Innlent

Enn engin viðbrögð frá landskjörstjórn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Landskjörstjórn kom saman á miðvikudagskvöld til að ræða niðurstöður kosninga. Mynd/ Anton.
Landskjörstjórn kom saman á miðvikudagskvöld til að ræða niðurstöður kosninga. Mynd/ Anton.
Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórnar, vildi ekkert tjá sig um málefni landskjörstjórnar eða kosningarnar til stjórnlagaþingsins þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. „Ég ætla ekkert að tjá mig um það núna," segir hann.

Ástráður sagði að landskjörstjórn hefði ekkert fundað síðan að hún kom saman á miðvikudaginn, daginn eftir að Hæstiréttur úrskurðaði að kosningarnar til stjórnlagaþings væru ógildar. Ástráður sagði við fjölmiðlamenn eftir þann fund að landskjörstjórn hefði rætt mögulega afsögn á fundinum.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagðist í samtali við fréttastofu í dag ekki geta fallist á að framkvæmd stjórnlagaþingskosninganna sé klúður. Hann segir að niðurstaða Hæstaréttar sé um margt undarleg, þó hann muni hlíta henni til hins ítrasta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×