Vill endurskoða skotvopnabúnað lögreglu 27. desember 2011 07:30 Vígbúnaður undirheima Jökull segir að glöggt megi sjá að skotvopn séu að verða algengari í undirheimum hér á landi. Hér sést hluti vopnabúrs sem var tekið við húsleit í Reykjavík fyrir skemmstu. FRéttabalaðið/anton Þróun ástands og aukin skotvopnanotkun í glæpaheiminum hér á landi undanfarin misseri er farin að kalla á frekari umræðu um skotvopnanotkun lögreglu. Þetta er megininntak greinar lögreglumannsins G. Jökuls Gíslasonar í nýjasta eintaki Lögreglumannsins, félagsblaði Landssambands lögreglumanna. Jökull tekur í greininni nokkur nýleg dæmi um atvik þar sem skotvopnum hefur verið beitt við handrukkanir og rán hér á landi. Það segir hann hafa hleypt umræðunni af stað. „Þannig að hvort heldur sem við viljum eða viljum ekki búa í vopnlausu samfélagi er þetta ekki atriði sem við fáum að kjósa um eða tekur tillit til óska okkar." Hann bætir því við að reynsla nágranna landana sýni að skotvopnavæðing undirheima gerist á afar skömmum tíma. „Vopnaburður lögreglu á Íslandi snýst ekki um ákvörðun um í hvernig samfélagi við viljum búa heldur um kalt mat á staðreyndum," skrifar Jökull. „Óvopnaðir lögreglumenn hafa þegar verið sendir í verkefni þar sem verkefnið sjálft bar með sér að þeir hefðu alls ekki átt að fara í það óvopnaðir. Það er komið að þeim tímapunkti að við þurfum að skoða og gera klárt til þess að við getum, með skömmum fyrirvara, vopnað lögreglu landsins." Jökull segir í samtali við Fréttablaðið að hugmyndir hans séu að norskri og breskri fyrirmynd. „Þeir eru með byssur í læstum hirslum í bílunum þannig að ef nauðsyn krefur geta lögregluþjónar nálgast vopnin." Hann segist alls ekki tala fyrir munn allra lögreglumanna í þessum málum en vissulegra margra þeirra sem eru útivinnandi. Í greininni leitast Jökull einnig við að svara nokkrum „mýtum" sem hann segir að séu í umræðunni um vopnaburð lögreglu. Til dæmis sé Ísland alls ekki vopnlaust land, þar sem skotvopnaeign sé nokkuð almenn, þá sé lögregla vopnuð í mörgum nágrannalöndunum og þvert á það sem margir telja, leiði aukinn vopnaburður lögreglu ekki til þess sama hjá glæpamönnum. „Því er í raun þveröfugt farið. Lögregla sem er íhaldssöm stofnun í eðli sínu hefur sögulega vígbúist til að bregðast við harðnandi samfélagi." Jökull segir þó að áður en nokkuð verði að gert í þessum málum verði að tryggja vinnuumhverfi lögreglumanna. Þeir þurfi skýrar verklagsreglur til að ekkert fari milli mála varðandi þeirra stöðu við embættisstörf. thorgils@frettabladid.isMynd/Úr safni Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Þróun ástands og aukin skotvopnanotkun í glæpaheiminum hér á landi undanfarin misseri er farin að kalla á frekari umræðu um skotvopnanotkun lögreglu. Þetta er megininntak greinar lögreglumannsins G. Jökuls Gíslasonar í nýjasta eintaki Lögreglumannsins, félagsblaði Landssambands lögreglumanna. Jökull tekur í greininni nokkur nýleg dæmi um atvik þar sem skotvopnum hefur verið beitt við handrukkanir og rán hér á landi. Það segir hann hafa hleypt umræðunni af stað. „Þannig að hvort heldur sem við viljum eða viljum ekki búa í vopnlausu samfélagi er þetta ekki atriði sem við fáum að kjósa um eða tekur tillit til óska okkar." Hann bætir því við að reynsla nágranna landana sýni að skotvopnavæðing undirheima gerist á afar skömmum tíma. „Vopnaburður lögreglu á Íslandi snýst ekki um ákvörðun um í hvernig samfélagi við viljum búa heldur um kalt mat á staðreyndum," skrifar Jökull. „Óvopnaðir lögreglumenn hafa þegar verið sendir í verkefni þar sem verkefnið sjálft bar með sér að þeir hefðu alls ekki átt að fara í það óvopnaðir. Það er komið að þeim tímapunkti að við þurfum að skoða og gera klárt til þess að við getum, með skömmum fyrirvara, vopnað lögreglu landsins." Jökull segir í samtali við Fréttablaðið að hugmyndir hans séu að norskri og breskri fyrirmynd. „Þeir eru með byssur í læstum hirslum í bílunum þannig að ef nauðsyn krefur geta lögregluþjónar nálgast vopnin." Hann segist alls ekki tala fyrir munn allra lögreglumanna í þessum málum en vissulegra margra þeirra sem eru útivinnandi. Í greininni leitast Jökull einnig við að svara nokkrum „mýtum" sem hann segir að séu í umræðunni um vopnaburð lögreglu. Til dæmis sé Ísland alls ekki vopnlaust land, þar sem skotvopnaeign sé nokkuð almenn, þá sé lögregla vopnuð í mörgum nágrannalöndunum og þvert á það sem margir telja, leiði aukinn vopnaburður lögreglu ekki til þess sama hjá glæpamönnum. „Því er í raun þveröfugt farið. Lögregla sem er íhaldssöm stofnun í eðli sínu hefur sögulega vígbúist til að bregðast við harðnandi samfélagi." Jökull segir þó að áður en nokkuð verði að gert í þessum málum verði að tryggja vinnuumhverfi lögreglumanna. Þeir þurfi skýrar verklagsreglur til að ekkert fari milli mála varðandi þeirra stöðu við embættisstörf. thorgils@frettabladid.isMynd/Úr safni
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira