Anna Úrsúla: Bara einhver vitlaus hjátrú hjá mér Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 5. desember 2011 08:00 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir vill ekki horfa þegar íslenska landsliðið fær víti á HM í Brasilíu. Mynd/Pjetur Það er löngu vitað að afreksfólk í íþróttum notar ótrúlegustu hluti og aðferðir til þess að róa taugarnar. Leikmenn íslenska kvennalandsliðið í handbolta eru þar engin undantekning. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fer fremst í flokki á þessu sviði hjá HM-liði Íslands. Línumaðurinn sterki er ekki með taugar í það að horfa á liðsfélaga sína taka vítaköst. Hún snýr alltaf baki í markið þegar íslenska liðið tekur víti, eins og sjá má á myndinni sem Pjetur Sigurðsson ljósmyndari Fréttablaðsins tók á leiknum gegn Svartfjallalandi í gær. „Þetta er bara einhver vitlaus hjátrú hjá mér sem ég byrjaði á í fyrstu úrslitakeppninni með Val,“ sagði Anna og hló þegar hún var spurð um þessa hluti á Mercure-hótelinu í Santos í gær. Anna Úrsúla er mun vanari því að taka vítaköstin sjálf, en hún er ekki fyrsti valkostur hjá íslenska liðinu á þessu móti. Var stressuð yfir vítunum„Ég var bara stressuð yfir þessum vítaköstum á þessum tíma og fór að gera þetta. Fór bara aftur að punktalínu á varnarhelmingnum, krossaði fingur og vonaði það besta. Mér fannst þetta virka svo vel að ég hélt bara áfram að gera þetta,“ sagði Anna en hún hefur einnig reynt að „afsanna“ þessa hjátrú með mjög „óvísindalegum hætti“. „Ég var eitthvað farin að efast um þetta um daginn. Og hætti að gera þetta, sneri að markinu, og þá klúðraði hún sem tók vítið fyrir okkur. Þannig að það er engin spurning um að ég verð að halda þessu rugli áfram.“ Anna tekur það skýrt fram að hún sé ekki að lýsa yfir vantrausti á þá leikmenn sem taki vítin fyrir Ísland. „Ég treysti þeim 100%, Karen (Knútsdóttir) og Stella (Sigurðardóttir) hafa séð um þetta. Jenný markvörður (Guðný Jenný Ásmundsdóttir) lætur mig bara vita hvernig þetta fer hjá þeim í hvert sinn.“ Var verri í fótboltanumLandsliðskonan segir að hún hafi verið mun verri í þessari hjátrú þegar hún var að æfa og keppa í fótbolta. „Þá var ég alveg í ruglinu og með hrikalega marga hluti sem ég varð alltaf að gera eins fyrir hvern leik. Núna læt ég þetta eina skrýtna atriði nægja.“ Eins og gefur að skilja er Anna Úrsúla ekki sú eina í íslenska liðinu sem er með einhverja siði eða hjátrú sem þurfa að vera í lagi fyrir leik. Hún þarf aðeins að hugsa sig um þegar hún er beðin um að nefna eitthvað mjög undarlegt. Þórey þolir ekki úfna fléttu„Það toppar ekkert það sem Þórey (Rósa Stefánsdóttir) gerði fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi. Hún þurfti að gera fléttuna í hárið fjórum sinnum því hún má ekki vera úfin. Þannig er þetta hjá henni, úfin flétta er sama og lélegur leikur. Þetta er mjög mismunandi eftir fólki. Sumir gera þetta til þess að róa sig og ef það virkar er um að gera halda því bara áfram. Ef mér líður vel með þetta held ég þessu áfram – ekki nema ég fari að taka vítinn, en ég á ekki von á því,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Það er löngu vitað að afreksfólk í íþróttum notar ótrúlegustu hluti og aðferðir til þess að róa taugarnar. Leikmenn íslenska kvennalandsliðið í handbolta eru þar engin undantekning. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fer fremst í flokki á þessu sviði hjá HM-liði Íslands. Línumaðurinn sterki er ekki með taugar í það að horfa á liðsfélaga sína taka vítaköst. Hún snýr alltaf baki í markið þegar íslenska liðið tekur víti, eins og sjá má á myndinni sem Pjetur Sigurðsson ljósmyndari Fréttablaðsins tók á leiknum gegn Svartfjallalandi í gær. „Þetta er bara einhver vitlaus hjátrú hjá mér sem ég byrjaði á í fyrstu úrslitakeppninni með Val,“ sagði Anna og hló þegar hún var spurð um þessa hluti á Mercure-hótelinu í Santos í gær. Anna Úrsúla er mun vanari því að taka vítaköstin sjálf, en hún er ekki fyrsti valkostur hjá íslenska liðinu á þessu móti. Var stressuð yfir vítunum„Ég var bara stressuð yfir þessum vítaköstum á þessum tíma og fór að gera þetta. Fór bara aftur að punktalínu á varnarhelmingnum, krossaði fingur og vonaði það besta. Mér fannst þetta virka svo vel að ég hélt bara áfram að gera þetta,“ sagði Anna en hún hefur einnig reynt að „afsanna“ þessa hjátrú með mjög „óvísindalegum hætti“. „Ég var eitthvað farin að efast um þetta um daginn. Og hætti að gera þetta, sneri að markinu, og þá klúðraði hún sem tók vítið fyrir okkur. Þannig að það er engin spurning um að ég verð að halda þessu rugli áfram.“ Anna tekur það skýrt fram að hún sé ekki að lýsa yfir vantrausti á þá leikmenn sem taki vítin fyrir Ísland. „Ég treysti þeim 100%, Karen (Knútsdóttir) og Stella (Sigurðardóttir) hafa séð um þetta. Jenný markvörður (Guðný Jenný Ásmundsdóttir) lætur mig bara vita hvernig þetta fer hjá þeim í hvert sinn.“ Var verri í fótboltanumLandsliðskonan segir að hún hafi verið mun verri í þessari hjátrú þegar hún var að æfa og keppa í fótbolta. „Þá var ég alveg í ruglinu og með hrikalega marga hluti sem ég varð alltaf að gera eins fyrir hvern leik. Núna læt ég þetta eina skrýtna atriði nægja.“ Eins og gefur að skilja er Anna Úrsúla ekki sú eina í íslenska liðinu sem er með einhverja siði eða hjátrú sem þurfa að vera í lagi fyrir leik. Hún þarf aðeins að hugsa sig um þegar hún er beðin um að nefna eitthvað mjög undarlegt. Þórey þolir ekki úfna fléttu„Það toppar ekkert það sem Þórey (Rósa Stefánsdóttir) gerði fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi. Hún þurfti að gera fléttuna í hárið fjórum sinnum því hún má ekki vera úfin. Þannig er þetta hjá henni, úfin flétta er sama og lélegur leikur. Þetta er mjög mismunandi eftir fólki. Sumir gera þetta til þess að róa sig og ef það virkar er um að gera halda því bara áfram. Ef mér líður vel með þetta held ég þessu áfram – ekki nema ég fari að taka vítinn, en ég á ekki von á því,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.
Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira