Lífið

Engin íslensk jólamynd í ár

Engin íslensk bíómynd verður frumsýnd um jólin. Hefð hefur skapast fyrir því að íslenskar kvikmyndir skemmti fólki um hátíðarnar.
Engin íslensk bíómynd verður frumsýnd um jólin. Hefð hefur skapast fyrir því að íslenskar kvikmyndir skemmti fólki um hátíðarnar.
Engin íslensk mynd verður frumsýnd um þessi jól. Því verða aðdáendur íslenskra kvikmynda að leita á önnur mið vilji þeir skemmta sér um jólin. Vonir stóðu til að annaðhvort Svartur á leik eða Djúpið yrðu frumsýndar um jólaleytið en ekki verður af því. Baltasar Kormákur, leikstjóri Djúpsins, var ekki viss hvenær frumsýning myndarinnar yrði og var ekki reiðubúinn til að staðfesta endanlega dagsetningu í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður Svartur á leik ekki frumsýnd fyrr en í mars en myndin er byggð á samnefndri bók Stefáns Mána.

Ákveðin hefð hefur skapast fyrir því að íslenskar kvikmyndir skemmti áhorfendum um jóla-hátíðarnar. Í fyrra var það unglingamyndin Gauragangur eftir Gunnar Björn Guðmundsson og árið þar áður var það Bjarnfreðarson sem kitlaði hláturtaugar landsmanna. Kvikmyndirnar Köld slóð og Dugguholufólkið voru svo báðar frumsýndar um jólaleytið árin 2007 og 2006 en ekkert slíkt verður hins vegar á borðstólum á þessu ári.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×