólk á að fara hægt um gleðinnar dyr yfir hátíðirnar."Stúfur Það er Gunnar Karlsson sem teiknar jólavættirnar.Verkefnið er liður í átaki Höfuðborgarstofu til að laða ferðamenn til landsins yfir hátíðirnar. „Markmiðið er að búa til samtöl milli borgarbúa og ferðamanna um vættirnar og okkar jólahefðir." Nánari upplýsingar um verkefnið og Jólakortið 2011 er að finna á vef Höfuðborgarstofu. -áp
Jólafréttir Mest lesið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira