Kristinn: Skil sáttur við Breiðablik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. desember 2011 06:00 Kristinn í leik með Breiðabliki gegn Val í sumar. Hann hefur skorað 34 mörk í efstu deild sem er félagsmet.fréttablaðið/valli Kristinn Steindórsson hélt í gær utan til Svíþjóðar til að skrifa undir þriggja ára samning við Halmstad. Hann ákvað fyrr í haust að leita sér að liði utan landsteinanna og segir að fleiri lið hafi verið í myndinni. Forráðamenn Halmstad hafi hins vegar sýnt mestan áhuga sem réði úrslitum. „Það skiptir auðvitað mjög miklu máli en ég tel líka að þetta sé fínn staður til að hefja atvinnumannaferilinn," sagði Kristinn sem er 21 árs gamall sóknarmaður. Hann hefur þó áorkað mikið hjá uppeldisfélagi sínu, Breiðabliki, og orðið til að mynda bæði Íslands- og bikarmeistari. Í sumar varð hann svo markahæsti leikmaður liðsins í efstu deild frá upphafi og stendur það met nú í 35 mörkum. Halmstad féll úr sænsku úrvalsdeildinni í haust en nú rétt fyrir jól samdi annar íslenskur sóknarmaður, Guðjón Baldvinsson, við félagið. Fyrir er Jónas Guðni Sævarsson á mála hjá Halmstad. „Þetta er fín deild en ekki of stór fyrir mitt fyrsta skref í atvinnumennsku. Ég vil frekar fá að spila en að dúsa á bekknum hjá sterkara liði. Það skemmir heldur ekki fyrir að hafa þá Guðjón og Jónas með mér." Aðdragandinn að félagaskiptunum hefur verið nokkuð langur hjá Kristni en samningur hans við Breiðablik rann út í október. Blikar eiga þó rétt á uppeldisbótum fyrir Kristinn og var því samið um kaupverð. „Stefnan var alltaf sett á að komast út og var ég því ekki að skoða neitt hér heima. Óvissan var þó nokkur og óþægilegt að vita ekki hvað tekur við. Ég hef verið í ágætu fríi í haust og hlakka til að komast út til að hefja æfinga með nýju liði." Hann segist vera sáttur á þessum tímamótum á sínum unga ferli. „Ég hef unnið flest það sem hægt er að vinna með Breiðabliki allt frá því í yngri flokkunum. Það var gaman líka að ná metinu í sumar og ég tel þetta hentuga tímasetningu fyrir næsta áskorun. Ég skil sáttur við leikmenn og þjálfara Breiðabliks," segir Kristinn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Sjá meira
Kristinn Steindórsson hélt í gær utan til Svíþjóðar til að skrifa undir þriggja ára samning við Halmstad. Hann ákvað fyrr í haust að leita sér að liði utan landsteinanna og segir að fleiri lið hafi verið í myndinni. Forráðamenn Halmstad hafi hins vegar sýnt mestan áhuga sem réði úrslitum. „Það skiptir auðvitað mjög miklu máli en ég tel líka að þetta sé fínn staður til að hefja atvinnumannaferilinn," sagði Kristinn sem er 21 árs gamall sóknarmaður. Hann hefur þó áorkað mikið hjá uppeldisfélagi sínu, Breiðabliki, og orðið til að mynda bæði Íslands- og bikarmeistari. Í sumar varð hann svo markahæsti leikmaður liðsins í efstu deild frá upphafi og stendur það met nú í 35 mörkum. Halmstad féll úr sænsku úrvalsdeildinni í haust en nú rétt fyrir jól samdi annar íslenskur sóknarmaður, Guðjón Baldvinsson, við félagið. Fyrir er Jónas Guðni Sævarsson á mála hjá Halmstad. „Þetta er fín deild en ekki of stór fyrir mitt fyrsta skref í atvinnumennsku. Ég vil frekar fá að spila en að dúsa á bekknum hjá sterkara liði. Það skemmir heldur ekki fyrir að hafa þá Guðjón og Jónas með mér." Aðdragandinn að félagaskiptunum hefur verið nokkuð langur hjá Kristni en samningur hans við Breiðablik rann út í október. Blikar eiga þó rétt á uppeldisbótum fyrir Kristinn og var því samið um kaupverð. „Stefnan var alltaf sett á að komast út og var ég því ekki að skoða neitt hér heima. Óvissan var þó nokkur og óþægilegt að vita ekki hvað tekur við. Ég hef verið í ágætu fríi í haust og hlakka til að komast út til að hefja æfinga með nýju liði." Hann segist vera sáttur á þessum tímamótum á sínum unga ferli. „Ég hef unnið flest það sem hægt er að vinna með Breiðabliki allt frá því í yngri flokkunum. Það var gaman líka að ná metinu í sumar og ég tel þetta hentuga tímasetningu fyrir næsta áskorun. Ég skil sáttur við leikmenn og þjálfara Breiðabliks," segir Kristinn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Sjá meira