Lífið

Ríkir ungir Bretar

í góðum málum Leikaranir ungu í Harry Potter, Rupert Grint, Emma Watson og Daniel Radcliffe, sitja í fyrstu fimm sætunum á lista yfir þrjátíu ríkustu Breta undir þrítugu.
í góðum málum Leikaranir ungu í Harry Potter, Rupert Grint, Emma Watson og Daniel Radcliffe, sitja í fyrstu fimm sætunum á lista yfir þrjátíu ríkustu Breta undir þrítugu.
Breska tímaritið Heat Magazine hefur tekið saman lista yfir þrjátíu ríkustu Bretana undir þrítugu.

Það kemur ekki á óvart að sjálfur Harry Potter, Daniel Radcliffe, trónir á toppnum en hann halaði inn tæpa tíu milljarða íslenskra króna árið 2010. Samleikarar hans í Harry Potter, þau Emma Watson og Rupert Grint, sitja í fjórða og fimmta sæti listans með rúma fjóra milljarða í árslaun á mann. Það er því ljóst að þríeykið er á grænni grein þrátt fyrir að Harry Potter ævintýrinu hafi lokið í sumar.

Leikararnir Keira Knightley og Robert Pattinson eru í öðru og þriðja sæti listans en bæði hafa verið að gera það gott á hvíta tjaldinu upp á síðkastið. Knightley var með tæpa sex milljarða í tekjur á síðasta ári en hún er að taka upp myndina Önnu Kareninu þessa dagana. Pattison vann sér inn fimm milljarða íslenskra króna en hann hefur verið að gera það gott með leik sínum í Twilight-seríunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.