Erlent

Mestu skógareldar í sögu Arizona

Óli Tynes skrifar
Barist við skógarelda.
Barist við skógarelda.
Skógareldarnir í Arizona í Bandaríkjunum eru nú orðnir hinir mestu í sögu fylkisins. Þeir hafa herjað síðan í lok maí og slökkviliðsmenn segja að það muni taka margar vikur að ráða niðurlögum hans. Það er lán í óláni að eldarnir hafa hinaðtil verið á óbyggðum svæðum. Því hafa aðeins sjö manns skaðast lítillega og tjón á fasteignum til þess að gera lítið.

 

Nú er hinsvegar óttast að vindátt fari að breytast sem gæti leitt eldana að byggð. Þeir eru nú mestir á landamærum Arizona og Nýju Mexíkó og hafa björgunarsveitir fylkjanna verið að berast við þá í sameiningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×