Erlent

Handtökur vegna vígsins á bin Laden

Óli Tynes skrifar
Osama bin Laden
Osama bin Laden
Pakistanska leyniþjónustan hefur handtekið fimm Pakistana sem eru sagðir hafa aðstoðað Bandaríkjamenn fyrir árásina á vígi Osama bin-Ladens. Bandaríska dagblaðið New York Times segir að einn hinna handteknu sé majór í pakistanska hernum.

Honum er gefið að sök að hafa skráð hjá sér númer á bílum sem komu í vígið. Annar er sagður hafa leigt bandarísku leyniþjónustunni hús þar sem var yfirsýn yfir vígi hryðjuverkaforingjans. Ekki er talið að þessar handtökur verði til þess að bæta sambúð Pakistans og Bandaríkjanna, sem hefur verið býsna stirð síðan bin Laden var veginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×