Útlitið gott fyrir Bandaríkjamenn - Óþekkt nöfn berjast um sigurinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2011 06:00 Brendan Steele hefur farið á kostum á fyrstu 54 holunum. Fróðlegt verður að sjá hvernig hann meðhöndlar pressuna í dag. Bandaríkjamennirnir Brendan Steele og Jason Dufner eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á PGA-meistaramótinu í golfi á Johns Creek golfvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum. Mótinu lýkur í dag. Steele og Dufner eru báðir á sjö höggum undir pari. Hinn 25 ára gamli Steele, sem leikur á sínu fyrsta stórmóti, spilaði hringinn í gær á fjórum höggum undir pari. Dufner spilaði á tveimur undir pari og fylgdi eftir frábærum hring á föstudaginn þegar hann var á fimm undir pari. Bandaríkjamenn skipa fimm efstu sætin fyrir lokahringinn. Keegan Bradley er þriðji á sex undir, Scott Verplank á fimm undir og Steve Stricker á fjórum undir. Tiltölulega óþekkt nöfn en en Bandaríkjamönnum er sama svo framarlega sem landi þeirra vinni sigur. Bandaríkjamaður hefur ekki borið sigur úr bítum á stórmóti í golfi síðan Phil Mickelson vann Masters-mótið í golfi árið 2010. Sex mót í röð án Bandarísks sigur sættir Kaninn sig ekki við enda góðu vanur meðan Tiger Woods var upp á sitt besta. Adam Scott með kylfusveininn Steve Williams sér við hlið er í 11. sæti á tveimur undir pari. Efstu menn heimslistans, Englendingarnir Luke Donald (1) og Lee Westwood (2), eru í 13. sæti á einu höggi undir pari. Keppni lýkur í dag. Golf Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamennirnir Brendan Steele og Jason Dufner eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á PGA-meistaramótinu í golfi á Johns Creek golfvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum. Mótinu lýkur í dag. Steele og Dufner eru báðir á sjö höggum undir pari. Hinn 25 ára gamli Steele, sem leikur á sínu fyrsta stórmóti, spilaði hringinn í gær á fjórum höggum undir pari. Dufner spilaði á tveimur undir pari og fylgdi eftir frábærum hring á föstudaginn þegar hann var á fimm undir pari. Bandaríkjamenn skipa fimm efstu sætin fyrir lokahringinn. Keegan Bradley er þriðji á sex undir, Scott Verplank á fimm undir og Steve Stricker á fjórum undir. Tiltölulega óþekkt nöfn en en Bandaríkjamönnum er sama svo framarlega sem landi þeirra vinni sigur. Bandaríkjamaður hefur ekki borið sigur úr bítum á stórmóti í golfi síðan Phil Mickelson vann Masters-mótið í golfi árið 2010. Sex mót í röð án Bandarísks sigur sættir Kaninn sig ekki við enda góðu vanur meðan Tiger Woods var upp á sitt besta. Adam Scott með kylfusveininn Steve Williams sér við hlið er í 11. sæti á tveimur undir pari. Efstu menn heimslistans, Englendingarnir Luke Donald (1) og Lee Westwood (2), eru í 13. sæti á einu höggi undir pari. Keppni lýkur í dag.
Golf Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira