Innlent

Rafmagnslaust vegna skammhlaups

Ljósafossvirkjun
Ljósafossvirkjun
Eldur kom upp í spennustöð við Ljósafossvirkjun í nótt. Að sögn lögreglu á Selfossi varð skammhlaup í stöðinni og var kallað á slökkvilið. Eldurinn var ekki mikill en skemmdir eru einhverjar.

Af þessum sökum er rafmagnslaust í sumarbústaðarbyggð við austanvert Þingvallavatn, í Miðfellshverfi og nágrenni vegna eldsins. Unnið er að viðgerð í virkjuninni og er búist við að rafmagn komist aftur á eftir tvær til þrjár klukkustundir.

Bílvelta varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Selfoss um átta leytið í gærkvöld. Tveir voru í bílnum og voru þeir fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands en reyndust ómeiddir. Að sögn lögreglu virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á bílnum vegna hálku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×