Persónulegar gjafir í alla pakka 30. nóvember 2011 20:00 Björg segir persónulegra að útbúa eigin jólakort ásamt fjölskyldunni. Við finnum fyrir miklum áhuga fólks á að gera persónulegar gjafir, það er verið að prjóna, hekla, hanna skartgripi og sauma bæði í gjafir og á sjálfan sig,“ segir Björg Ben eigandi Föndru og getur þess að áhersla sé lögð á að veita góða þjónustu og bjóða mikið úrval af öllum vörum sem til þurfi. Hún segir ríka hefð í mörgum fjölskyldum og vinahópum að gera jólakort. Persónulegra sé að gera kortin sjálfur og eiga notalega samveru með fjölskyldunni við undirbúning jólanna sem börnin geta tekið þátt í. „Það er líka mjög vinsælt að vinkonur eða frænkuhópar fari í sumarbústað og geri kort saman.“ Björg segir að undanfarið hafi verið vinsælt að gera sína eigin skartgripi og verði jólin í ár engin undantekning. „Föndra selur allt til skartgripagerðar og er það auðveldara en margur heldur að gera fallega hluti. Það er einnig mjög flott að hekla fallega skartgripi og jólaskraut og fyrir þessi jól er vinsælt að hekla rómantískar jólabjöllur sem eru dásamlegar í skammdeginu.“ Að hennar sögn eru mjúku pakkarnir alltaf notalegir. „Til dæmis prjónaðir kragar, treflar eða sokkar og vettlingar. Skrautkragar eru eitt af því sem er með því vinsælla í pakkann í ár. Þá eru íslenskar konur svo flinkar að sauma að ekki vefst fyrir þeim að sauma jólafötin á börnin og barnabörnin, sparikjólinn á sig eða skemmtilega hluti handa vinkonunum í jólapakkann. Við eigum efnin, sniðin og allt tilleggið.“ Jólafréttir Mest lesið Yfir fannhvíta jörð Jól Bakaðar á hverju finnsku heimili Jól Jólatrukkar með tölvuleikjahelli og stofu jólasveinsins Jólin Jógvan: Gott að heyra jólakveðjur frá bátunum í Færeyjum Jólin Jólakort er hlý og fögur gjöf Jólin Jólagjafir til útlanda Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 5. desember Jól Uppsett en óreglulegt Jól Ódýrar og einfaldar gjafir frá hjartanu Jólin Amerískar smákökur Jól
Við finnum fyrir miklum áhuga fólks á að gera persónulegar gjafir, það er verið að prjóna, hekla, hanna skartgripi og sauma bæði í gjafir og á sjálfan sig,“ segir Björg Ben eigandi Föndru og getur þess að áhersla sé lögð á að veita góða þjónustu og bjóða mikið úrval af öllum vörum sem til þurfi. Hún segir ríka hefð í mörgum fjölskyldum og vinahópum að gera jólakort. Persónulegra sé að gera kortin sjálfur og eiga notalega samveru með fjölskyldunni við undirbúning jólanna sem börnin geta tekið þátt í. „Það er líka mjög vinsælt að vinkonur eða frænkuhópar fari í sumarbústað og geri kort saman.“ Björg segir að undanfarið hafi verið vinsælt að gera sína eigin skartgripi og verði jólin í ár engin undantekning. „Föndra selur allt til skartgripagerðar og er það auðveldara en margur heldur að gera fallega hluti. Það er einnig mjög flott að hekla fallega skartgripi og jólaskraut og fyrir þessi jól er vinsælt að hekla rómantískar jólabjöllur sem eru dásamlegar í skammdeginu.“ Að hennar sögn eru mjúku pakkarnir alltaf notalegir. „Til dæmis prjónaðir kragar, treflar eða sokkar og vettlingar. Skrautkragar eru eitt af því sem er með því vinsælla í pakkann í ár. Þá eru íslenskar konur svo flinkar að sauma að ekki vefst fyrir þeim að sauma jólafötin á börnin og barnabörnin, sparikjólinn á sig eða skemmtilega hluti handa vinkonunum í jólapakkann. Við eigum efnin, sniðin og allt tilleggið.“
Jólafréttir Mest lesið Yfir fannhvíta jörð Jól Bakaðar á hverju finnsku heimili Jól Jólatrukkar með tölvuleikjahelli og stofu jólasveinsins Jólin Jógvan: Gott að heyra jólakveðjur frá bátunum í Færeyjum Jólin Jólakort er hlý og fögur gjöf Jólin Jólagjafir til útlanda Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 5. desember Jól Uppsett en óreglulegt Jól Ódýrar og einfaldar gjafir frá hjartanu Jólin Amerískar smákökur Jól