Innlent

Gengið og prjónað um leið

Hélène Magnússon.
Hélène Magnússon.
Hönnuðurinn Hélène Magnússon fór fyrir prjónaferð á Fimmvörðuháls á dögunum og afrekaði það að prjóna heila peysu á leiðinni. Uppskriftin verður birt í bandarísku prjónabókinni Sweaters From Around the World á næsta ári. Peysan er ekki af einföldustu gerð heldur aðsniðin og minnir á gömlu íslensku peysufötin.

Hélène segir þetta gönguprjón ekkert einsdæmi en á árum áður var ekki óalgengt að konur og karlar gengju með prjónana í höndunum á milli bæja enda mátti fólk þá engan tíma missa. Hélène gekk með hnykilinn undir höndunum, eins og tíðkaðist forðum, og átti ekki í nokkrum vandræðum með að leiðsegja tólf manna hópi útlendinga á meðan. Þeir voru líka með prjónana með í för en létu sér nægja að prjóna í pásum. - ve / sjá allt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×