Erlent

Vinsældir Facebook dala á Vesturlöndum

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Mynd/AFP
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Mynd/AFP
Lengi hefur verið spurt hvort Facebook geti vaxið endalaust en nú virðist sem að vöxtur síðunnar sé að stöðvast. Að minnsta kosti á Vesturlöndum.

Tölur gefa til kynna að notendum í Bandaríkjunum hafi fækkað um sex milljónir í síðasta mánuði og rúmlega 100 þúsund í Bretlandi. Þá lítur út fyrir að Facebook hafi tapað rúmlega milljónum notendum í Kanada.

Í tilkynningu frá Facebook kemur fram að sögusagnir um færri notendur fari reglulega á kreik. Þær séu þó rangar og Facebook haldi áfram að vaxa og ná fótfestu í nýjum löndum. Bent er á að notendum hafi fjölgað mikið í Japan, Indlandi, Filippseyjum og Indónesíu að undanförnu. Alls eru Facebook notendur 687 milljónir talsins og fyrirtækið segir að helmingur þeirra skoði síðuna daglega.

Þrátt fyrir þetta lítur allt út fyrir að vinsældir Facebook meðal Vesturlandabúa hafi nú stöðvast þrátt fyrir að forsvarsmenn síðunnar minnist ekki á það í tilkynningu sinni. Fréttaskýrendur segja erfitt að draga ályktanir um framtíð síðunnar út frá þessu. Nýjabrumið sé þó vissulega farið af Facebook á Vesturlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×