Tölvuþrjótar stjórna 10% íslenskra tölva 17. desember 2011 08:30 Tölvuþrjótar geta stolið ýmiss konar viðkvæmum upplýsingum úr sýktum tölvum og selt öðrum, til dæmis upplýsingar um kreditkort og bankareikninga.Nordicphotos/AFP Tíunda hver tölva á Íslandi er sýkt af óværu sem gerir tölvuþrjótum kleift að nota hana til að gera netárásir, senda ruslpóst eða stela upplýsingum úr tölvunni sjálfri. Ísland er í sjötta sæti yfir þau lönd þar sem hlutfall af smituðum tölvum er hæst. Hlutfallslega flestar tölvur eru smitaðar í Grikklandi og Ísrael, þar sem fimmta hver tölva er sýkt. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var við tækniháskólann í Delft í Hollandi. Miðað við fjölda heimila sem eru með netið má búast við að um 115 þúsund fjölskyldur á Íslandi eigi eina eða fleiri tölvur. Á mörgum heimilum eru fleiri en ein tölva, og því hægt að áætla að tugir þúsunda íslenskra tölva séu sýktar. Tölvuþrjótar geta notað sýktar tölvur til ýmissa verka. Með því að tengja saman mikinn fjölda í einu er hægt að nota þær til að gera netárásir á vefsíður fyrirtækja og stofnana, og setja þær á hliðina í lengri eða skemmri tíma, segir Jón Kristinn Ragnarsson, sérfræðingur í upplýsingatækni hjá Deloitte. Í raun getur hver sem er leigt þjónustu slíkra tölvuþrjóta, og fengið þar með aðgang að þúsundum tölva til einhverra verka í stuttan tíma fyrir lítið fé. Einnig er hægt að nota tölvurnar til að senda ruslpóst í miklu magni án þess að eigandi tölvunnar verði þess var. Með því að smita tölvuna geta tölvuþrjótar einnig nálgast allar upplýsingar sem þar er að finna og fara þar í gegn. Þar á meðal allt sem slegið er inn á lyklaborðið, segir Jón Kristinn. Hann bendir á að mat hollensku sérfræðinganna sé trúlega fremur varfærið og það séu sannarlega alvarlegar fréttir að svo hátt hlutfall íslenskra tölva sé sýkt. Hingað til hafi mátt búast við að takmörk á netumferð til landsins í gegnum sæstrengi gæti verndað landið að einhverju leyti fyrir álagsárásum á vefsíður. Séu svo margar tölvur sýktar hér á landi sé lítið hald í þeim vörnum. brjann@frettabladid.is Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tíunda hver tölva á Íslandi er sýkt af óværu sem gerir tölvuþrjótum kleift að nota hana til að gera netárásir, senda ruslpóst eða stela upplýsingum úr tölvunni sjálfri. Ísland er í sjötta sæti yfir þau lönd þar sem hlutfall af smituðum tölvum er hæst. Hlutfallslega flestar tölvur eru smitaðar í Grikklandi og Ísrael, þar sem fimmta hver tölva er sýkt. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var við tækniháskólann í Delft í Hollandi. Miðað við fjölda heimila sem eru með netið má búast við að um 115 þúsund fjölskyldur á Íslandi eigi eina eða fleiri tölvur. Á mörgum heimilum eru fleiri en ein tölva, og því hægt að áætla að tugir þúsunda íslenskra tölva séu sýktar. Tölvuþrjótar geta notað sýktar tölvur til ýmissa verka. Með því að tengja saman mikinn fjölda í einu er hægt að nota þær til að gera netárásir á vefsíður fyrirtækja og stofnana, og setja þær á hliðina í lengri eða skemmri tíma, segir Jón Kristinn Ragnarsson, sérfræðingur í upplýsingatækni hjá Deloitte. Í raun getur hver sem er leigt þjónustu slíkra tölvuþrjóta, og fengið þar með aðgang að þúsundum tölva til einhverra verka í stuttan tíma fyrir lítið fé. Einnig er hægt að nota tölvurnar til að senda ruslpóst í miklu magni án þess að eigandi tölvunnar verði þess var. Með því að smita tölvuna geta tölvuþrjótar einnig nálgast allar upplýsingar sem þar er að finna og fara þar í gegn. Þar á meðal allt sem slegið er inn á lyklaborðið, segir Jón Kristinn. Hann bendir á að mat hollensku sérfræðinganna sé trúlega fremur varfærið og það séu sannarlega alvarlegar fréttir að svo hátt hlutfall íslenskra tölva sé sýkt. Hingað til hafi mátt búast við að takmörk á netumferð til landsins í gegnum sæstrengi gæti verndað landið að einhverju leyti fyrir álagsárásum á vefsíður. Séu svo margar tölvur sýktar hér á landi sé lítið hald í þeim vörnum. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“