Alþjóða alnæmisdagurinn Svavar G. Jónsson skrifar 1. desember 2011 06:00 Alþjóða alnæmisdagurinn er í dag 1. desember. Á þessum degi er þess minnst um allan heim að sífellt verður að vera á varðbergi gagnvart útbreiðslu HIV og alnæmis. Minnst er með virðingu þeirra sem fallið hafa af völdum sjúkdómsins, þeim veittur styrkur með góðum hugsunum sem eru HIV-jákvæðir og ekki síst sendar þakkir til allra þeirra sem hafa lagt svo mikið af mörkum í baráttunni til að minnka skaðann sem HIV/alnæmi veldur. „Náum núllpunkti“WHO (Alþjóðaheilbrigðisstofnunin) hefur sent frá sér metnaðarfulla áætlun allt til ársins 2015 sem kallast „Getting to Zero“ eða eins og íslenska má hana „Náum núllpunkti“. Þetta kallar auðvitað á að allir taki höndum saman, sem vinna að málefnum HIV-jákvæðra, með m.a. aukinni fræðslu til almennings. Yfirlýsing sem þessi er auðvitað áskorun á yfirvöld velferðarmála að veita aukið fjármagn til fræðslu og forvarna varðandi málaflokkinn. Þörfin á forvörnum og fræðsluHIV Ísland, alnæmissamtökin, hefur í ár eins og undanfarin ár staðið fyrir fræðslu um HIV og alnæmi. Megin áhersla hefur verið lögð á að hitta fyrir 9. og 10. bekkinga í grunnskólum þar sem í fræðslunni er ekki síst lögð áhersla á að unglingarnir sýni sjálfum sér og öðrum fulla virðingu í kynlífsathöfnum sem og daglegu lífi. Fræðslustarfið er unnið í sjálfboðavinnu en þrátt fyrir það fylgir því margs konar kostnaður. Félagið hefur til þessa verkefnis notið styrkja ýmissa velvildaraðila og þar á meðal heilbrigðisyfirvalda. Það er alveg ljóst að með því að styrkja félagið til verkefnisins eru heilbrigðisyfirvöld að spara sér stórar upphæðir. Það myndi kosta margfalt meira ef hið opinbera stæði sjálft í þeirri útgerð. Þannig að yfirvöld mættu því alveg huga að því að láta meiri peninga af hendi til verkefnisins, þörfin á fræðslu og forvörnum er mikil. Erfitt ár senn að baki, þó ástæða til bjartsýniHér á landi hafa á árinu sem er að líða (miðað við 1. nóv.) greinst 17 einstaklingar HIV-jákvæðir, þrír af þeim með alnæmi og lést einn þeirra á árinu. Þetta er auðvitað algerlega óviðunandi ástand þó tala greindra-jákvæðra tilfella (miðað við 1. nóv.) sé lægri en á síðasta ári þá er þetta sami fjöldi og greindist 1985, annar stærsti hópur frá upphafi greininga. Nokkuð hefur breyst á undanförnum árum úr hvaða hópum þjóðfélagsins þeir koma sem greinast HIV-jákvæðir. Ef til vill má segja að sl. tvö ár hafi verið um nokkru erfiðari sjúklinga að ræða en áður. Þrátt fyrir það verður að tryggja að allir HIV-jákvæðir njóti lyfjameðferðar strax. Þegar litið er yfir á heimsvísu eru þau ánægjulegu tíðindi að gerast að nokkuð hefur dregið úr útbreiðslu HIV og má rekja það til betra aðgengis fátækari landa að viðeigandi lyfjum. Það er full ástæða til bjartsýni þar sem margt er að gerast í málefnum HIV-jákvæðra en jafnframt er algerlega ljóst að allir verða að halda vöku sinni varðandi útbreiðslu sjúkdómsins. Einstaklingurinn ber ábyrgð á sér, sínum athöfnum og tekur því afleiðingunum hverjar sem þær eru. Þó komin séu á markað lyf sem haldið geta HIV-veirunni innan smitandi marka þá er það ekki lækning og lyfjunum fylgja margvíslegar aukaverkanir. Það á hér við sem forðum var sagt „að brotið er ekki heilt þó saman hangi“. UmræðanHIV Ísland, sem málsvari HIV-jákvæðra og þeirra sem vilja berjast við þennan vanda, vill vera þátttakandi í umfjöllun yfirvalda um málefni tengd HIV og alnæmi. Því gerir félagið kröfu til opinberra aðila um það og gerum orð Öryrkjabandalags Íslands að okkar: „Ekkert um okkur án okkar.“ Opinber umræða í fjölmiðlum, um aukin smit, vandamál tengd útbreiðslu HIV meðal sprautufíkla og lyfjameðferð þeirra, hefur eðlilega verið mikil á árinu en líka oft verið óvægin. Núverandi stjórn félagsins hefur hins vegar á líðandi ári kosið að vera ekki áberandi í blaðaumfjöllunum þrátt fyrir þetta, heldur unnið störf sín í hljóði af þeim mun meiri festu og ákveðni. Í upphafi HIV-faraldursins var hægt að benda á og segja: „nei ekki þessi – eða þessi er í hættu“ svo er ekki lengur, HIV-veiran fer ekki í manngreiningarálit þegar hún stingur sér niður, allir eru jafnir fyrir henni. Við skulum í baráttunni haga okkur eins, hætta að draga fólk í flokka sem stuðlar að fordómum heldur standa saman því við erum jú öll að berjast að sama marki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóða alnæmisdagurinn er í dag 1. desember. Á þessum degi er þess minnst um allan heim að sífellt verður að vera á varðbergi gagnvart útbreiðslu HIV og alnæmis. Minnst er með virðingu þeirra sem fallið hafa af völdum sjúkdómsins, þeim veittur styrkur með góðum hugsunum sem eru HIV-jákvæðir og ekki síst sendar þakkir til allra þeirra sem hafa lagt svo mikið af mörkum í baráttunni til að minnka skaðann sem HIV/alnæmi veldur. „Náum núllpunkti“WHO (Alþjóðaheilbrigðisstofnunin) hefur sent frá sér metnaðarfulla áætlun allt til ársins 2015 sem kallast „Getting to Zero“ eða eins og íslenska má hana „Náum núllpunkti“. Þetta kallar auðvitað á að allir taki höndum saman, sem vinna að málefnum HIV-jákvæðra, með m.a. aukinni fræðslu til almennings. Yfirlýsing sem þessi er auðvitað áskorun á yfirvöld velferðarmála að veita aukið fjármagn til fræðslu og forvarna varðandi málaflokkinn. Þörfin á forvörnum og fræðsluHIV Ísland, alnæmissamtökin, hefur í ár eins og undanfarin ár staðið fyrir fræðslu um HIV og alnæmi. Megin áhersla hefur verið lögð á að hitta fyrir 9. og 10. bekkinga í grunnskólum þar sem í fræðslunni er ekki síst lögð áhersla á að unglingarnir sýni sjálfum sér og öðrum fulla virðingu í kynlífsathöfnum sem og daglegu lífi. Fræðslustarfið er unnið í sjálfboðavinnu en þrátt fyrir það fylgir því margs konar kostnaður. Félagið hefur til þessa verkefnis notið styrkja ýmissa velvildaraðila og þar á meðal heilbrigðisyfirvalda. Það er alveg ljóst að með því að styrkja félagið til verkefnisins eru heilbrigðisyfirvöld að spara sér stórar upphæðir. Það myndi kosta margfalt meira ef hið opinbera stæði sjálft í þeirri útgerð. Þannig að yfirvöld mættu því alveg huga að því að láta meiri peninga af hendi til verkefnisins, þörfin á fræðslu og forvörnum er mikil. Erfitt ár senn að baki, þó ástæða til bjartsýniHér á landi hafa á árinu sem er að líða (miðað við 1. nóv.) greinst 17 einstaklingar HIV-jákvæðir, þrír af þeim með alnæmi og lést einn þeirra á árinu. Þetta er auðvitað algerlega óviðunandi ástand þó tala greindra-jákvæðra tilfella (miðað við 1. nóv.) sé lægri en á síðasta ári þá er þetta sami fjöldi og greindist 1985, annar stærsti hópur frá upphafi greininga. Nokkuð hefur breyst á undanförnum árum úr hvaða hópum þjóðfélagsins þeir koma sem greinast HIV-jákvæðir. Ef til vill má segja að sl. tvö ár hafi verið um nokkru erfiðari sjúklinga að ræða en áður. Þrátt fyrir það verður að tryggja að allir HIV-jákvæðir njóti lyfjameðferðar strax. Þegar litið er yfir á heimsvísu eru þau ánægjulegu tíðindi að gerast að nokkuð hefur dregið úr útbreiðslu HIV og má rekja það til betra aðgengis fátækari landa að viðeigandi lyfjum. Það er full ástæða til bjartsýni þar sem margt er að gerast í málefnum HIV-jákvæðra en jafnframt er algerlega ljóst að allir verða að halda vöku sinni varðandi útbreiðslu sjúkdómsins. Einstaklingurinn ber ábyrgð á sér, sínum athöfnum og tekur því afleiðingunum hverjar sem þær eru. Þó komin séu á markað lyf sem haldið geta HIV-veirunni innan smitandi marka þá er það ekki lækning og lyfjunum fylgja margvíslegar aukaverkanir. Það á hér við sem forðum var sagt „að brotið er ekki heilt þó saman hangi“. UmræðanHIV Ísland, sem málsvari HIV-jákvæðra og þeirra sem vilja berjast við þennan vanda, vill vera þátttakandi í umfjöllun yfirvalda um málefni tengd HIV og alnæmi. Því gerir félagið kröfu til opinberra aðila um það og gerum orð Öryrkjabandalags Íslands að okkar: „Ekkert um okkur án okkar.“ Opinber umræða í fjölmiðlum, um aukin smit, vandamál tengd útbreiðslu HIV meðal sprautufíkla og lyfjameðferð þeirra, hefur eðlilega verið mikil á árinu en líka oft verið óvægin. Núverandi stjórn félagsins hefur hins vegar á líðandi ári kosið að vera ekki áberandi í blaðaumfjöllunum þrátt fyrir þetta, heldur unnið störf sín í hljóði af þeim mun meiri festu og ákveðni. Í upphafi HIV-faraldursins var hægt að benda á og segja: „nei ekki þessi – eða þessi er í hættu“ svo er ekki lengur, HIV-veiran fer ekki í manngreiningarálit þegar hún stingur sér niður, allir eru jafnir fyrir henni. Við skulum í baráttunni haga okkur eins, hætta að draga fólk í flokka sem stuðlar að fordómum heldur standa saman því við erum jú öll að berjast að sama marki.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun