Afnema má gjaldeyrishöftin hraðar 16. desember 2011 06:00 Áætlun stjórnvalda kynnt Sérfræðingahópur Viðskiptaráðs telur áætlun Seðlabankans ekki nægilega markvissa. Aðstoðarseðlabankastjóri fagnar framtaki Viðskiptaráðs en telur skynsamlegt að halda sig við fyrirliggjandi áætlun.Fréttablaðið/vilhelm Viðskiptaráð Íslands kynnti í gær tillögur sérfræðingahóps úr viðskiptalífi og háskólunum um hvernig afnema megi gjaldeyrishöft á einu ári. Er það mat hópsins að það megi gera á svo skömmum tíma án þess að verulegur þrýstingur verði á gjaldeyrismarkaði og þannig að kostnaður verði ekki of mikill. Við sama tækifæri kynnti ráðið nýja skýrslu um gjaldeyrishöftin. „Við teljum að þessi áætlun sé raunhæf og framkvæmanleg. Hún er markvissari en áætlun Seðlabankans þar sem í henni er gengið ákveðnar til verks en nú við öflun upplýsinga um núverandi styrk gjaldmiðilsins og að losa um þrýsting vegna aflandskróna,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og bætir því við að eins árs tímarammann beri ekki að taka of bókstaflega. Yfirskrift áætlunarinnar endurspegli fyrst og fremst óþolinmæði með framgang áætlunar Seðlabankans og þá trú að fara megi fram með meiri ákveðni. Finnur segir að ekki hafi farið fram nægilega djúp umræða um áætlun Seðlabankans og því hafi Viðskiptaráð haft frumkvæði að þeirri vinnu sem kynnt var í gær. Þá gerir hann sér vonir um að fleiri aðilar muni láta sig málið varða á næstunni. Sérfræðingahópinn skipuðu átta sérfræðingar úr atvinnulífi og háskólunum, þar á meðal Gylfi Magnússon dósent, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Í greinargerð hópsins segir að nauðsynlegt sé að draga eftir föngum úr líkum á því að sambærilegt ójafnvægi og skapaðist í gjaldeyrismálum fyrir fall krónunnar 2008 myndist á ný. Áætlun hópsins tekur mið af því en henni er skipt í tvennt. Fyrra skrefið snýr að því að losa um svokallaða snjóhengju óþolinmóðs fjármagns með því að gefa eigendum króna kost á að bjóða í langtíma ríkisskuldabréf í erlendum gjaldmiðlum. Slík bréf væri svo hægt að selja á virkum eftirmarkaði og þannig breyta í aðrar tegundir erlendra eigna. Seinna skrefið væri svo afnám almennra gjaldeyrishafta þar sem hömlum sem nú eru í gildi yrði aflétt í þrepum á um það bil tólf mánaða tímabili. Þessu til viðbótar þyrfti að útfæra reglur sem hefðu það hlutverk að koma í veg fyrir að þau mál sem leiddu til gjaldeyriskreppunnar 2008 endurtækju sig. Ræðumenn voru sammála um að gjaldeyrishöftin yllu efnahagslífinu og landsmönnum öllum talsverðum skaða. Þau væru hamlandi fyrir framgang og vöxt atvinnulífsins og stæðu þar með hagvexti fyrir þrifum. Þá drægju þau úr skilvirkni og bjöguðu ákvörðunartöku. Þó voru flestir sammála um nauðsyn þess að setja á höft á sínum tíma. Þau hefðu komið í veg fyrir að krónan félli talsvert meira en hún gerði. Það hefði leitt af sér aukna verðbólgu, hærri vexti, lægri kaupátt og enn verri skuldastöðu heimila og fyrirtækja. Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, var meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum. Hann fjallaði um áætlun Seðlabankans og sagði farsælast að styðjast áfram við hana. Hann fagnaði þó framtaki Viðskiptaráðs og hvatti fleiri til að viðra skoðanir sínar. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands kynnti í gær tillögur sérfræðingahóps úr viðskiptalífi og háskólunum um hvernig afnema megi gjaldeyrishöft á einu ári. Er það mat hópsins að það megi gera á svo skömmum tíma án þess að verulegur þrýstingur verði á gjaldeyrismarkaði og þannig að kostnaður verði ekki of mikill. Við sama tækifæri kynnti ráðið nýja skýrslu um gjaldeyrishöftin. „Við teljum að þessi áætlun sé raunhæf og framkvæmanleg. Hún er markvissari en áætlun Seðlabankans þar sem í henni er gengið ákveðnar til verks en nú við öflun upplýsinga um núverandi styrk gjaldmiðilsins og að losa um þrýsting vegna aflandskróna,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og bætir því við að eins árs tímarammann beri ekki að taka of bókstaflega. Yfirskrift áætlunarinnar endurspegli fyrst og fremst óþolinmæði með framgang áætlunar Seðlabankans og þá trú að fara megi fram með meiri ákveðni. Finnur segir að ekki hafi farið fram nægilega djúp umræða um áætlun Seðlabankans og því hafi Viðskiptaráð haft frumkvæði að þeirri vinnu sem kynnt var í gær. Þá gerir hann sér vonir um að fleiri aðilar muni láta sig málið varða á næstunni. Sérfræðingahópinn skipuðu átta sérfræðingar úr atvinnulífi og háskólunum, þar á meðal Gylfi Magnússon dósent, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Í greinargerð hópsins segir að nauðsynlegt sé að draga eftir föngum úr líkum á því að sambærilegt ójafnvægi og skapaðist í gjaldeyrismálum fyrir fall krónunnar 2008 myndist á ný. Áætlun hópsins tekur mið af því en henni er skipt í tvennt. Fyrra skrefið snýr að því að losa um svokallaða snjóhengju óþolinmóðs fjármagns með því að gefa eigendum króna kost á að bjóða í langtíma ríkisskuldabréf í erlendum gjaldmiðlum. Slík bréf væri svo hægt að selja á virkum eftirmarkaði og þannig breyta í aðrar tegundir erlendra eigna. Seinna skrefið væri svo afnám almennra gjaldeyrishafta þar sem hömlum sem nú eru í gildi yrði aflétt í þrepum á um það bil tólf mánaða tímabili. Þessu til viðbótar þyrfti að útfæra reglur sem hefðu það hlutverk að koma í veg fyrir að þau mál sem leiddu til gjaldeyriskreppunnar 2008 endurtækju sig. Ræðumenn voru sammála um að gjaldeyrishöftin yllu efnahagslífinu og landsmönnum öllum talsverðum skaða. Þau væru hamlandi fyrir framgang og vöxt atvinnulífsins og stæðu þar með hagvexti fyrir þrifum. Þá drægju þau úr skilvirkni og bjöguðu ákvörðunartöku. Þó voru flestir sammála um nauðsyn þess að setja á höft á sínum tíma. Þau hefðu komið í veg fyrir að krónan félli talsvert meira en hún gerði. Það hefði leitt af sér aukna verðbólgu, hærri vexti, lægri kaupátt og enn verri skuldastöðu heimila og fyrirtækja. Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, var meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum. Hann fjallaði um áætlun Seðlabankans og sagði farsælast að styðjast áfram við hana. Hann fagnaði þó framtaki Viðskiptaráðs og hvatti fleiri til að viðra skoðanir sínar. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira