Veruleg óánægja með Jón Bjarnason í ríkisstjórninni 28. nóvember 2011 05:00 Jón segir að þau frumvarpsdrög sem birt voru á vefsíðu ráðuneytis síns á laugardag séu vinnuskjöl sem geti orðið umræðugrundvöllur. Ekki sé um fullbúið frumvarp að ræða. Fréttablaðið/GVA Jóhanna sigurðardóttir Mikil óánægja er innan ríkisstjórnarinnar með framgöngu Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í tengslum við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ekki hægt að líða vinnubrögð Jóns. „Þetta er eitt stærsta mál ríkisstjórnarinnar og það gengur ekki að sjávarútvegsráðherra haldi því bara fyrir sig. Hann hefur unnið þessa vinnu án aðkomu stjórnarliða og heldur skipað í kringum sig fólki, sem tilheyrir stjórnarandstöðunni. Það eru vinnubrögð sem ekki er hægt að líða,“ segir Jóhanna og bætir því við að ráðherra sem starfi í umboði þingflokka ríkisstjórnarflokkanna en vilji ekki starfa með sé illa stætt í ríkisstjórn. Jón Bjarnason kynnti drög að nýju frumvarpi um breytingar á stjórn fiskveiða á fundi ríkisstjórnarinnar á þriðjudag. Ríkisstjórnin ákvað svo á fundi sínum á föstudag að fela ráðherranefnd að taka við undirbúningi á breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson munu leiða nefndina og var málið því svo að segja tekið úr höndum Jóns. Frumvarpsdrögin sem Jón kynnti í síðustu viku voru birt á vefsíðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins á laugardag. Starfshópur sem Jón skipaði hefur unnið að frumvarpinu um hríð, að því er virðist án vitundar annarra ráðherra. Í starfshópnum voru Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík, Atli Gíslason þingmaður sem nýverið sagði sig úr Vinstri grænum, Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri í ráðuneytinu og fyrrverandi aðstoðarmaður Jóns Bjarnasonar, og Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK á Sauðárkróki. Ekki náðist í Jón Bjarnason í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hann sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu vegna málsins síðdegis. Þar segir að frumvarpsdrögin sem um ræðir séu vinnuskjöl sem geti orðið umræðugrundvöllur. Ekki sé um fullbúið stjórnarfrumvarp eða tillögur ráðherra að ræða. Jóhanna Sigurðardóttir segir hins vegar ljóst að frumvarpsdrögin sem Jón kynnti verði aldrei lögð fram sem stjórnarfrumvarp óbreytt. Í mörgum atriðum gangi drögin ansi langt frá stefnu ríkisstjórnarflokkanna. Jóhanna segir Jón Bjarnason ekki hafa verið sammála öðrum ráðherrum um þá ákvörðun að færa málið inn í ráðherranefnd. Aðspurð hvort sú aðgerð jafngildi vantraustsyfirlýsingu á embættisstörf Jóns svaraði hún: „Ég ætla ekki að tala um það hvort þetta er vantraust á hans vinnubrögð. Það er hins vegar ljóst að Jón Bjarnason hefur hagað sér með þeim hætti að það varð að grípa til ráðstafana.“ Jóhanna segist að lokum hafa fulla trú á því að ríkisstjórnin muni breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu áður en kjörtímabilinu er lokið. Þá óttast hún ekki að upp úr stjórnarsamstarfinu slitni á næstunni ef þingmenn flokkanna bera gæfu til þess að taka meiri hagsmuni fyrir minni. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Jóhanna sigurðardóttir Mikil óánægja er innan ríkisstjórnarinnar með framgöngu Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í tengslum við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ekki hægt að líða vinnubrögð Jóns. „Þetta er eitt stærsta mál ríkisstjórnarinnar og það gengur ekki að sjávarútvegsráðherra haldi því bara fyrir sig. Hann hefur unnið þessa vinnu án aðkomu stjórnarliða og heldur skipað í kringum sig fólki, sem tilheyrir stjórnarandstöðunni. Það eru vinnubrögð sem ekki er hægt að líða,“ segir Jóhanna og bætir því við að ráðherra sem starfi í umboði þingflokka ríkisstjórnarflokkanna en vilji ekki starfa með sé illa stætt í ríkisstjórn. Jón Bjarnason kynnti drög að nýju frumvarpi um breytingar á stjórn fiskveiða á fundi ríkisstjórnarinnar á þriðjudag. Ríkisstjórnin ákvað svo á fundi sínum á föstudag að fela ráðherranefnd að taka við undirbúningi á breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson munu leiða nefndina og var málið því svo að segja tekið úr höndum Jóns. Frumvarpsdrögin sem Jón kynnti í síðustu viku voru birt á vefsíðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins á laugardag. Starfshópur sem Jón skipaði hefur unnið að frumvarpinu um hríð, að því er virðist án vitundar annarra ráðherra. Í starfshópnum voru Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík, Atli Gíslason þingmaður sem nýverið sagði sig úr Vinstri grænum, Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri í ráðuneytinu og fyrrverandi aðstoðarmaður Jóns Bjarnasonar, og Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK á Sauðárkróki. Ekki náðist í Jón Bjarnason í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hann sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu vegna málsins síðdegis. Þar segir að frumvarpsdrögin sem um ræðir séu vinnuskjöl sem geti orðið umræðugrundvöllur. Ekki sé um fullbúið stjórnarfrumvarp eða tillögur ráðherra að ræða. Jóhanna Sigurðardóttir segir hins vegar ljóst að frumvarpsdrögin sem Jón kynnti verði aldrei lögð fram sem stjórnarfrumvarp óbreytt. Í mörgum atriðum gangi drögin ansi langt frá stefnu ríkisstjórnarflokkanna. Jóhanna segir Jón Bjarnason ekki hafa verið sammála öðrum ráðherrum um þá ákvörðun að færa málið inn í ráðherranefnd. Aðspurð hvort sú aðgerð jafngildi vantraustsyfirlýsingu á embættisstörf Jóns svaraði hún: „Ég ætla ekki að tala um það hvort þetta er vantraust á hans vinnubrögð. Það er hins vegar ljóst að Jón Bjarnason hefur hagað sér með þeim hætti að það varð að grípa til ráðstafana.“ Jóhanna segist að lokum hafa fulla trú á því að ríkisstjórnin muni breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu áður en kjörtímabilinu er lokið. Þá óttast hún ekki að upp úr stjórnarsamstarfinu slitni á næstunni ef þingmenn flokkanna bera gæfu til þess að taka meiri hagsmuni fyrir minni. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira