Innlent

Betri kjörsókn í Suðvesturkjördæmi en í fyrra

Kjörsókn í Suðvesturkjördæmi klukkan 20:00 í kvöld var 61,5% og höfðu 37.264 kosið. Í síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra höfðu ívið færri kosið eða um 33 þúsund manns á sama tíma eða 55,6%. Kjörsókn í síðustu alþingiskosningum var þó töluvert betri eða 71,2%.

Í Kópavogi var kjörsókn 64.6% klukkan níu en þá höfðu 14.466 bæjarbúar kosið.

Reiknað er með að fyrstu tölur úr Suðvesturkjördæmi berist klukkan 23:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×