Innlent

Dæmd fyrir manndráp af gáleysi

Í nóvember í fyrra lést kona eftir að hafa orðið fyrir bíl þegar hún var að ganga yfir gangbraut.
Í nóvember í fyrra lést kona eftir að hafa orðið fyrir bíl þegar hún var að ganga yfir gangbraut.
Héraðsdómur Vesturlands hefur frestað ákvörðun um refsingu ungrar konu sem dæmd var fyrir manndráp af gáleysi. Konan var ákærð fyrir að hafa laugardaginn 27. nóvember 2010 ekið bifreið yfir gangbraut í Borgarnesi án nægjanlegar aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður þar sem útsýni var takmarkað vegna sólar sem var lágt á lofti og skein beint í augu hennar. Afleiðingarnar urðu þær að önnur kona sem gekk yfir gangbrautina varð fyrir bifreiðinni og hlaut við það mikla áverka, þar á meðal hryggbrot er leiddi til rofs á mænu. Konan lést nær samstundis.



Unga konan játaði brot sitt afdráttarlaust. Við mat á sök hennar hafði dómurinn í huga að við aksturinn þar sem slysið varð blindaðist hún vegna sólar sem skein beint í augu hennar. Þessar aðstæður hafi verið erfiðar fyrir ungu konuna, sem er óreyndur ökumaður. Auk þess er litið til þess að ákærða er ung að árum og með hreint sakavottorð. Unga konan var svipt ökurétti í sex mánuði frá birtingu dómsins.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×