Innlent

Halda Gauraflokkinn í fimmta sinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hressir strákar á bát í Vatnaskógi.
Hressir strákar á bát í Vatnaskógi.
KFUM verður með sérstakan sumarbúðahóp fyrir drengi með ADHD og skyldar raskanir í Vatnaskógi í fimmta sinn í sumar. Mikil eftirspurn hefur verið eftir plássi í þessum sérhóp á undanförnum árum, segir Ársæll Aðalbergsson hjá Vatnaskógi. Hann segir að Vatnaskógur sé nýfarinn að taka á móti umsóknum og það séu þegar nokkrar komnar.

Markmiðið með Gauraflokknum er að bjóða þennan hóp drengja velkominn í sumarbúðir í Vatnaskógi þar sem þörfum þeirra verður mætt á skilningsríkan og uppbyggilegan hátt. Drengirnir í Gauraflokknum eru fámennari en í venjulegum hóp, eða 50 á móti 95. Starfsfólki er hins vegar fjölgað. „Það er sérhæft starfsfólk sem bætist við sumarbúðastarfsfólkið. Sumarbúðastarfsfólki er fjölgað líka,“ segir Ársæll.

Þá verður líka haldinn sérhópur fyrir stelpur í Kaldárseli. Sá flokkur ber titilinn „Stelpur í stuði“ og er það annað árið í röð sem hann er haldinn.

Stelpur í stuði verður haldinn dagana 6. júní - 10. júní

Gauraflokkurinn verður 2. júní - 7. júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×